María segir frá því á fésbókarsíðu sinni að fresta hafi þurft svigmótinu þar sem mótsstjórinn hafi fengið hjartaáfall í brekkunni um morguninn og látist samstundis.
„Það er verið að reyna að endurskipuleggja mót fyrir mig útaf aflýsingunni, en ekkert komið í ljós ennþá," skrifar María.
María keppir í svigi og stórsvigi á Ólympíuleikunum í Sotsjí líkt og Brynjar Jökull Guðmundsson og Einar Kristinn Kristgeirsson. Helga María Vilhjálmsdóttir, sem er stödd í Noregi, keppir í svigi, stórsvigi og risasvigi og þá keppir Sævar Birgisson í skíðagöngu.