Baráttan um gullið var æsispennandi eins og vill verða í þessari íþrótt og vann sú austurríska með naumindum og fagnaði eðlilega vel að lokum.
Dujmovits er ríkjandi háskólaleikameistari í samhliða stórsvigi og silfurverðlaunahafi frá heimsmeistaramótinu í fyrra.
Það er hennar sterkari grein en nú gerði hún sér lítið fyrir og vann sitt fyrsta Ólympíugull í samhliða svigi.
Þjóðverjar fengu tvenn verðlaun í kvennaflokki því Amelie Kober vann sigur á Corinna Boccacani frá Ítalíu í baráttunni um þriðja sætið.

