Útkastarinn Pawel Bartoszek skrifar 20. desember 2013 06:00 Ég þekki fólk sem vann eitt sinn hjá Útlendingastofnun. Þá var það vinnuregla að ef afgreiða átti umsókn innan 90 daga þá var hún látin liggja í hillu í vel yfir 80 daga og ekki tekin upp og opnuð fyrr en örfáum dögum fyrir lokafrest. Þeir tímarammar sem reglurnar heimiluðu voru einfaldlega nýttir í botn. Svona „Vörn gegn ráni“ hugmynd. Dvalarleyfisútgáfa með tímalás.Stórhættulegir doktorar Þegar ég vann í Háskólanum í Reykjavík voru stundum ráðnir kennarar frá svona „framandi“ löndum. Ferlið var alltaf eins: Umsókn send inn. Þremur mánuðum síðar: „Vantar fleiri gögn“. Viðbótargögnum skilað. Aftur þriggja mánaða bið. Samt var þetta bara „blásaklaust“ háskólafólk. Sem vinnustaðnum, vel að merkja, lá mjög á að fá til landsins. En einhver hugsaði samt: „Spyrjum ASÍ hvort það sé ekki einhver atvinnulaus doktor í gervigreind á Íslandi sem vantar vinnu. Búum til gervibiðlista. Vonandi hættir einhver af þessum útlendingum við.“Dyravörðurinn er rasisti Fyrir um áratug las ég um umfjöllun danska blaðsins Urban um næturlífið í Kaupmannahöfn. Þar var því haldið fram að margir skemmtistaðir væru með þá stefnu að halda fjölda fólks af erlendum uppruna undir ákveðnum mörkum. „Gömlu Danirnir“ djömmuðu síður á stöðum þar sem marga innflytjendur var að finna. Þess vegna áttu dyraverðirnir að sjá til þess að staðirnir héldust nægilega „hvítir“. Ætli menn hafi ekki notað til þess ýmis trikk: „Ert þetta þú? Myndin er óskýr!“ „Sorrý, staðurinn er troðfullur, enginn fer inn næsta hálftímann.“ Já, eða bara hið sígilda: „Fastagestir ganga fyrir.“ …en staðurinn er samt frábær! Allir inni á staðnum eru sammála um að dyravörðurinn sé algjör fáviti. Heimskur, ofbeldisfullur þursi sem reynir við allar stelpur og hótar að lemja alla menn „sem eru með kjaft“. Allir eru sammála um það. En enginn vill raunverulega breyta því. Við verðum, jú, að hafa dyravörð til að stýra flæðinu inn á staðinn. Annars væri alger troðningur við barinn. Allt of löng röð á klósettið. Og ekki nógu margar sætar einhleypar stelpur á dansgólfinu. Fáar stofnanir njóta minni virðingar en Útlendingastofnun. Og áður en einhver segir að það sé eitthvert lögmál, vegna þess óvinsæla hlutverks sem stofnunin hefur þá vil ég benda á að skatturinn, sem tekur af mér hundruð þúsunda króna í hverjum mánuði er frábær stofnun, rafvædd, nútímaleg og með hjálplegu starfsfólki. Útlendingastofnun, aftur á móti, getur ekki einu sinni birt ársskýrslur. Hún býður öllum umsækjendum að fylla út PDF-skjöl sem ekki er hægt að vista. Þær umsóknir þarf að prenta út áður en starfsmenn stofnunarinnar slá þær inn aftur. Frábær nýting á tíma fólks.Brosandi dyraverðir Þegar farið er inn á innflytjendasíðu kanadíska ríkisins er tekið á móti manni með orðunum „Come to Canada – One of the best countries in the world!“ sem sagt: „Komið til Kanada – eins besta lands í heiminum!“ Textinn er allur svona: „Ertu starfsmaður með sérþekkingu? Ertu atvinnurekandi? Viltu koma og vinna tímabundið? Ertu námsmaður? Fylltu út spurningalista til að sjá hvaða dvalarleyfi þú getur sótt um. Vissirðu að þú getur flýtt fyrir með því að fylla út rafræna umsókn? Áttu í vandræðum með umsóknina? Þú getur horft á kennslumyndband.“ Seinasta vinstristjórn gerði ekkert til að gera Ísland meira eins og Kanada. Það var reyndar samþykkt að nú væri hægt að veita fórnarlömbum mansals tímabundið dvalarleyfi. En að þetta sé það eina sem menn geta sammælst um sýnir dálítið vandann. Allir stjórnmálaflokkar tikka í boxin með frösum um fjölmenningu og auðgun mannlífs. En færri virðast, þegar á reynir, hafa þá skoðun að innflytjendastefna ætti að snúast um það að gefa raunverulegum fjölda fólks raunveruleg tækifæri. Sumir vilja í besta falli hjálpa örfáum „sem minna mega sín“. Enginn vill breyta þessu. Við hneykslumst stundum á dyraverðinum. En innst inni höldum við flest með honum. Ég meina: „Kærastan mín er þarna inni…“ Hver hefur ekki heyrt þá línu áður? