Handbolti

Frakkar enn ósigraðir á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Honrubia skorar eitt níu marka sinna í leiknum.
Honrubia skorar eitt níu marka sinna í leiknum. Vísir/AFP
Frakkland vann öruggan sigur á Hvíta-Rússlandi, 39-30, á EM í handbolta í dag og tróna á toppi milliriðils 2 með fullt hús stiga.

Frakkland hefur unnið alla leiki sína á mótinu til þessa og eru nánast öruggir með sæti í undanúrslitum keppninnar. Ef Svíþjóð mistekst að vinna Pólland í kvöld er efsta sæti riðilsins tryggt fyrir Frakka.

Baráttan um annað sæti riðilsins er galopin. Króatía er með sex stig eftir öruggan sigur á Rússlandi í dag, 33-25. Svíþjóð og Pólland koma svo næst með fjögur stig hvort en liðin mætast í Árósum í kvöld.

Pólland mætir svo Króatíu í lokaumferðinni á fimmtudagskvöldið en sá leikur gæti haft úrslitaáhrif á hvaða lið fylgir Frökkum í undanúrslitin.

Frakkar komust í 4-0 forystu í upphafi leiksins í dag og létu hana aldrei af hendi. Staðan í hálfleik var 20-16 en Frakkar stungu endanlega af um miðjan síðari hálfleikinn.

Samuel Honrubia skoraði níu mörk fyrir Frakka og þeir Ivan Brouka og Dmitry Nikulenkau sex mörk hvor fyrir Hvíta-Rússland.


Tengdar fréttir

Króatar fóru létt með Rússa

Króatía er í góðri stöðu í milliriðli 2 eftir sannfærandi sigur á Rússlandi í fyrsta leik dagsins á EM í handbolta, 33-25.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×