Jonathan Toews kom Kanada yfir á 13. mínútu í fyrsta leikhluta en hann er fyrirliði NHL-meistara Chicago Blackhawks en kanadíska liðið, eins og það sænska, er skipað fjölmörgum stjörnum úr þessari langstærstu og bestu deild heims.
Einn sá allra besti í heiminum, SidneyCrosby, leikmaður Pittsbrugh Penguins, bætti við öðru marki Kanada undir lok annars leikhluta og ChrisKunitz skoraði það þriðja í síðasta leikhlutanum, 3-0.
Sænska liðið komst ekkert áleiðis gegn sterkri vörn Kanada og markverði þess, CareyPrice, sem ver mark Montreal Canadiens í NHL-deildinni. Lokatölur, 3-0, sanngjarn sigur Kanada.
Þetta er í níunda skipti sem karlalið Kanada verður Ólympíumeistari en næstflest gull eiga Rússar, eða Sovétríkin, sem unnu Ólympíugull sjö sinnum. Kanadamenn eru nú búnir að vinna íshokkí karla á þremur af síðustu fjórum leikum.
Kvennalið Kanada varð einnig Ólympíumeistari og því tvöfaldur sigur hjá þeim. Það var fjórði sigur kvennaliðs Kanada í röð. Enn fremur vann Kanada svo tvöfalt í krullu þannig Kandamönnum virðist líða afar vel á ísnum.
Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí er nú lokið en íshokkí karla er jafnan síðasta greinin. Lokahátíðin hefst klukkan 16.00 og verður hún í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hér á Vísi.


