Danmörk í undanúrslit | Ísland þarf að stóla á Makedóníu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2014 21:11 Anders Eggert í leiknum í kvöld. Vísir/AFP Danmörk tryggði sæti sitt í undanúrslitum EM í handbolta með sigri á Ungverjalandi í Herning í kvöld, 28-24. Danir eru enn fremur öruggir með efsta sæti milliriðils 1. Danir eru með átta stig í efsta sæti og með tveggja stiga forystu á Spán sem er með sex stig. Ísland kemur næst með fimm stig en tvö efstu liðin komast áfram í undanúrslit. Ísland og Danmörk eigast við í lokaumferð milliriðlakeppninnar á miðvikudagskvöldið. Fyrr um daginn eigast við Makedónía og Spánn en strákarnir okkar þurfa að treysta á sigur Makedóníu í leiknum til að halda í vonina um sæti í undanúrslitum. Ef Spánverjar vinna hins vegar leikinn er sæti þeirra í undanúrslitunum tryggt. Ísland þyrfti þá að ná minnst jafntefli gegn Dönum til að tryggja þriðja sæti milliriðilsins eða þá að treysta á að Ungverjar vinni Austurríki ekki of stórt fyrr um daginn. Það var jafnræði með liðum Danmerkur og Ungverjalands í kvöld fyrstu 20 mínútur leiksins. Danir skoruðu þá fjögur mörk í röð og gengu inn til búningsklefa í hálfleik með þriggja marka forystu, 14-11. Danir létu svo forystuna aldrei af hendi í síðari hálfleik. Minnstur varð munurinn tvö mörk en það var á lokamínútu leiksins og sigur Dana þá svo gott sem tryggður. Mikkel Hansen og Thomas Mogensen skoruðu fimm mörk hvor fyrir Dani og Niklas Landin varði tíu skot í markinu. Hjá Ungverjalandi var Gergö Ivancsik markahæstur með átta mörk. Spánn er nú eina liðið sem getur náð Dönum að stigum í milliriðli 1 en þar sem að Danir hafa betur í innbyrðisviðureign sinni gegn Spáni geta Danir ekki endað neðar en í efsta sæti. Það þýðir enn fremur að Danir hafa að engu að keppa gegn Íslandi á miðvikudag og getur því Ulrik Wilbek, þjálfari Dana, valið að hvíla alla sína bestu menn í leiknum. EM 2014 karla Tengdar fréttir Frábær frammistaða lærisveina Patreks en naumt tap Heimsmeistarar Spánverja unnu nauman eins marks sigur á Austurríki, 28-27, í öðrum leik dagsins á EM í handbolta. 20. janúar 2014 19:06 Umfjöllun og myndir: Ísland - Makedónía 29-27 | Annar sigur strákanna í röð Karlalandslið Íslands í handbolta er komið í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í Danmörku eftir 29-27 sigur á Makedóníu á Evrópumótinu í Danmörku í dag. Liðið spilaði sinn slakasta leik á mótinu en landaði engu að síður sigri. 20. janúar 2014 13:43 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Danmörk tryggði sæti sitt í undanúrslitum EM í handbolta með sigri á Ungverjalandi í Herning í kvöld, 28-24. Danir eru enn fremur öruggir með efsta sæti milliriðils 1. Danir eru með átta stig í efsta sæti og með tveggja stiga forystu á Spán sem er með sex stig. Ísland kemur næst með fimm stig en tvö efstu liðin komast áfram í undanúrslit. Ísland og Danmörk eigast við í lokaumferð milliriðlakeppninnar á miðvikudagskvöldið. Fyrr um daginn eigast við Makedónía og Spánn en strákarnir okkar þurfa að treysta á sigur Makedóníu í leiknum til að halda í vonina um sæti í undanúrslitum. Ef Spánverjar vinna hins vegar leikinn er sæti þeirra í undanúrslitunum tryggt. Ísland þyrfti þá að ná minnst jafntefli gegn Dönum til að tryggja þriðja sæti milliriðilsins eða þá að treysta á að Ungverjar vinni Austurríki ekki of stórt fyrr um daginn. Það var jafnræði með liðum Danmerkur og Ungverjalands í kvöld fyrstu 20 mínútur leiksins. Danir skoruðu þá fjögur mörk í röð og gengu inn til búningsklefa í hálfleik með þriggja marka forystu, 14-11. Danir létu svo forystuna aldrei af hendi í síðari hálfleik. Minnstur varð munurinn tvö mörk en það var á lokamínútu leiksins og sigur Dana þá svo gott sem tryggður. Mikkel Hansen og Thomas Mogensen skoruðu fimm mörk hvor fyrir Dani og Niklas Landin varði tíu skot í markinu. Hjá Ungverjalandi var Gergö Ivancsik markahæstur með átta mörk. Spánn er nú eina liðið sem getur náð Dönum að stigum í milliriðli 1 en þar sem að Danir hafa betur í innbyrðisviðureign sinni gegn Spáni geta Danir ekki endað neðar en í efsta sæti. Það þýðir enn fremur að Danir hafa að engu að keppa gegn Íslandi á miðvikudag og getur því Ulrik Wilbek, þjálfari Dana, valið að hvíla alla sína bestu menn í leiknum.
EM 2014 karla Tengdar fréttir Frábær frammistaða lærisveina Patreks en naumt tap Heimsmeistarar Spánverja unnu nauman eins marks sigur á Austurríki, 28-27, í öðrum leik dagsins á EM í handbolta. 20. janúar 2014 19:06 Umfjöllun og myndir: Ísland - Makedónía 29-27 | Annar sigur strákanna í röð Karlalandslið Íslands í handbolta er komið í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í Danmörku eftir 29-27 sigur á Makedóníu á Evrópumótinu í Danmörku í dag. Liðið spilaði sinn slakasta leik á mótinu en landaði engu að síður sigri. 20. janúar 2014 13:43 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Frábær frammistaða lærisveina Patreks en naumt tap Heimsmeistarar Spánverja unnu nauman eins marks sigur á Austurríki, 28-27, í öðrum leik dagsins á EM í handbolta. 20. janúar 2014 19:06
Umfjöllun og myndir: Ísland - Makedónía 29-27 | Annar sigur strákanna í röð Karlalandslið Íslands í handbolta er komið í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í Danmörku eftir 29-27 sigur á Makedóníu á Evrópumótinu í Danmörku í dag. Liðið spilaði sinn slakasta leik á mótinu en landaði engu að síður sigri. 20. janúar 2014 13:43
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni