Alexander getur ekki horft á leiki íslenska landsliðsins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. desember 2013 07:00 Alexander Petersson. Mynd/Vilhelm „Það styttist í seinni hluta ferilsins hjá mér og að sjálfsögðu vil ég taka þátt í öllum mótum með landsliðinu. Líkaminn segir mér því miður að ég geti ekki verið með núna,“ segir Alexander Petersson stórskytta og einn besti handboltamaður Íslands. Hann var ekki með Íslandi á HM fyrir um ári síðan og verður ekki með á EM í janúar. Hann fór líka meiddur á EM í Serbíu árið 2012 og þurfti að yfirgefa liðið er skammt var liðið á mótið. Hann gat ekkert beitt sér og hefur því í raun misst af þremur af síðustu fjórum mótum. „Það er hrikalega erfitt að sitja heima þegar strákarnir eru að spila. Ég treysti mér ekki í að horfa á leikina. Ég fer frekar út að leika mér með krökkunum mínum. Það er of erfitt fyrir mig að horfa á.“Verri en á sama tíma í fyrra Alexander fór í axlaraðgerð á síðasta tímabili sem átti að binda enda á hans vandræði. Það gekk ekki eftir og um ári síðar er hann nánast á sama stað. „Ég er jafnvel í verra ástandi en á sama tíma í fyrra. Ég var mjög vongóður fyrir aðgerðina en hún breytti engu. Öxlin varð verri ef eitthvað er. Nú þarf ég að vinna með öxlina á hverjum einasta degi og vonast eftir því að hún lagist eitthvað. Ég fer líklega ekki aftur í aðgerð. Ef ég fer aftur í aðgerð þá gæti ég misst liðleika í öxlinni og það gæti skapað enn stærra vandamál og jafnvel orðið þess valdandi að ég þyrfti að leggja skóna á hilluna. Það sem þeir löguðu síðast er aðeins hluti vandans. Vandinn er mun stærri. Þetta er algengt álagsvandamál hjá handboltamanni.“ Axlarmeiðslin á skothendi Alexanders eru ekki ný af nálinni en ástandið hefur farið versnandi síðustu ár. Nú er staðan svo slæm að hann spilar, samt ekki alla leiki, og tekur svo takmarkaðan þátt í æfingum. „Ég æfi varla með liðinu. Spila smá vörn. Ég má ekki skjóta á markið. Það er rétt að ég má gefa sendingar. Lengra nær það ekki.“Bryður verkjalyf fyrir leiki Til þess að skyttan komist í gegnum leiki með liði sínu, Rhein-Neckar Löwen, þá þarf hún að bryðja sterk verkjalyf fyrir leiki. Það er augljóslega ekki mjög gott til lengri tíma litið. „Ég hef þurft að gera það mjög lengi núna og það er ekki gott. Lyfin virka stundum ekki og líkaminn er að versna.“ Þessi meðferð á líkamanum er augljóslega ekki góð og hefur sín áhrif á leikmanninn. „Mér líður allt í lagi daginn eftir leiki en næstu dagar þar á eftir geta verið hrikalega erfiðir. Þá get ég stundum ekki hreyft handlegginn almennilega. Get ekki sveiflað honum og það getur tekið nokkra daga að jafna sig,“ segir Alexander en hann bítur á jaxlinn í leikjum. „Þegar ég er á vellinum reyni ég að hugsa ekki um meiðslin heldur að hjálpa liðinu. Auðvitað finn ég til þegar ég skýt að marki. Þá er ég með verk í svona tíu sekúndur. Það er samt ekkert vandamál. Vandinn liggur í dögunum á milli leikja.“ Þetta stanslausa álag á líkamann með tilheyrandi verkjum og erfiðleikum hefur tekið sinn toll af leikmanninum. Bæði líkamlega og ekki síst andlega. „Það reynir á. Þetta hefur ekki alltaf verið auðvelt. Það komu nokkrir mánuðir sem voru mér miög erfiðir. Ég var þungur og oft í vondu skapi því þetta ástand var að fara í taugarnar á mér. Nú reyni ég að vera jákvæður en það er ekki alltaf auðvelt því ekkert breytist. Stundum á ég frábæran leik og læt mig dreyma um að ég sé að lagast. Svo vakna ég daginn eftir og finn að svo er alls ekki,“ segir Alexander en hann fær góðan stuðning heima fyrir. „Ég á sem betur fer frábæra konu og krakka sem styðja mig. Þau halda mér gangandi og eru dugleg að hvetja mig áfram.“Vill spila fyrir landsliðið Alexander átti frábæran leik gegn Kiel í síðustu viku. Löwen átti síðan leik gegn Hamburg nokkrum dögum seinna og þá var ekki það sama upp á teningnum. Það er því ljóst að hann hefur ekkert að gera á mót þar sem jafnvel eru spilaðir um átta leikir á tveim vikum.Noregur Slóvenía Em handbolta serbía 2012Ekki minn stíll að hvíla Hvernig lítur hann annars á framhaldið? Er eitthvað vit í því fyrir hann að reyna að halda áfram að spila með landsliðinu eins og hann er á sig kominn? „Ég hef enga trú á því að landsliðsferlinum sé lokið. Ég vil ekki hugsa um það. Auðvitað er þetta þriðja mótið af síðustu fjórum sem ég missi af. Ég fór til Serbíu og gekk frá mér þar. Það var ekkert vit í því. Ég nýt þess að spila fyrir íslenska landsliðið og vil endilega spila fleiri leiki. Ef ég get spilað þá mun ég spila með landsliðinu. Það eru leikir í sumar og vonandi get ég hjálpað liðinu þá,“ segir Alexander. Á HM 2011 var Alexander einnig að glíma við þessi meiðsli. Þá gagnrýndi þáverandi þjálfari hans, Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson fyrir að láta Alexander spila of mikið. „Þá voru meiðslin aðeins öðruvísi en þau eru núna. Ég hefði kannski átt að hvíla meira síðustu ár og fara betur með mig. Það er bara ekki minn stíll. Það er ekki ég. Allir stríðsmenn þurfa að leggja niður vopnin á endanum. Það er ekki hægt að berjast að eilífu. Ég er samt ekki hættur að berjast. Ég þarf samt smá frí núna og það verður kærkomið að geta unnið í öxlinni og hvílt hana í janúar.“ Alexander er orðinn 33 ára gamall og því farið að síga á seinni hluta ferilsins hjá honum. Hvað sér hann fyrir sér að hann geti spilað lengi í viðbót? „Eins og líkamanum líður þá gæti ég spilað í fjögur til fimm ár í viðbót. Öxlin er samt líklega ekki á sama máli. Hún vill reyna að lifa af fram á sumarið,“ segir Alexander og hlær við. EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
„Það styttist í seinni hluta ferilsins hjá mér og að sjálfsögðu vil ég taka þátt í öllum mótum með landsliðinu. Líkaminn segir mér því miður að ég geti ekki verið með núna,“ segir Alexander Petersson stórskytta og einn besti handboltamaður Íslands. Hann var ekki með Íslandi á HM fyrir um ári síðan og verður ekki með á EM í janúar. Hann fór líka meiddur á EM í Serbíu árið 2012 og þurfti að yfirgefa liðið er skammt var liðið á mótið. Hann gat ekkert beitt sér og hefur því í raun misst af þremur af síðustu fjórum mótum. „Það er hrikalega erfitt að sitja heima þegar strákarnir eru að spila. Ég treysti mér ekki í að horfa á leikina. Ég fer frekar út að leika mér með krökkunum mínum. Það er of erfitt fyrir mig að horfa á.“Verri en á sama tíma í fyrra Alexander fór í axlaraðgerð á síðasta tímabili sem átti að binda enda á hans vandræði. Það gekk ekki eftir og um ári síðar er hann nánast á sama stað. „Ég er jafnvel í verra ástandi en á sama tíma í fyrra. Ég var mjög vongóður fyrir aðgerðina en hún breytti engu. Öxlin varð verri ef eitthvað er. Nú þarf ég að vinna með öxlina á hverjum einasta degi og vonast eftir því að hún lagist eitthvað. Ég fer líklega ekki aftur í aðgerð. Ef ég fer aftur í aðgerð þá gæti ég misst liðleika í öxlinni og það gæti skapað enn stærra vandamál og jafnvel orðið þess valdandi að ég þyrfti að leggja skóna á hilluna. Það sem þeir löguðu síðast er aðeins hluti vandans. Vandinn er mun stærri. Þetta er algengt álagsvandamál hjá handboltamanni.“ Axlarmeiðslin á skothendi Alexanders eru ekki ný af nálinni en ástandið hefur farið versnandi síðustu ár. Nú er staðan svo slæm að hann spilar, samt ekki alla leiki, og tekur svo takmarkaðan þátt í æfingum. „Ég æfi varla með liðinu. Spila smá vörn. Ég má ekki skjóta á markið. Það er rétt að ég má gefa sendingar. Lengra nær það ekki.