Brady áhorfandi í sýningu Manning og félaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2014 23:24 Peyton Manning fagnar hér sigri. Vísir/NordicPhotos/Getty Peyton Manning og félagar í Denver Broncos eru komnir alla leið í Super Bowl, leikinn um Ofurskálina í ameríska fótboltanum, eftir 26-16 sigur á New England Patriots í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í kvöld. Denver Broncos tók völdin í upphafi leiksins og vann öruggan sigur. Frammistaða Patriots-liðsins voru mikil vonbrigði en þeir komust lítið áleiðis á móti frábæru liði Denver Broncos. Peyton Manning stýrði sínu liði frábærlega og sá til þess að erkifjandi hans Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, var lengstum áhorfandi í sýningu Manning og liðsfélaga hans. Denver Broncos er með þessum sigri að komast í Super Bowl í fyrsta sinn í fimmtán ár. Denver Broncos liðið hefur farið á kostum í allan vetur og sett allskyns met ekki síst leikstjórnandinn Peyton Manning sem er nú á ný kominn alla leið í úrslitaleikinn um titilinn. Manning kom til baka eftir hálsmeiðsli sem bundu næstum því endi á feril hans og afreki hans með liði Broncos eru því enn merkilegi fyrir vikið. Peyton Manning kastaði boltanum 400 yarda í kvöld og gaf tvær sendingar fyrir snertimark. Tom Brady var búinn að vinna 10 af 14 leikjum þeirra félaga en Manning fagnaði í kvöld og getur nú unnið titilinn í annað skiptið á ferlinum. Denver Broncos mætir annaðhvort San Francisco 49ers eða Seattle Seahawks í úrslitaleiknum en þau keppa til úrslita í Ameríkudeildinni í beinni á Stöð 2 Sport klukkan 23.30 í kvöld.Tom Brady óskar Peyton Manning til hamingju með sigurinn.Vísir/NordicPhotos/GettyPeyton Manning og þjálfarinn John Fox fagna hér sigrinum.Vísir/NordicPhotos/Getty NFL Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
Peyton Manning og félagar í Denver Broncos eru komnir alla leið í Super Bowl, leikinn um Ofurskálina í ameríska fótboltanum, eftir 26-16 sigur á New England Patriots í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í kvöld. Denver Broncos tók völdin í upphafi leiksins og vann öruggan sigur. Frammistaða Patriots-liðsins voru mikil vonbrigði en þeir komust lítið áleiðis á móti frábæru liði Denver Broncos. Peyton Manning stýrði sínu liði frábærlega og sá til þess að erkifjandi hans Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, var lengstum áhorfandi í sýningu Manning og liðsfélaga hans. Denver Broncos er með þessum sigri að komast í Super Bowl í fyrsta sinn í fimmtán ár. Denver Broncos liðið hefur farið á kostum í allan vetur og sett allskyns met ekki síst leikstjórnandinn Peyton Manning sem er nú á ný kominn alla leið í úrslitaleikinn um titilinn. Manning kom til baka eftir hálsmeiðsli sem bundu næstum því endi á feril hans og afreki hans með liði Broncos eru því enn merkilegi fyrir vikið. Peyton Manning kastaði boltanum 400 yarda í kvöld og gaf tvær sendingar fyrir snertimark. Tom Brady var búinn að vinna 10 af 14 leikjum þeirra félaga en Manning fagnaði í kvöld og getur nú unnið titilinn í annað skiptið á ferlinum. Denver Broncos mætir annaðhvort San Francisco 49ers eða Seattle Seahawks í úrslitaleiknum en þau keppa til úrslita í Ameríkudeildinni í beinni á Stöð 2 Sport klukkan 23.30 í kvöld.Tom Brady óskar Peyton Manning til hamingju með sigurinn.Vísir/NordicPhotos/GettyPeyton Manning og þjálfarinn John Fox fagna hér sigrinum.Vísir/NordicPhotos/Getty
NFL Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira