Siggi hakkari dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2014 17:07 Vísir/GVA Sigurður Ingi Þórðarson, eða Siggi hakkari eins og hann hefur verið kallaður, var sakfelldur í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot með því að hafa með blekkingum tælt dreng, sem þá var 17 ára. Hann var dæmdur í fangelsi í átta mánuði og gert að greiða drengnum 500.000 krónur í miskabætur. Héraðsdómur hafði áður dæmt drengnum 800.000 krónur í bætur. Jafnframt skal hann greiða allan áfrýjunarkostnað málsins. Um er að ræða tvö skipti þar sem Sigurður blekkti drenginn til annarra kynferðismaka en samræðis, en sannað þótti að maðurinn hafi talið drengnum trú um að hann myndi greiða honum háar fjárhæðir og sjá til þess að hann myndi ekki missa ökuréttindi sín, þrátt fyrir ölvunarakstur ef drengurinn hefði við hann kynferðismök. Þá var talið sannað að maðurinn hefði fulla vitneskju um aldur drengsins. „Ákærði taldi A trú um að hann myndi greiða honum háar fjárhæðir, opna bankareikning í erlendum banka í nafni A og leggja fjármuni inn á þann reikning, gefa honum bifreið og sjá til þess að brotaþoli myndi ekki missa ökuréttindi sín þrátt fyrir ölvunarakstur, ef A hefði við hann kynferðismök. Með því að beita framangreindum blekkingum, fékk ákærði A til að fróa sér í tvígang og hafa við sig munnmök í eitt skipti auk þess sem ákærði hafði einu sinni munnmök við A,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness. Ríkissaksóknari skaut málinu til hæstaréttar og krafðist þess að refsing Sigurðar yrði þyngd. Hæstiréttur breytti ekki dómi um refsingu, en lækkaði miskabæturnar um 300.000 krónur. „Engin gögn eru í málinu um miska brotaþola. Þá verður af framburði hans fyrir dómi ekki ráðið að atferli ákærða hafi valdið honum verulegum sálrænum erfiðleikum. Að þessu gættu verður ákærði dæmdur til að greiða brotaþolanum 500.000 krónur í miskabætur,“ segir í dómnum. Mál Sigga hakkara Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Sjá meira
Sigurður Ingi Þórðarson, eða Siggi hakkari eins og hann hefur verið kallaður, var sakfelldur í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot með því að hafa með blekkingum tælt dreng, sem þá var 17 ára. Hann var dæmdur í fangelsi í átta mánuði og gert að greiða drengnum 500.000 krónur í miskabætur. Héraðsdómur hafði áður dæmt drengnum 800.000 krónur í bætur. Jafnframt skal hann greiða allan áfrýjunarkostnað málsins. Um er að ræða tvö skipti þar sem Sigurður blekkti drenginn til annarra kynferðismaka en samræðis, en sannað þótti að maðurinn hafi talið drengnum trú um að hann myndi greiða honum háar fjárhæðir og sjá til þess að hann myndi ekki missa ökuréttindi sín, þrátt fyrir ölvunarakstur ef drengurinn hefði við hann kynferðismök. Þá var talið sannað að maðurinn hefði fulla vitneskju um aldur drengsins. „Ákærði taldi A trú um að hann myndi greiða honum háar fjárhæðir, opna bankareikning í erlendum banka í nafni A og leggja fjármuni inn á þann reikning, gefa honum bifreið og sjá til þess að brotaþoli myndi ekki missa ökuréttindi sín þrátt fyrir ölvunarakstur, ef A hefði við hann kynferðismök. Með því að beita framangreindum blekkingum, fékk ákærði A til að fróa sér í tvígang og hafa við sig munnmök í eitt skipti auk þess sem ákærði hafði einu sinni munnmök við A,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness. Ríkissaksóknari skaut málinu til hæstaréttar og krafðist þess að refsing Sigurðar yrði þyngd. Hæstiréttur breytti ekki dómi um refsingu, en lækkaði miskabæturnar um 300.000 krónur. „Engin gögn eru í málinu um miska brotaþola. Þá verður af framburði hans fyrir dómi ekki ráðið að atferli ákærða hafi valdið honum verulegum sálrænum erfiðleikum. Að þessu gættu verður ákærði dæmdur til að greiða brotaþolanum 500.000 krónur í miskabætur,“ segir í dómnum.
Mál Sigga hakkara Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir