Umfjöllun: Ísland - Rússland 35-34 | Aron með sigurmarkið í lokin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. janúar 2014 15:33 Úr leiknum í kvöld. Mynd/NordicPhotos/Getty Aron Pálmarsson tryggði Íslandi flottan sigur á Rússum í kvöld með mögnuðu marki undir lokin. Þetta var fyrsti leikur Íslands á æfingamóti fyrir EM sem hefst eftir rúma viku. Fyrri hálfleikur var nokkuð skrautlegur. Íslenska liðið byrjaði leikinn með látum og var komið með fjögurra marka forskot, 6-2, eftir aðeins sex mínútur. Sóknarleikurinn að rúlla mjög vel en talsvert basl á varnarleiknum. Varnarleikur Rússa líka lítið til að hrópa húrra fyrir og bæði lið nánast skoruðu að vild lengi vel. Ísland náði mest fimm marka forskot í hálfleiknum, 10-5, en Rússar jöfnuðu, 14-14, og komust svo yfir, 15-16. Strákarnir okkar komu samt til baka og leiddu með einu marki í leikhléi, 19-18. Ísland var skrefi á undan nær allan síðari hálfleik en missti tökin á lokamínútunum. Strákarnir sýndu karakter með því að koma til baka og þeir kláruðu leikinn manni færri. Björgvin Páll varði 15 sekúndum fyrir leikslok og Aron skoraði svo markið glæsilega sem tryggði íslenska liðinu sigur í leiknum. Frammistaða íslenska liðsins var betri en margan grunaði enda ansi stór skörð höggvin í íslenska liðið. Nú síðast meiddist Snorri Steinn og hann gat því ekki spilað í kvöld. Það lögðu ansi margir hönd á plóg í sókninni sem var jákvætt. Aron fremstur í flokki og Þórir Ólafsson einnig magnaður. Skoraði flott mörk og gaf einnig góðar stoðsendingar. Hægri vængurinn lengstum mjög sterkur og skilaði átta mörkum í fyrri hálfleik. Strákarnir klúðruðu þrem vítum í leiknum sem var dýrt. Varnarleikurinn þarfnast talsverðrar vinnu og þar sem hann var slakur var markvarslan ekki heldur upp á marga fiska. Björgvin steig þó upp á elleftu stundu. Fínasta byrjun hjá liðinu í erfiðum undirbúningi þar sem mörgum spurningum er ósvarað. Það var aftur á móti jákvætt að sjá þá sem fá ábyrgðina að þeir mættu ákveðnir til leiks og með sjálfstraustið í lagi. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Aron Pálmarsson tryggði Íslandi flottan sigur á Rússum í kvöld með mögnuðu marki undir lokin. Þetta var fyrsti leikur Íslands á æfingamóti fyrir EM sem hefst eftir rúma viku. Fyrri hálfleikur var nokkuð skrautlegur. Íslenska liðið byrjaði leikinn með látum og var komið með fjögurra marka forskot, 6-2, eftir aðeins sex mínútur. Sóknarleikurinn að rúlla mjög vel en talsvert basl á varnarleiknum. Varnarleikur Rússa líka lítið til að hrópa húrra fyrir og bæði lið nánast skoruðu að vild lengi vel. Ísland náði mest fimm marka forskot í hálfleiknum, 10-5, en Rússar jöfnuðu, 14-14, og komust svo yfir, 15-16. Strákarnir okkar komu samt til baka og leiddu með einu marki í leikhléi, 19-18. Ísland var skrefi á undan nær allan síðari hálfleik en missti tökin á lokamínútunum. Strákarnir sýndu karakter með því að koma til baka og þeir kláruðu leikinn manni færri. Björgvin Páll varði 15 sekúndum fyrir leikslok og Aron skoraði svo markið glæsilega sem tryggði íslenska liðinu sigur í leiknum. Frammistaða íslenska liðsins var betri en margan grunaði enda ansi stór skörð höggvin í íslenska liðið. Nú síðast meiddist Snorri Steinn og hann gat því ekki spilað í kvöld. Það lögðu ansi margir hönd á plóg í sókninni sem var jákvætt. Aron fremstur í flokki og Þórir Ólafsson einnig magnaður. Skoraði flott mörk og gaf einnig góðar stoðsendingar. Hægri vængurinn lengstum mjög sterkur og skilaði átta mörkum í fyrri hálfleik. Strákarnir klúðruðu þrem vítum í leiknum sem var dýrt. Varnarleikurinn þarfnast talsverðrar vinnu og þar sem hann var slakur var markvarslan ekki heldur upp á marga fiska. Björgvin steig þó upp á elleftu stundu. Fínasta byrjun hjá liðinu í erfiðum undirbúningi þar sem mörgum spurningum er ósvarað. Það var aftur á móti jákvætt að sjá þá sem fá ábyrgðina að þeir mættu ákveðnir til leiks og með sjálfstraustið í lagi.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira