Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Hrund Þórsdóttir skrifar 30. janúar 2014 20:00 Í gær hittum við fjölskyldu hins 18 ára gamla Skarphéðins Andra Kristjánssonar sem lést í fyrradag í kjölfar bílslyss. Hann var staðráðinn í að gefa líffæri sín og sex manns lifa vegna gjafar hans. Þetta er því miður undantekning og á Íslandi er skortur á líffærum. Níu Íslendingar þiggja að meðaltali líffæri úr látnum einstaklingum á hverju ári en látnir líffæragjafar hér á landi eru aðeins þrír á ári, sem jafngildir 11 á hverja milljón íbúa. Í meðfylgjandi myndskeiði sést hversu mikið betur aðrar Evrópuþjóðir standa sig. Gengið er út frá ætlaðri neitun hér á landi, það er, gert er ráð fyrir að fólk vilji ekki gefa líffæri sín og þurfa ættingjar að taka ákvörðun við andlát. Þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram frumvarp um ætlað samþykki, sem felur í sér að fólk þarf að taka fram, vilji það ekki gefa líffæri sín. Búist er við að frumvarpið verði afgreitt úr velferðarnefnd um miðjan febrúar og gæti það svo farið í aðra umræðu fljótlega. Silja Dögg Gunnarsdóttir er fyrsti flutningsmaður þess. „Það er skortur á líffærum og við getum ekki ætlast til þess að fá meira af líffærum en við gefum,“ segir hún. Silja tekur skýrt fram að þótt frumvarpið fari í gegn liggi endanlegt samþykki áfram hjá aðstandendum. Fæstir gangi þó gegn vilja hinna látnu. Hún telur flesta vilja gefa líffæri sín. „Það er í okkur, innra með okkur sem manneskjum, að vilja hjálpa öðru fólki en mjög margir láta þessa skoðun sína ekki í ljós eða skrá þetta ekki sérstaklega,“ segir Silja. Þeim sem vilja gerast líffæragjafar er bent á bækling sem á að vera til taks, til dæmis á heilbrigðisstofnunum og í apótekum. Eins og sjá má í myndskeiðinu fyllir maður einfaldlega út lítið kort, lætur aðstandendur vita um afstöðu sína og geymir svo kortið hjá öðrum persónuskilríkjum. Runólfur Pálsson er í forsvari fyrir líffæraígræðsluteymi Landspítalans. Eins og staðan er í dag, getum við vænst þess að fá öll þau líffæri sem við þurfum, þrátt fyrir að gefa svona fá frá okkur? „Í rauninni ekki,“ segir Runólfur. Þörfin fyrir líffæri hefur aukist vegna tækniframfara og þar sem einstaklingar, sem áður hefði verið synjað um ígræðslur því þeir þættu ekki heppilegir, fá þær í auknum mæli. „Svo er hitt líka að ígrædd líffæri endast í takmarkaðan tíma svo nú eru í auknum mæli að koma einstaklingar á biðlista eftir líffærum sem hafa áður fengið ígræðslur.“ Bið eftir nýra getur verið að allt að þremur árum en góðu fréttirnar eru að Íslendingar standa sig afar vel sem lifandi gjafar. „Íslendingar hafa verið mjög fúsir til að gefa úr sér nýra og það hefur gert að verkum að þessi skortur sem er á líffærum og sérstaklega nýrum, frá látnum, hefur ekki verið eins mikið vandamál og annars hefði verið.“ Runólfur hvetur alla til að gerast líffæragjafar. „Þetta er stórkostlegasta gjöf sem hægt er að gefa og það skiptir miklu máli að fólk ræði þetta við sína nánustu þannig að þeim sé kunnugt um þeirra afstöðu ef um ótímabært andlát er að ræða.