Siggi hakkari dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2014 17:07 Vísir/GVA Sigurður Ingi Þórðarson, eða Siggi hakkari eins og hann hefur verið kallaður, var sakfelldur í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot með því að hafa með blekkingum tælt dreng, sem þá var 17 ára. Hann var dæmdur í fangelsi í átta mánuði og gert að greiða drengnum 500.000 krónur í miskabætur. Héraðsdómur hafði áður dæmt drengnum 800.000 krónur í bætur. Jafnframt skal hann greiða allan áfrýjunarkostnað málsins. Um er að ræða tvö skipti þar sem Sigurður blekkti drenginn til annarra kynferðismaka en samræðis, en sannað þótti að maðurinn hafi talið drengnum trú um að hann myndi greiða honum háar fjárhæðir og sjá til þess að hann myndi ekki missa ökuréttindi sín, þrátt fyrir ölvunarakstur ef drengurinn hefði við hann kynferðismök. Þá var talið sannað að maðurinn hefði fulla vitneskju um aldur drengsins. „Ákærði taldi A trú um að hann myndi greiða honum háar fjárhæðir, opna bankareikning í erlendum banka í nafni A og leggja fjármuni inn á þann reikning, gefa honum bifreið og sjá til þess að brotaþoli myndi ekki missa ökuréttindi sín þrátt fyrir ölvunarakstur, ef A hefði við hann kynferðismök. Með því að beita framangreindum blekkingum, fékk ákærði A til að fróa sér í tvígang og hafa við sig munnmök í eitt skipti auk þess sem ákærði hafði einu sinni munnmök við A,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness. Ríkissaksóknari skaut málinu til hæstaréttar og krafðist þess að refsing Sigurðar yrði þyngd. Hæstiréttur breytti ekki dómi um refsingu, en lækkaði miskabæturnar um 300.000 krónur. „Engin gögn eru í málinu um miska brotaþola. Þá verður af framburði hans fyrir dómi ekki ráðið að atferli ákærða hafi valdið honum verulegum sálrænum erfiðleikum. Að þessu gættu verður ákærði dæmdur til að greiða brotaþolanum 500.000 krónur í miskabætur,“ segir í dómnum. Mál Sigga hakkara Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Sjá meira
Sigurður Ingi Þórðarson, eða Siggi hakkari eins og hann hefur verið kallaður, var sakfelldur í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot með því að hafa með blekkingum tælt dreng, sem þá var 17 ára. Hann var dæmdur í fangelsi í átta mánuði og gert að greiða drengnum 500.000 krónur í miskabætur. Héraðsdómur hafði áður dæmt drengnum 800.000 krónur í bætur. Jafnframt skal hann greiða allan áfrýjunarkostnað málsins. Um er að ræða tvö skipti þar sem Sigurður blekkti drenginn til annarra kynferðismaka en samræðis, en sannað þótti að maðurinn hafi talið drengnum trú um að hann myndi greiða honum háar fjárhæðir og sjá til þess að hann myndi ekki missa ökuréttindi sín, þrátt fyrir ölvunarakstur ef drengurinn hefði við hann kynferðismök. Þá var talið sannað að maðurinn hefði fulla vitneskju um aldur drengsins. „Ákærði taldi A trú um að hann myndi greiða honum háar fjárhæðir, opna bankareikning í erlendum banka í nafni A og leggja fjármuni inn á þann reikning, gefa honum bifreið og sjá til þess að brotaþoli myndi ekki missa ökuréttindi sín þrátt fyrir ölvunarakstur, ef A hefði við hann kynferðismök. Með því að beita framangreindum blekkingum, fékk ákærði A til að fróa sér í tvígang og hafa við sig munnmök í eitt skipti auk þess sem ákærði hafði einu sinni munnmök við A,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness. Ríkissaksóknari skaut málinu til hæstaréttar og krafðist þess að refsing Sigurðar yrði þyngd. Hæstiréttur breytti ekki dómi um refsingu, en lækkaði miskabæturnar um 300.000 krónur. „Engin gögn eru í málinu um miska brotaþola. Þá verður af framburði hans fyrir dómi ekki ráðið að atferli ákærða hafi valdið honum verulegum sálrænum erfiðleikum. Að þessu gættu verður ákærði dæmdur til að greiða brotaþolanum 500.000 krónur í miskabætur,“ segir í dómnum.
Mál Sigga hakkara Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Sjá meira