Sport

Slæmar byltur og alvarleg meiðsli í skíðaati kvenna - Myndband

Skíðaat er ekki hættulaus íþrótt eins og sást í dag þegar konurnar renndu sér niður erfiða brekkuna í Sotsj.

Nokkrar konur duttu í brautinni enda aðstæður erfiðar. Bæði var brautin blaut eftir rigningu og þá var skyggni ekki upp á marga fiska vegna þoku.

Tveir keppendur, AnnaWoerner frá Þýskalandi og StephanieJoffroy frá Síle, duttu báðar illa og voru bornar á sjúkrabörum úr brautinni. Talið er að báðar hafi hlotið alvarleg hnémeiðsli.

Woerner datt í umferðinni á undan Joffroy. Hún missti hægra skíðið upp í loftið í einu stökkinu, lenti illa og virtist stórslösuð á hné þegar sjúkraflutningamenn hlupu af stað til hennar.

Joffroy missti jafnvægið eftir eitt stökkið í brautinni og rann á ógnarhraða á eitt hliðið með svipuðum afleiðingum en einnig þurfti að bera hana á brott.

MarielleThompson frá Kanada slapp við allar byltur í dag en hún varð Ólympíumeistari. Kanada vann flest verðlaun í skíðafimi á Ólympíuleikunum en skíðaat fellur undir það.

Myndasyrpan hér að neðan er af Stephanie Joffroy slasast í dag en í spilaranum hér að ofan má sjá bæði atvikin.

Stephanie Joffroy á flugi.Vísir/Getty
Hún lendir illa og rennur áfram stjórnlaus niður brekkuna.Vísir/Getty
Joffroy straujar á hlið á miklum hraða.Vísir/Getty
Hún var síðan borin burt eins og Woerner.Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 14

Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en fjórtándi keppnisdagur leikanna er í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×