Pisa-skelkur Guðmundur Andri Thorsson skrifar 9. desember 2013 07:00 Eins og kunnugt er birtist sjálfsvitund þessa þjóðarkrílis ýmist í formi oflætis eða vanmetakenndar. Annaðhvort tala menn eins og Íslendingar séu frumkvöðlar allra hluta í fararbroddi á heimsvísu – eða einstök flón. Við erum hvorugt.Leiðinlegri skóla? Skelkurinn í bringunni að þessu sinni er ný könnun kennd við Pisa og leiðir í ljós að skólabörn á Íslandi dragast aftur úr jafnöldrum sínum í öðrum löndum í lestri, lestrarskilningi og stærðfræði. Einkum eru það eins og fyrri daginn blessaðir drengirnir okkar sem þykja standa sig frámunalega illa, sérstaklega í lestrarskilningi. Sumir segja að þessi könnun mæli ekki neitt sem máli skipti – bara einhverja gamaldags hæfni sem ekki reyni á í nútímasamfélagi þar sem tölvulæsi og útsjónarsemi sé mikilvægari og meira sé um vert að börnunum líði almennt vel og dregið hafi stórlega úr einelti. Aðrir eru ókátari og hafa mörg orð um að nú þurfi að auka aga í skóla; gera skólann leiðinlegri og erfiðari; það vanti meira stagl, helst að innleiða kverið gamla á ný með hundraðogelleftu meðferðinni. Líka hafa heyrst skýringar þess efnis að börn nái ekki eðlilegum málþroska því þau séu of lengi og of ung og of mörg saman á leikskólum á máltökuskeiðinu og heyri einfaldlega ekki nægilega mikið talað til þess að ná eðlilegum málþroska. Eitthvað er að minnsta kosti ekki eins og það á að vera. Ekki verður undan því litið að vaxandi lestrarerfiðleikar eru töluvert áhyggjuefni. Það kann að vera þjóðsaga að Íslendingar hafi verið upp til hópa læsir hér um aldir, en sagnaþjóð hafa þeir þó verið frá fyrstu tíð og sagnamennskan mikilvægur þáttur í sjálfsmynd og réttlætingu þjóðarinnar fyrir því að vera til ásamt annarri þeirri menningarstarfsemi sem útvarpsstjóri er farinn að skilgreina sem sérvisku. Sagnamennskan er þó ekki endilega bundin við bókina, eins og við þekkjum og kann að lifa hana af, rétt eins og hún lifði það af þegar bókin kom til sögunnar. Hitt varðar ekki síður miklu, að vondur lestrarskilningur kann að bitna á fólki og almennum skilningi í samfélaginu. Lestur er nefnilega gagnleg aðferð við að afla sér upplýsinga og skilja margbrotinn veruleika, brjóta til mergjar, hugsa. Það er slæmt að skilja ekki tiltölulega einfaldan texta og þótt viðkomandi einstaklingur geti að sjálfsögðu spjarað sig vel og átt gott og gjöfult líf án þess að lesa stafkrók, þá getur ólæsi leitt til þess að fólk dragist aftur úr öðrum á ýmsan hátt. Er nokkuð of lítið lesið á heimilum landsmanna? Skyldi það vera algengt að börn sjái foreldra sína aldrei opna bók? Ætli séu mörg heimili þar sem bækur eru ekki hafðar í skápum sem stofustáss? Fá börn skilaboð að heiman um að vert sé að lesa? Er það forsvaranlegt að eftirláta kennurunum það einvörðungu að sjá til þess að börnin tileinki sér bókmenningu og lestur?Gildi menntunar? Og stundum sækja á mann grunsemdir. Stundum hvarflar að manni að hér ríki viss tvískinnungur í menntamálum. Stjórnmálamennirnir okkar tala í ræðum sínum um gildi menntunar og nauðsyn þess að auka menntun hér og efla hana á alla lund. En er æðri menntun mikils metin í íslensku samfélagi – í rauninni? Fólk á miðjum aldri kannast allt við sögur af krökkum – iðulega strákum – sem hættu í skóla snemma og fóru út í atvinnulífið og voru komnir í einbýlishús í Grafarvogi eða Garðabæ milli tvítugs og þrítugs með bílaflotann í hlaðinu meðan langskólagengin skólasystkini hírðust í leiguherbergjum við rýran kost á rándýrum námslánum, fóru svo að vinna við starf sem þau höfðu menntað sig til og urðu ekki hálfdrættingar á við þá stuttskólagengnu sem ásamt lögfræðingum stjórna landinu sem kunnugt er. Ofan á þetta lélega kaup menntafólks bætist svívirðilegt verð á mat og öðrum nauðsynjum í þessu landi þar sem krónan nýtur ámóta helgi og lóan. Getur verið að strákarnir séu sumir hverjir geymdir í skólanum meðan þess er beðið að skyldunni ljúki og þeir geti farið að skaffa og vera eins og menn? Er hugsanlegt að þeir fái úr umhverfi sínu skilaboð þess efnis að menntun sé ekki bráðnauðsynleg til að komast áfram í lífinu – öllu fremur til trafala? Og séð sé í gegnum fingur við þá með bága frammistöðu í greinum á borð við lestur? Og þá hin – unga fólkið sem hyggur á menntun á ólíkum sviðum fræða og lista, líknar og umönnunar, tækni og vísinda: fær það kannski bein og óbein skilaboð um þessar mundir frá stjórnvöldum um að hypja sig? Ekki sé brýn þörf fyrir framlag þess. Það sem það fáist við sé kannski ágætt og jafnvel skemmtileg sérviska en ekki sé ástæða til að launa það sérstaklega umfram til dæmis skúringar eða húsvörslu. Í Laxdæla sögu segir sá norski höfðingi Ketill flatnefur um Ísland: „Í þá veiðistöð fer ég aldrei.“ Stundum finnst manni eins og verið sé leynt og ljóst að breyta samfélaginu okkar í þess háttar stað þar sem fáir höfðingjar eiga auðlindir en fjöldinn sé illa launaður og reynt sé að halda honum illa upplýstum. Þá er þess skammt að bíða að margt af okkar unga og besta fólki taki undir með Katli þegar það lítur hingað frá löndum þar sem menntun og menning er í hávegum höfð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og kunnugt er birtist sjálfsvitund þessa þjóðarkrílis ýmist í formi oflætis eða vanmetakenndar. Annaðhvort tala menn eins og Íslendingar séu frumkvöðlar allra hluta í fararbroddi á heimsvísu – eða einstök flón. Við erum hvorugt.Leiðinlegri skóla? Skelkurinn í bringunni að þessu sinni er ný könnun kennd við Pisa og leiðir í ljós að skólabörn á Íslandi dragast aftur úr jafnöldrum sínum í öðrum löndum í lestri, lestrarskilningi og stærðfræði. Einkum eru það eins og fyrri daginn blessaðir drengirnir okkar sem þykja standa sig frámunalega illa, sérstaklega í lestrarskilningi. Sumir segja að þessi könnun mæli ekki neitt sem máli skipti – bara einhverja gamaldags hæfni sem ekki reyni á í nútímasamfélagi þar sem tölvulæsi og útsjónarsemi sé mikilvægari og meira sé um vert að börnunum líði almennt vel og dregið hafi stórlega úr einelti. Aðrir eru ókátari og hafa mörg orð um að nú þurfi að auka aga í skóla; gera skólann leiðinlegri og erfiðari; það vanti meira stagl, helst að innleiða kverið gamla á ný með hundraðogelleftu meðferðinni. Líka hafa heyrst skýringar þess efnis að börn nái ekki eðlilegum málþroska því þau séu of lengi og of ung og of mörg saman á leikskólum á máltökuskeiðinu og heyri einfaldlega ekki nægilega mikið talað til þess að ná eðlilegum málþroska. Eitthvað er að minnsta kosti ekki eins og það á að vera. Ekki verður undan því litið að vaxandi lestrarerfiðleikar eru töluvert áhyggjuefni. Það kann að vera þjóðsaga að Íslendingar hafi verið upp til hópa læsir hér um aldir, en sagnaþjóð hafa þeir þó verið frá fyrstu tíð og sagnamennskan mikilvægur þáttur í sjálfsmynd og réttlætingu þjóðarinnar fyrir því að vera til ásamt annarri þeirri menningarstarfsemi sem útvarpsstjóri er farinn að skilgreina sem sérvisku. Sagnamennskan er þó ekki endilega bundin við bókina, eins og við þekkjum og kann að lifa hana af, rétt eins og hún lifði það af þegar bókin kom til sögunnar. Hitt varðar ekki síður miklu, að vondur lestrarskilningur kann að bitna á fólki og almennum skilningi í samfélaginu. Lestur er nefnilega gagnleg aðferð við að afla sér upplýsinga og skilja margbrotinn veruleika, brjóta til mergjar, hugsa. Það er slæmt að skilja ekki tiltölulega einfaldan texta og þótt viðkomandi einstaklingur geti að sjálfsögðu spjarað sig vel og átt gott og gjöfult líf án þess að lesa stafkrók, þá getur ólæsi leitt til þess að fólk dragist aftur úr öðrum á ýmsan hátt. Er nokkuð of lítið lesið á heimilum landsmanna? Skyldi það vera algengt að börn sjái foreldra sína aldrei opna bók? Ætli séu mörg heimili þar sem bækur eru ekki hafðar í skápum sem stofustáss? Fá börn skilaboð að heiman um að vert sé að lesa? Er það forsvaranlegt að eftirláta kennurunum það einvörðungu að sjá til þess að börnin tileinki sér bókmenningu og lestur?Gildi menntunar? Og stundum sækja á mann grunsemdir. Stundum hvarflar að manni að hér ríki viss tvískinnungur í menntamálum. Stjórnmálamennirnir okkar tala í ræðum sínum um gildi menntunar og nauðsyn þess að auka menntun hér og efla hana á alla lund. En er æðri menntun mikils metin í íslensku samfélagi – í rauninni? Fólk á miðjum aldri kannast allt við sögur af krökkum – iðulega strákum – sem hættu í skóla snemma og fóru út í atvinnulífið og voru komnir í einbýlishús í Grafarvogi eða Garðabæ milli tvítugs og þrítugs með bílaflotann í hlaðinu meðan langskólagengin skólasystkini hírðust í leiguherbergjum við rýran kost á rándýrum námslánum, fóru svo að vinna við starf sem þau höfðu menntað sig til og urðu ekki hálfdrættingar á við þá stuttskólagengnu sem ásamt lögfræðingum stjórna landinu sem kunnugt er. Ofan á þetta lélega kaup menntafólks bætist svívirðilegt verð á mat og öðrum nauðsynjum í þessu landi þar sem krónan nýtur ámóta helgi og lóan. Getur verið að strákarnir séu sumir hverjir geymdir í skólanum meðan þess er beðið að skyldunni ljúki og þeir geti farið að skaffa og vera eins og menn? Er hugsanlegt að þeir fái úr umhverfi sínu skilaboð þess efnis að menntun sé ekki bráðnauðsynleg til að komast áfram í lífinu – öllu fremur til trafala? Og séð sé í gegnum fingur við þá með bága frammistöðu í greinum á borð við lestur? Og þá hin – unga fólkið sem hyggur á menntun á ólíkum sviðum fræða og lista, líknar og umönnunar, tækni og vísinda: fær það kannski bein og óbein skilaboð um þessar mundir frá stjórnvöldum um að hypja sig? Ekki sé brýn þörf fyrir framlag þess. Það sem það fáist við sé kannski ágætt og jafnvel skemmtileg sérviska en ekki sé ástæða til að launa það sérstaklega umfram til dæmis skúringar eða húsvörslu. Í Laxdæla sögu segir sá norski höfðingi Ketill flatnefur um Ísland: „Í þá veiðistöð fer ég aldrei.“ Stundum finnst manni eins og verið sé leynt og ljóst að breyta samfélaginu okkar í þess háttar stað þar sem fáir höfðingjar eiga auðlindir en fjöldinn sé illa launaður og reynt sé að halda honum illa upplýstum. Þá er þess skammt að bíða að margt af okkar unga og besta fólki taki undir með Katli þegar það lítur hingað frá löndum þar sem menntun og menning er í hávegum höfð.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun