Byltingin étur börnin sín Ísak Rúnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson skrifar 10. desember 2013 06:00 Þarna sátu þeir vígreifir og glaðir, búnir að útvega fé og útfæra stærstu aðgerð í sögu fyrirgreiðslupólitíkur á Íslandi, á þessari stundu voru þeir ótvíræðir sigurvegarar. Og undirritaðir, sem héldu að það besta við niðurfellingarloforðið væri óframkvæmanleiki þess, vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. En hvað veldur svo hatrammri andúð á þessum fyrirætlunum? Búsáhaldabyltingin markar ótvírætt forsögu þessa máls. Fólk var ósátt við stöðu mála og vildi úrbætur. Fólk taldi skjaldborgina ekki nógu góða en að lokum eru þeir komnir, þessir bræður, sem telja sig vera að bjarga íslenskri þjóð.Ef allt fer á besta veg… Þá búum við ennþá í landi þar sem skuldir ríkissjóðs eru yfirdrifnar, ennþá verður heilbrigðiskerfið rjúkandi rústir og ennþá mun menntakerfið halda áfram að dragast aftur úr öðrum þjóðum. Væri ekki sanngjarnast að nýta fjármuni þjóðarinnar þannig að allir fái notið en ekki einungis þeir sem tóku lán?Ef allt fer á versta veg… Þá er skatturinn ekki einu sinni löglegur. Það verða engar tekjur á móti niðurfellingunni, skuldir ríkissjóðs aukast um að minnsta kosti áttatíu milljarða í viðbót. Nýtt verðbólguskot myndast vegna aukningar á ráðstöfunartekjum sem mun þá aftur hækka húsnæðislánin. Á þá aftur að fella niður skuldir vegna nýs forsendubrests?Ábyrgð á eigin ákvörðunum Sannleikurinn, þó erfiður kunni að reynast, er sá að fólk samþykkti sjálft lánin og forsendur þeirra. Forsendurnar um að húsnæðislánin væru verðtryggð og þar með væri verðlagsáhættan í höndum lántakans. Að auki er gefið að Ísland er verðbólguland. Þegar dýrtíð ríður yfir verða hér verðbólguskot. Þegar öllu er á botninn hvolft hafði fólk val, það gat kannski ekki ráðið forsendunum, en það gat valið hversu stórt húsnæðið og hátt lánið ætti að vera eða einfaldlega leigt. Ekki má heldur gleyma því að eignirnar á bak við, sjálfar fasteigninar, fylgja til langs tíma litið almennu verðlagi.Slæmt fordæmi Hvaða fordæmi setja svona aðgerðir? Geta lántakendur ekki gert ráð fyrir því héðan í frá að þeim verði bjargað fyrir horn næst fyrst þeir þurftu ekki að axla ábyrgð á lánunum sína núna? Sérstaklega ef nógu margir taka nógu há lán á sama tíma, verður verðbólgan þá ekki alltaf forsendubrestur? Þá er líklegt að fólk taki sífellt stærri og fleiri fasteignalán og að ný fasteignabóla myndist.Skuldunum velt á komandi kynslóðir Á endanum er þetta ekki einu sinni flokkspólitískt mál, þetta snýst um það hvort fólk geti virkilega horft í augu barnanna sinna og sagt: Þið munið borga okkar skuldir. Því skuldir ríkissjóðs eru enn 1.788 milljarðar króna. Ekki er þó ætlun okkar að áfellast þá sem lánin tóku. Fæstir geta hreinskilnislega sagt að þeir hafi gert ráð fyrir því að harðna mundi í ári og þess vegna komu þeir sér ekki upp varasjóði. Slæmu lántökurnar voru skiljanleg mistök, en engu að síður mistök þeirra sem lánin tóku. Það er ekki sanngjarnt að velta ábyrgðinni yfir á ungt fólk og ófætt.Úrslitin liggja fyrir Það verða engir sigurvegarar í niðurfellingaraðgerðunum, aðeins er verið að fría sig ábyrgð og henni velt yfir á komandi kynslóðir. Fyrst og fremst þess vegna getum við sem þjóð ekki leyft þeim að ná fram að ganga. Byltingin má ekki éta börnin okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þarna sátu þeir vígreifir og glaðir, búnir að útvega fé og útfæra stærstu aðgerð í sögu fyrirgreiðslupólitíkur á Íslandi, á þessari stundu voru þeir ótvíræðir sigurvegarar. Og undirritaðir, sem héldu að það besta við niðurfellingarloforðið væri óframkvæmanleiki þess, vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. En hvað veldur svo hatrammri andúð á þessum fyrirætlunum? Búsáhaldabyltingin markar ótvírætt forsögu þessa máls. Fólk var ósátt við stöðu mála og vildi úrbætur. Fólk taldi skjaldborgina ekki nógu góða en að lokum eru þeir komnir, þessir bræður, sem telja sig vera að bjarga íslenskri þjóð.Ef allt fer á besta veg… Þá búum við ennþá í landi þar sem skuldir ríkissjóðs eru yfirdrifnar, ennþá verður heilbrigðiskerfið rjúkandi rústir og ennþá mun menntakerfið halda áfram að dragast aftur úr öðrum þjóðum. Væri ekki sanngjarnast að nýta fjármuni þjóðarinnar þannig að allir fái notið en ekki einungis þeir sem tóku lán?Ef allt fer á versta veg… Þá er skatturinn ekki einu sinni löglegur. Það verða engar tekjur á móti niðurfellingunni, skuldir ríkissjóðs aukast um að minnsta kosti áttatíu milljarða í viðbót. Nýtt verðbólguskot myndast vegna aukningar á ráðstöfunartekjum sem mun þá aftur hækka húsnæðislánin. Á þá aftur að fella niður skuldir vegna nýs forsendubrests?Ábyrgð á eigin ákvörðunum Sannleikurinn, þó erfiður kunni að reynast, er sá að fólk samþykkti sjálft lánin og forsendur þeirra. Forsendurnar um að húsnæðislánin væru verðtryggð og þar með væri verðlagsáhættan í höndum lántakans. Að auki er gefið að Ísland er verðbólguland. Þegar dýrtíð ríður yfir verða hér verðbólguskot. Þegar öllu er á botninn hvolft hafði fólk val, það gat kannski ekki ráðið forsendunum, en það gat valið hversu stórt húsnæðið og hátt lánið ætti að vera eða einfaldlega leigt. Ekki má heldur gleyma því að eignirnar á bak við, sjálfar fasteigninar, fylgja til langs tíma litið almennu verðlagi.Slæmt fordæmi Hvaða fordæmi setja svona aðgerðir? Geta lántakendur ekki gert ráð fyrir því héðan í frá að þeim verði bjargað fyrir horn næst fyrst þeir þurftu ekki að axla ábyrgð á lánunum sína núna? Sérstaklega ef nógu margir taka nógu há lán á sama tíma, verður verðbólgan þá ekki alltaf forsendubrestur? Þá er líklegt að fólk taki sífellt stærri og fleiri fasteignalán og að ný fasteignabóla myndist.Skuldunum velt á komandi kynslóðir Á endanum er þetta ekki einu sinni flokkspólitískt mál, þetta snýst um það hvort fólk geti virkilega horft í augu barnanna sinna og sagt: Þið munið borga okkar skuldir. Því skuldir ríkissjóðs eru enn 1.788 milljarðar króna. Ekki er þó ætlun okkar að áfellast þá sem lánin tóku. Fæstir geta hreinskilnislega sagt að þeir hafi gert ráð fyrir því að harðna mundi í ári og þess vegna komu þeir sér ekki upp varasjóði. Slæmu lántökurnar voru skiljanleg mistök, en engu að síður mistök þeirra sem lánin tóku. Það er ekki sanngjarnt að velta ábyrgðinni yfir á ungt fólk og ófætt.Úrslitin liggja fyrir Það verða engir sigurvegarar í niðurfellingaraðgerðunum, aðeins er verið að fría sig ábyrgð og henni velt yfir á komandi kynslóðir. Fyrst og fremst þess vegna getum við sem þjóð ekki leyft þeim að ná fram að ganga. Byltingin má ekki éta börnin okkar.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar