Hún vann fyrstu verðlaun Hvíta-Rússlands á leikunum þegar hún kom fyrst í mark á 29:30,7 mínútum. Hún þurfti að taka út einn vítahring á leið sinni í mark.
Tora Berger frá Noregi varð önnur en hún kom í mark 38 sekúndum á eftir Domrachevu.
Teja Gregorin frá Slóveníu varð svo í þriðja sæti en hún fór brautina á 30:12,7 mínútum og tók út einn hring í víti eins og efstu tvær stúlkurnar.

