Svisslendingurinn Dario Cologna vann öruggan sigur í 15 km skíðagöngu með hefðbundinni aðferð á ÓL í Sotsjí í dag.
Cologna fór kílómetrana fimmtán á 38:28,7 mínútum og var ríflega 28 sekúndum á undan næsta manni. Svisslendingurinn í miklu stuði í dag.
Þetta eru önnur gullverðlaun Cologna á leikunum en hann vann 30 km gönguna um síðustu helgi.
Þetta eru ennfremur þriðju Ólympíugullverðlaun hans á ferlinum en Svisslendingurinn vann 15 km göngu með frjálsri aðferð í Vancouver fyrir fjórum árum.
Svíar fengu silfur og brons en Johan Olsson varð annar á 38:58,2 mínútum og Daniel Richardsson kom í mark á tímanum 39:08,5 mínútum.
Richardsson átti frábæran endasprett og rétt náði að ýta Finnanum Iivo Niskanen niður í fjórða sætið.