“Bryður verkjalyf fyrir leiki Til þess að skyttan komist í gegnum leiki með liði sínu, Rhein-Neckar Löwen, þá þarf hún að bryðja sterk verkjalyf fyrir leiki. Það er augljóslega ekki mjög gott til lengri tíma litið. „Ég hef þurft að gera það mjög lengi núna og það er ekki gott. Lyfin virka stundum ekki og líkaminn er að versna.“ Þessi meðferð á líkamanum er augljóslega ekki góð og hefur sín áhrif á leikmanninn. „Mér líður allt í lagi daginn eftir leiki en næstu dagar þar á eftir geta verið hrikalega erfiðir. Þá get ég stundum ekki hreyft handlegginn almennilega. Get ekki sveiflað honum og það getur tekið nokkra daga að jafna sig,“ segir Alexander en hann bítur á jaxlinn í leikjum. „Þegar ég er á vellinum reyni ég að hugsa ekki um meiðslin heldur að hjálpa liðinu. Auðvitað finn ég til þegar ég skýt að marki. Þá er ég með verk í svona tíu sekúndur. Það er samt ekkert vandamál. Vandinn liggur í dögunum á milli leikja.“ Þetta stanslausa álag á líkamann með tilheyrandi verkjum og erfiðleikum hefur tekið sinn toll af leikmanninum. Bæði líkamlega og ekki síst andlega. „Það reynir á. Þetta hefur ekki alltaf verið auðvelt. Það komu nokkrir mánuðir sem voru mér miög erfiðir. Ég var þungur og oft í vondu skapi því þetta ástand var að fara í taugarnar á mér. Nú reyni ég að vera jákvæður en það er ekki alltaf auðvelt því ekkert breytist. Stundum á ég frábæran leik og læt mig dreyma um að ég sé að lagast. Svo vakna ég daginn eftir og finn að svo er alls ekki,“ segir Alexander en hann fær góðan stuðning heima fyrir. „Ég á sem betur fer frábæra konu og krakka sem styðja mig. Þau halda mér gangandi og eru dugleg að hvetja mig áfram.“Vill spila fyrir landsliðið Alexander átti frábæran leik gegn Kiel í síðustu viku. Löwen átti síðan leik gegn Hamburg nokkrum dögum seinna og þá var ekki það sama upp á teningnum. Það er því ljóst að hann hefur ekkert að gera á mót þar sem jafnvel eru spilaðir um átta leikir á tveim vikum.Noregur Slóvenía Em handbolta serbía 2012Ekki minn stíll að hvíla Hvernig lítur hann annars á framhaldið? Er eitthvað vit í því fyrir hann að reyna að halda áfram að spila með landsliðinu eins og hann er á sig kominn? „Ég hef enga trú á því að landsliðsferlinum sé lokið. Ég vil ekki hugsa um það. Auðvitað er þetta þriðja mótið af síðustu fjórum sem ég missi af. Ég fór til Serbíu og gekk frá mér þar. Það var ekkert vit í því. Ég nýt þess að spila fyrir íslenska landsliðið og vil endilega spila fleiri leiki. Ef ég get spilað þá mun ég spila með landsliðinu. Það eru leikir í sumar og vonandi get ég hjálpað liðinu þá,“ segir Alexander. Á HM 2011 var Alexander einnig að glíma við þessi meiðsli. Þá gagnrýndi þáverandi þjálfari hans, Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson fyrir að láta Alexander spila of mikið. „Þá voru meiðslin aðeins öðruvísi en þau eru núna. Ég hefði kannski átt að hvíla meira síðustu ár og fara betur með mig. Það er bara ekki minn stíll. Það er ekki ég. Allir stríðsmenn þurfa að leggja niður vopnin á endanum. Það er ekki hægt að berjast að eilífu. Ég er samt ekki hættur að berjast. Ég þarf samt smá frí núna og það verður kærkomið að geta unnið í öxlinni og hvílt hana í janúar.“ Alexander er orðinn 33 ára gamall og því farið að síga á seinni hluta ferilsins hjá honum. Hvað sér hann fyrir sér að hann geti spilað lengi í viðbót? „Eins og líkamanum líður þá gæti ég spilað í fjögur til fimm ár í viðbót. Öxlin er samt líklega ekki á sama máli. Hún vill reyna að lifa af fram á sumarið,“ segir Alexander og hlær við.
EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira