Arnór: Ég verð bara að drekka grænan safa á aðfangadag Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. desember 2013 07:30 Arnór Atlason Mynd/AFP „Ég var í uppstökki í lok æfingar þegar ég ég fann smell í kálfanum,“ segir Arnór Atlason en hann er nýjasta spurningamerkið í landsliðshópi Íslands fyrir EM í Danmörku. „Ég hugsaði að þetta gæti bara ekki verið að gerast svona rétt fyrir mót. Ég er búinn að vera á góðu róli og þetta er ömurlegt. Þetta mót hefur verið gulrótin mín síðustu mánuði þannig að það væri hræðilegt að missa af því. Ég er samt enn bjartsýnn.“ Læknar liðs Arnórs, St. Raphael, eru búnir að skoða hann og mynda. Arnór mun svo fara í fleiri rannsóknir. Niðurstöðurnar verða svo sendar heim til lækna íslenska landsliðsins.Verð í kapphlaupi við tímann „Ég verð að bíða og sjá hver staðan er. Ég mun líklega ekki skilja almennilega eðli meiðslanna fyrr en ég sest niður með læknunum heima. Þetta er vonandi tognun en ekki rifa í vöðvanum sjálfum. Þá er málið aðeins erfiðara,“ segir Arnór en er hann búinn að afskrifa EM ef hann er með rifinn vöðva? „Nei, alls ekki. Þetta mun samt alltaf verða kapphlaup við tímann. Sama hversu slæm meiðslin eru.“ Arnór mun missa af síðustu tveimur leikjum St. Raphael og heldur heim til Íslands á morgun. „Ég er því kominn í jólafrí snemma. Það verður svo að fara vel með sig yfir jólin. Ég verð bara að drekka grænan safa á aðfangadag,“ segir Arnór léttur. Hann varð fyrir því óláni að slíta hásin í nóvember í fyrra. Fyrir vikið var hann lengi frá. Hann flutti sig svo til Frakklands síðasta sumar og var varla kominn þangað er hann puttabrotnaði. Það varð þess valdandi að hann missti nánast af öllu undirbúningstímabilinu og hefur því þurft að vinna sig rólega inn í lið St. Raphael. „Þetta er búið að vera erfitt. Ég get ekki skrifað þessi meiðsl á álag. Ég hef aldrei verið undir minna álagi. Er að spila minna en ég er vanur og við erum heldur ekki í neinni Evrópukeppni. Þessi meiðsli skrifast því á óheppni frekar en eitthvað annað. Það er gjörsamlega óþolandi. Ég er samt til í að fórna öllu til þess að geta spilað með strákunum á EM í janúar,“ segir Arnór.Mynd/AFP EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira
„Ég var í uppstökki í lok æfingar þegar ég ég fann smell í kálfanum,“ segir Arnór Atlason en hann er nýjasta spurningamerkið í landsliðshópi Íslands fyrir EM í Danmörku. „Ég hugsaði að þetta gæti bara ekki verið að gerast svona rétt fyrir mót. Ég er búinn að vera á góðu róli og þetta er ömurlegt. Þetta mót hefur verið gulrótin mín síðustu mánuði þannig að það væri hræðilegt að missa af því. Ég er samt enn bjartsýnn.“ Læknar liðs Arnórs, St. Raphael, eru búnir að skoða hann og mynda. Arnór mun svo fara í fleiri rannsóknir. Niðurstöðurnar verða svo sendar heim til lækna íslenska landsliðsins.Verð í kapphlaupi við tímann „Ég verð að bíða og sjá hver staðan er. Ég mun líklega ekki skilja almennilega eðli meiðslanna fyrr en ég sest niður með læknunum heima. Þetta er vonandi tognun en ekki rifa í vöðvanum sjálfum. Þá er málið aðeins erfiðara,“ segir Arnór en er hann búinn að afskrifa EM ef hann er með rifinn vöðva? „Nei, alls ekki. Þetta mun samt alltaf verða kapphlaup við tímann. Sama hversu slæm meiðslin eru.“ Arnór mun missa af síðustu tveimur leikjum St. Raphael og heldur heim til Íslands á morgun. „Ég er því kominn í jólafrí snemma. Það verður svo að fara vel með sig yfir jólin. Ég verð bara að drekka grænan safa á aðfangadag,“ segir Arnór léttur. Hann varð fyrir því óláni að slíta hásin í nóvember í fyrra. Fyrir vikið var hann lengi frá. Hann flutti sig svo til Frakklands síðasta sumar og var varla kominn þangað er hann puttabrotnaði. Það varð þess valdandi að hann missti nánast af öllu undirbúningstímabilinu og hefur því þurft að vinna sig rólega inn í lið St. Raphael. „Þetta er búið að vera erfitt. Ég get ekki skrifað þessi meiðsl á álag. Ég hef aldrei verið undir minna álagi. Er að spila minna en ég er vanur og við erum heldur ekki í neinni Evrópukeppni. Þessi meiðsli skrifast því á óheppni frekar en eitthvað annað. Það er gjörsamlega óþolandi. Ég er samt til í að fórna öllu til þess að geta spilað með strákunum á EM í janúar,“ segir Arnór.Mynd/AFP
EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira