Eurovision-lag Ólafs F. Jakob Bjarnar skrifar 7. janúar 2014 11:00 Lagið kom fullskapað til Ólafs, en Páll Rósinkrans syngur. Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, sendi inn í Eurovisionkeppnina mjög fallegt lag. Hann telur ólíklegt að dómnefndin, þeir sem völdu lögin áfram, hafi svo mikið sem hlustað á lagið. „Þetta er mjög fallegt lag. Og það vinnur á við hlustun. Það er svo melódískt og þú getur strax farið að syngja með,“ segir Ólafur F. Magnússon. Hann segir svo frá að lagið hafi komið til hans fullskapað árið 2010, bæði lag og ljóð. Ólafur segist ekki mikið í því að semja tónlist en þegar lagið kom var fallegt veður snemmsumars árið 2010. „Ég var mikið úti í garðinum. Feginn að vera laus úr pólitíkinni, svo mjög að ég orti þetta ljóð til ástkonu minnar; Fjallkonunnar. Ég er einlægur náttúruverndarsinni. Lagið kom bara um leið. Bara hrynjandin í ljóðinu skapaði lagið. Það var ekki samið með hjóðfæri.“ Ólafur segist ekki hafa fengist mikið við tónlist. Hann er ekki lærður tónlistarmaður og segist gutla á gítar. „Ég hef frekar fengist við ritað mál og lítið eitt við ljóð. Ég hef alltaf verið sæmilega ritfær og átt auðvelt með að yrkja. En gef mig engan veginn út fyrir að vera listamaður af neinu tagi.“ Þetta eru engir aukvisar sem Ólafur fékk sér til fulltingis til að fullvinna lagið. Vilhjálmur Guðjónsson annast útsetningu og Páll Rósinkrans syngur. „Páll hefur fallegustu karlmannsrödd á Íslandi og við hæfi að lag um Fjallkonuna sé sungið af fagurri karlmannsröddu.“ Eins og áður sagði sendi Ólafur lagið inn til þátttöku í Eurovisionsöngvakeppnina en hafði ekki erindi sem erfiði. „Ég er viss um að þetta lag hefði náð langt í söngvakeppninni ef það hefði nokkru sinni verið hlustað á það. Ég tel að af þessum 290 lögum, þá hafi þeim fallist hendur og þess vegna fengið nokkra menn útí bæ til að vinna vinnuna sína. Kannski ekki illur hugur á bak við það. Ég held að það séu ansi margir í mínum sporum, vita eiginlega ekkert hvaðan á sig stendur veðrið, margt sem bendir til að ekkert hafi verið hlusta á stóran hluta innsendra laga því dómnefndin hafi einfaldlega ekki lagt í þá miklu vinnu sem við blasti,“ segir Ólafur sem alltaf fylgist með Eurovision. Hann ætlar ekki að láta vonbrigðin yfir því að lagið færi ekki áfram elta sig. „Alls ekki.“Athugið! Hlusta má á lagið með því að smella á spilarann sem finna má við myndina. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, sendi inn í Eurovisionkeppnina mjög fallegt lag. Hann telur ólíklegt að dómnefndin, þeir sem völdu lögin áfram, hafi svo mikið sem hlustað á lagið. „Þetta er mjög fallegt lag. Og það vinnur á við hlustun. Það er svo melódískt og þú getur strax farið að syngja með,“ segir Ólafur F. Magnússon. Hann segir svo frá að lagið hafi komið til hans fullskapað árið 2010, bæði lag og ljóð. Ólafur segist ekki mikið í því að semja tónlist en þegar lagið kom var fallegt veður snemmsumars árið 2010. „Ég var mikið úti í garðinum. Feginn að vera laus úr pólitíkinni, svo mjög að ég orti þetta ljóð til ástkonu minnar; Fjallkonunnar. Ég er einlægur náttúruverndarsinni. Lagið kom bara um leið. Bara hrynjandin í ljóðinu skapaði lagið. Það var ekki samið með hjóðfæri.“ Ólafur segist ekki hafa fengist mikið við tónlist. Hann er ekki lærður tónlistarmaður og segist gutla á gítar. „Ég hef frekar fengist við ritað mál og lítið eitt við ljóð. Ég hef alltaf verið sæmilega ritfær og átt auðvelt með að yrkja. En gef mig engan veginn út fyrir að vera listamaður af neinu tagi.“ Þetta eru engir aukvisar sem Ólafur fékk sér til fulltingis til að fullvinna lagið. Vilhjálmur Guðjónsson annast útsetningu og Páll Rósinkrans syngur. „Páll hefur fallegustu karlmannsrödd á Íslandi og við hæfi að lag um Fjallkonuna sé sungið af fagurri karlmannsröddu.“ Eins og áður sagði sendi Ólafur lagið inn til þátttöku í Eurovisionsöngvakeppnina en hafði ekki erindi sem erfiði. „Ég er viss um að þetta lag hefði náð langt í söngvakeppninni ef það hefði nokkru sinni verið hlustað á það. Ég tel að af þessum 290 lögum, þá hafi þeim fallist hendur og þess vegna fengið nokkra menn útí bæ til að vinna vinnuna sína. Kannski ekki illur hugur á bak við það. Ég held að það séu ansi margir í mínum sporum, vita eiginlega ekkert hvaðan á sig stendur veðrið, margt sem bendir til að ekkert hafi verið hlusta á stóran hluta innsendra laga því dómnefndin hafi einfaldlega ekki lagt í þá miklu vinnu sem við blasti,“ segir Ólafur sem alltaf fylgist með Eurovision. Hann ætlar ekki að láta vonbrigðin yfir því að lagið færi ekki áfram elta sig. „Alls ekki.“Athugið! Hlusta má á lagið með því að smella á spilarann sem finna má við myndina.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira