Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason eru báðir í landsliðshópi Íslands fyrir EM í Danmörku. Ólafur Bjarki Ragnarsson er þó ekki í hópnum vegna meiðsla.
Aron Kristjánsson tilkynnti hópinn á blaðamannafundi í dag en liðið heldur utan til Danmerkur í fyrramálið. Fyrsti leikur Íslands verður gegn Noregi á sunnudag.
Aron tekur sautján leikmenn með sér til Danmerkur og mun því einn leikmaður vera fyrir utan hópinn fyrst um sinn. Aron tilkynnir þann leikmannahóp sem hann mun tefla fram í leiknum gegn Noregi á laugardaginn.
Guðjón Valur og Arnór Atlason fóru ekki með í æfingaferð til Þýskalands um liðna helgi vegna sinna meiðsla en eru á batavegi. Ólafur Bjarki meiddist á nára á mótinu og mun halda áfram endurhæfingu sinni hér á landi. Það er ekki útilokað að hann verði kallaður í hópinn síðar.
Arnór Þór Gunnarsson er heldur ekki í hópnum og er farinn aftur til Þýskalands þar sem hann mun æfa með sínu liði. Hann verður þó til taks ef þörf þykir, sagði Aron á fundinum í dag. Aðrir sem ekki komust í lokahópinn eru Árni Steinn Steinþórsson og Bjarki Már Elísson.
Ísland er einnig í riðli með Spáni og Ungverjalandi en þrjú efstu lið riðilsins komast áfram í milliriðlakeppnina.
Landsliðshópurinn:
Markmenn:
Aron Rafn Eðvarðsson, Guif
Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club
Aðrir leikmenn:
Arnór Atlason, St. Raphael
Aron Pálmarsson, Kiel
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Paris Handball
Bjarki Már Gunnarsson, Aue
Gunnar Steinn Jónsson, Nantes
Guðjón Valur Sigurðsson, THW Kiel
Kári Kristján Kristjánsson, Bjerringbro-Silkeborg
Ólafur Andrés Guðmundsson, Kristianstadt
Róbert Gunnarsson, Paris Handball
Rúnar Kárason, Hannover-Burgdorf
Snorri Steinn Guðjónsson, GOG
Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen
Sverre Andreas Jakobsson, TV Grosswallstadt
Vignir Svavarsson, TWD Minden
Þórir Ólafsson, KS Vive Targi Kielce
Guðjón Valur og Arnór fara á EM
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Holan var of djúp“
Körfubolti

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
Körfubolti

„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Körfubolti


„Gott að vera komin heim“
Íslenski boltinn



„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn