Umfjöllun: Austurríki - Ísland 27-33 | Patti átti ekkert svar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2014 12:19 Vísir/Daníel Ísland vann frábæran sigur á Austurríki í fyrsta leik milliriðlakeppninnar á EM í Danmörku. Strákarnir gerðu út um leikinn með frábærum fyrri hálfleik.Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, reyndi hvað hann gat til að bregðast við frábærri frammistöðu Íslands í fyrri hálfleik en íslenska liðið var einfaldlega of sterkt í dag, hvort sem var í vörn eða sókn.Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik í íslenska markinu og varði nítján skot. Hann naut góðs af frábærum íslenskum varnarleik, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar þeir Bjarki Már Gunnarsson og Sverre Jakobsson virtust einfaldlega ósigrandi.Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari stillti sínu sterkasta liði upp í dag og þrátt fyrir að hvorugt lið náði að skora fyrstu fjórar mínútur leiksins voru strákarnir komnir með þriggja marka forystu eftir tíu mínútna leik. Þá var ljóst í hvað stefndi og Aron gat leyft sér að hvíla nafna sinn Pálmarsson en hann hefur verið að glíma við meiðsli í hné og báðum ökklum. Inn kom Ólafur Andrés Guðmundsson sem átti stórleik og skoraði sex falleg mörk. Strákarnir okkar gengu einfaldlega á lagið. Frábær varnarleikur og frábær vörn lagði grunninn en auk þess var sóknarleikurinn gríðarlegur öflugur. Forystan varð mest níu mörk í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 17-9, Íslandi í vil. Okkar menn gáfu ef til vill aðeins eftir í síðari hálfleik enda erfitt að halda einbeitingunni þegar staðan var orðin jafn góð og raun bar vitni auk þess sem að þetta var fjórði leikur liðsins á einni viku. Þeir gerðu þó það sem til þurfti og var sigurinn aldrei í hættu. Patrekur og lærisveinar hans náðu aðeins að laga stöðuna í síðari hálfleik en niðurstaðan engu að síður sex marka sigur sem gæti reynst mikilvægur að milliriðlakeppninni lokinni. Óhætt er að segja að allir leikmenn íslenska landsliðsins hafi spilað vel í dag. Guðjón Valur Sigurðsson nýtti sem fyrr hvert einasta skot sitt í leiknum og skoraði sjö mörk. Það gerði Þórir Ólafsson einnig en hann skoraði fimm mörk úr hinu horninu. Róbert Gunnarsson átti mjög góðan dag á línunni og skytturnar Ásgeir Örn Hallgrímsson og Rúnar Kárason náðu sér vel á strik, sem og Snorri Steinn Guðjónsson. Ísland mætir næst Makedóníu á mánudaginn en Ungverjar unnu fyrr í dag sannfærandi sigur á Makedóníu. EM 2014 karla Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira
Ísland vann frábæran sigur á Austurríki í fyrsta leik milliriðlakeppninnar á EM í Danmörku. Strákarnir gerðu út um leikinn með frábærum fyrri hálfleik.Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, reyndi hvað hann gat til að bregðast við frábærri frammistöðu Íslands í fyrri hálfleik en íslenska liðið var einfaldlega of sterkt í dag, hvort sem var í vörn eða sókn.Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik í íslenska markinu og varði nítján skot. Hann naut góðs af frábærum íslenskum varnarleik, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar þeir Bjarki Már Gunnarsson og Sverre Jakobsson virtust einfaldlega ósigrandi.Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari stillti sínu sterkasta liði upp í dag og þrátt fyrir að hvorugt lið náði að skora fyrstu fjórar mínútur leiksins voru strákarnir komnir með þriggja marka forystu eftir tíu mínútna leik. Þá var ljóst í hvað stefndi og Aron gat leyft sér að hvíla nafna sinn Pálmarsson en hann hefur verið að glíma við meiðsli í hné og báðum ökklum. Inn kom Ólafur Andrés Guðmundsson sem átti stórleik og skoraði sex falleg mörk. Strákarnir okkar gengu einfaldlega á lagið. Frábær varnarleikur og frábær vörn lagði grunninn en auk þess var sóknarleikurinn gríðarlegur öflugur. Forystan varð mest níu mörk í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 17-9, Íslandi í vil. Okkar menn gáfu ef til vill aðeins eftir í síðari hálfleik enda erfitt að halda einbeitingunni þegar staðan var orðin jafn góð og raun bar vitni auk þess sem að þetta var fjórði leikur liðsins á einni viku. Þeir gerðu þó það sem til þurfti og var sigurinn aldrei í hættu. Patrekur og lærisveinar hans náðu aðeins að laga stöðuna í síðari hálfleik en niðurstaðan engu að síður sex marka sigur sem gæti reynst mikilvægur að milliriðlakeppninni lokinni. Óhætt er að segja að allir leikmenn íslenska landsliðsins hafi spilað vel í dag. Guðjón Valur Sigurðsson nýtti sem fyrr hvert einasta skot sitt í leiknum og skoraði sjö mörk. Það gerði Þórir Ólafsson einnig en hann skoraði fimm mörk úr hinu horninu. Róbert Gunnarsson átti mjög góðan dag á línunni og skytturnar Ásgeir Örn Hallgrímsson og Rúnar Kárason náðu sér vel á strik, sem og Snorri Steinn Guðjónsson. Ísland mætir næst Makedóníu á mánudaginn en Ungverjar unnu fyrr í dag sannfærandi sigur á Makedóníu.
EM 2014 karla Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira