Seattle mætir Denver í Ofurskálinni | Myndband Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. janúar 2014 08:03 Pete Carroll þjálfari var hinn hressasti eftir sigurinn í nótt. Mynd/Heimasíða Seahawks Sterkasta varnarlið NFL-deildarinnar, Seattle Seahawks, tryggði sér í nótt sæti í leiknum um Ofurskálina (e. Superbowl) eftir 23-17 sigur á erkifjendunum í San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Leikurinn í Seattle var æsispennandi frá upphafi til enda en þar fóru liðin tvö sem eru af flestum talin sterkustu varnarlið deildarinnar. Russell Wilson, leikstjórnandi heimamanna, virkaði stressaður framan af leik en átti eftir að blása á gagnrýnisraddir eins og svo oft áður. Gestirnir komust í 3-0 í fyrsta leikhluta og Seattle komst ekki á blað fyrr en í öðrum leikhluta. Áfram hélt spennan en tvenn mistök Colin Kaepernick, leikstjórnanda 49ers, komu Sjóhaukunum í góða stöðu í lokafjórðungnum. Úrslitin réðust þó ekki fyrr en á lokasekúndunum þegar sending Kaepernick, þegar 49ers voru komnir í námunda við snertimark, hafnaði í röngum höndum. Háværir heimamenn fögnuðu því að vera komnir í Ofurskálina í annað skiptið á átta árum. Seattle mætir Peyton Manning og félögum í Denver Broncos. Manning fór á kostum í sigri á Tom Brady og félögum í New England Patriots fyrr í gær. Úrslitaleikurinn fer fram í New Jersey þann 2. febrúar og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport líkt og leikirnir í nótt.Allt það helsta úr leiknum í nótt má sjá hér.Tweets about '#nflisland' NFL Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Sjá meira
Sterkasta varnarlið NFL-deildarinnar, Seattle Seahawks, tryggði sér í nótt sæti í leiknum um Ofurskálina (e. Superbowl) eftir 23-17 sigur á erkifjendunum í San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Leikurinn í Seattle var æsispennandi frá upphafi til enda en þar fóru liðin tvö sem eru af flestum talin sterkustu varnarlið deildarinnar. Russell Wilson, leikstjórnandi heimamanna, virkaði stressaður framan af leik en átti eftir að blása á gagnrýnisraddir eins og svo oft áður. Gestirnir komust í 3-0 í fyrsta leikhluta og Seattle komst ekki á blað fyrr en í öðrum leikhluta. Áfram hélt spennan en tvenn mistök Colin Kaepernick, leikstjórnanda 49ers, komu Sjóhaukunum í góða stöðu í lokafjórðungnum. Úrslitin réðust þó ekki fyrr en á lokasekúndunum þegar sending Kaepernick, þegar 49ers voru komnir í námunda við snertimark, hafnaði í röngum höndum. Háværir heimamenn fögnuðu því að vera komnir í Ofurskálina í annað skiptið á átta árum. Seattle mætir Peyton Manning og félögum í Denver Broncos. Manning fór á kostum í sigri á Tom Brady og félögum í New England Patriots fyrr í gær. Úrslitaleikurinn fer fram í New Jersey þann 2. febrúar og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport líkt og leikirnir í nótt.Allt það helsta úr leiknum í nótt má sjá hér.Tweets about '#nflisland'
NFL Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Sjá meira