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Ég þekki fólk sem vann eitt sinn hjá Útlendingastofnun. Þá var það vinnuregla að ef afgreiða átti umsókn innan 90 daga þá var hún látin liggja í hillu í vel yfir 80 daga og ekki tekin upp og opnuð fyrr en örfáum dögum fyrir lokafrest. Þeir tímarammar sem reglurnar heimiluðu voru einfaldlega nýttir í botn. Svona „Vörn gegn ráni“ hugmynd. Dvalarleyfisútgáfa með tímalás.Stórhættulegir doktorar Þegar ég vann í Háskólanum í Reykjavík voru stundum ráðnir kennarar frá svona „framandi“ löndum. Ferlið var alltaf eins: Umsókn send inn. Þremur mánuðum síðar: „Vantar fleiri gögn“. Viðbótargögnum skilað. Aftur þriggja mánaða bið. Samt var þetta bara „blásaklaust“ háskólafólk. Sem vinnustaðnum, vel að merkja, lá mjög á að fá til landsins. En einhver hugsaði samt: „Spyrjum ASÍ hvort það sé ekki einhver atvinnulaus doktor í gervigreind á Íslandi sem vantar vinnu. Búum til gervibiðlista. Vonandi hættir einhver af þessum útlendingum við.“Dyravörðurinn er rasisti Fyrir um áratug las ég um umfjöllun danska blaðsins Urban um næturlífið í Kaupmannahöfn. Þar var því haldið fram að margir skemmtistaðir væru með þá stefnu að halda fjölda fólks af erlendum uppruna undir ákveðnum mörkum. „Gömlu Danirnir“ djömmuðu síður á stöðum þar sem marga innflytjendur var að finna. Þess vegna áttu dyraverðirnir að sjá til þess að staðirnir héldust nægilega „hvítir“. Ætli menn hafi ekki notað til þess ýmis trikk: „Ert þetta þú? Myndin er óskýr!“ „Sorrý, staðurinn er troðfullur, enginn fer inn næsta hálftímann.“ Já, eða bara hið sígilda: „Fastagestir ganga fyrir.“ …en staðurinn er samt frábær! Allir inni á staðnum eru sammála um að dyravörðurinn sé algjör fáviti. Heimskur, ofbeldisfullur þursi sem reynir við allar stelpur og hótar að lemja alla menn „sem eru með kjaft“. Allir eru sammála um það. En enginn vill raunverulega breyta því. Við verðum, jú, að hafa dyravörð til að stýra flæðinu inn á staðinn. Annars væri alger troðningur við barinn. Allt of löng röð á klósettið. Og ekki nógu margar sætar einhleypar stelpur á dansgólfinu. Fáar stofnanir njóta minni virðingar en Útlendingastofnun. Og áður en einhver segir að það sé eitthvert lögmál, vegna þess óvinsæla hlutverks sem stofnunin hefur þá vil ég benda á að skatturinn, sem tekur af mér hundruð þúsunda króna í hverjum mánuði er frábær stofnun, rafvædd, nútímaleg og með hjálplegu starfsfólki. Útlendingastofnun, aftur á móti, getur ekki einu sinni birt ársskýrslur. Hún býður öllum umsækjendum að fylla út PDF-skjöl sem ekki er hægt að vista. Þær umsóknir þarf að prenta út áður en starfsmenn stofnunarinnar slá þær inn aftur. Frábær nýting á tíma fólks.Brosandi dyraverðir Þegar farið er inn á innflytjendasíðu kanadíska ríkisins er tekið á móti manni með orðunum „Come to Canada – One of the best countries in the world!“ sem sagt: „Komið til Kanada – eins besta lands í heiminum!“ Textinn er allur svona: „Ertu starfsmaður með sérþekkingu? Ertu atvinnurekandi? Viltu koma og vinna tímabundið? Ertu námsmaður? Fylltu út spurningalista til að sjá hvaða dvalarleyfi þú getur sótt um. Vissirðu að þú getur flýtt fyrir með því að fylla út rafræna umsókn? Áttu í vandræðum með umsóknina? Þú getur horft á kennslumyndband.“ Seinasta vinstristjórn gerði ekkert til að gera Ísland meira eins og Kanada. Það var reyndar samþykkt að nú væri hægt að veita fórnarlömbum mansals tímabundið dvalarleyfi. En að þetta sé það eina sem menn geta sammælst um sýnir dálítið vandann. Allir stjórnmálaflokkar tikka í boxin með frösum um fjölmenningu og auðgun mannlífs. En færri virðast, þegar á reynir, hafa þá skoðun að innflytjendastefna ætti að snúast um það að gefa raunverulegum fjölda fólks raunveruleg tækifæri. Sumir vilja í besta falli hjálpa örfáum „sem minna mega sín“. Enginn vill breyta þessu. Við hneykslumst stundum á dyraverðinum. En innst inni höldum við flest með honum. Ég meina: „Kærastan mín er þarna inni…“ Hver hefur ekki heyrt þá línu áður?