“ Tengdar fréttir Líffæraskortur á Íslandi Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi og þingmenn úr öllum flokkum standa að, er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 16:12 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Í gær hittum við fjölskyldu hins 18 ára gamla Skarphéðins Andra Kristjánssonar sem lést í fyrradag í kjölfar bílslyss. Hann var staðráðinn í að gefa líffæri sín og sex manns lifa vegna gjafar hans. Þetta er því miður undantekning og á Íslandi er skortur á líffærum. Níu Íslendingar þiggja að meðaltali líffæri úr látnum einstaklingum á hverju ári en látnir líffæragjafar hér á landi eru aðeins þrír á ári, sem jafngildir 11 á hverja milljón íbúa. Í meðfylgjandi myndskeiði sést hversu mikið betur aðrar Evrópuþjóðir standa sig. Gengið er út frá ætlaðri neitun hér á landi, það er, gert er ráð fyrir að fólk vilji ekki gefa líffæri sín og þurfa ættingjar að taka ákvörðun við andlát. Þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram frumvarp um ætlað samþykki, sem felur í sér að fólk þarf að taka fram, vilji það ekki gefa líffæri sín. Búist er við að frumvarpið verði afgreitt úr velferðarnefnd um miðjan febrúar og gæti það svo farið í aðra umræðu fljótlega. Silja Dögg Gunnarsdóttir er fyrsti flutningsmaður þess. „Það er skortur á líffærum og við getum ekki ætlast til þess að fá meira af líffærum en við gefum,“ segir hún. Silja tekur skýrt fram að þótt frumvarpið fari í gegn liggi endanlegt samþykki áfram hjá aðstandendum. Fæstir gangi þó gegn vilja hinna látnu. Hún telur flesta vilja gefa líffæri sín. „Það er í okkur, innra með okkur sem manneskjum, að vilja hjálpa öðru fólki en mjög margir láta þessa skoðun sína ekki í ljós eða skrá þetta ekki sérstaklega,“ segir Silja. Þeim sem vilja gerast líffæragjafar er bent á bækling sem á að vera til taks, til dæmis á heilbrigðisstofnunum og í apótekum. Eins og sjá má í myndskeiðinu fyllir maður einfaldlega út lítið kort, lætur aðstandendur vita um afstöðu sína og geymir svo kortið hjá öðrum persónuskilríkjum. Runólfur Pálsson er í forsvari fyrir líffæraígræðsluteymi Landspítalans. Eins og staðan er í dag, getum við vænst þess að fá öll þau líffæri sem við þurfum, þrátt fyrir að gefa svona fá frá okkur? „Í rauninni ekki,“ segir Runólfur. Þörfin fyrir líffæri hefur aukist vegna tækniframfara og þar sem einstaklingar, sem áður hefði verið synjað um ígræðslur því þeir þættu ekki heppilegir, fá þær í auknum mæli. „Svo er hitt líka að ígrædd líffæri endast í takmarkaðan tíma svo nú eru í auknum mæli að koma einstaklingar á biðlista eftir líffærum sem hafa áður fengið ígræðslur.“ Bið eftir nýra getur verið að allt að þremur árum en góðu fréttirnar eru að Íslendingar standa sig afar vel sem lifandi gjafar. „Íslendingar hafa verið mjög fúsir til að gefa úr sér nýra og það hefur gert að verkum að þessi skortur sem er á líffærum og sérstaklega nýrum, frá látnum, hefur ekki verið eins mikið vandamál og annars hefði verið.“ Runólfur hvetur alla til að gerast líffæragjafar. „Þetta er stórkostlegasta gjöf sem hægt er að gefa og það skiptir miklu máli að fólk ræði þetta við sína nánustu þannig að þeim sé kunnugt um þeirra afstöðu ef um ótímabært andlát er að ræða.“
Tengdar fréttir Líffæraskortur á Íslandi Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi og þingmenn úr öllum flokkum standa að, er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 16:12 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Líffæraskortur á Íslandi Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi og þingmenn úr öllum flokkum standa að, er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 16:12
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent