An Nabi Saleh – þar sem hernámi og kúgun er mótmælt Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 6. desember 2013 12:06 Þorpið An Nabi Saleh er lítið, en á sér gott og fallegt landbúnaðarsvæði sem landræningjar í landtökubyggðinni Hallamish hafa að verulegu leyti svipt íbúana, sem eru aðeins um 500 talsins og tilheyra allir Tamimi stórfjölskyldunni. Landtökubyggðin hefur verið reist á palestínsku landi, þétt við þorpið, og er að sjálfsögðu ólögleg samkvæmt alþjóðalögum. Íbúarnir hafa vakið heimsathygli fyrir að gefast ekki upp gagnvart ofbeldi og kúgun sem þeir eru beittir á hverjum degi af hálfu árásargjarnra landræningja og Ísraselshers. Ein alvarlegasta hlið ofbeldisins hefur verið að svipta íbúana aðgangi að vatnslind sinni en landræningjarnir í Hallamish halda því fram að vatnslindin sé á heilögum stað í sögu Ísraelsríkis til forna. Hermenn tóku að hindra aðgang Palestínumanna að vatninu og settu síðan upp útvistarsvæði fyrir fjölskyldur úr landtökubyggðinni. Um leið og lokað var fyrir vatnið til akra Palestínumanna var ráðist á þá er þeir komu til starfa á ökrum sínum. Síðan fór herinn að hindra fólk í vinnu sinni á ökrunum. Löng hefð er komin á andstöðu og mótmæli þorpsbúa gegn hernáminu. Þau hófust veturinn 2009. Síðan þá hafa verið mótmæli alla föstudaga auk einstakra aðgerða. Viðbrögð hersins hafa verið aukin kúgun. Ráðist er inn á heimilin og allir karlmenn myndaðir og staðsettir. Þetta auðveldar síðan handtökur og hefur fjöldi ungra manna verið handtekinn og þeir ákærðir fyrir að kasta grjóti og taka þátt í ólöglegum mótmælaaðgerðum.Skora á lesendur Í einum mótmælunum var ungur strákur, Ibrahim Tamimi, handtekinn af hernum og haldið í fangelsi í marga mánuði og síðan settur í stofufangelsi. Í þessum vikulegu mótmælum er fólk sært með skotum, verður fyrir táragaseitrun en hylkjum er jafnvel skotið inn á heimili þar sem smábörn eru fyrir. Margir verða fyrir táragashylkjunum, aðrir fyrir gúmmíhúðuðum stálkúlum sem geta valdið miklum skaða, meðal annars á augum og mjúkvef líkamans. Tveir hafa látist í árásum hersins. Annar þeirra var Mustafa Tamimi sem var skotinn í höfuðið úr stuttri fjarlægð. Við útför hans var ráðist á syrgjendur og fjöldi manns varð fyrir sárum af völdum gúmmístálkúla og táragaseitrun. Daglegt líf fólksins í An Nabi Saleh stjórnast af nærveru hersins. Í desember 2010 reisti herinn stóran eftirlitsturn við innkeyrslu í þorpið og setti upp hlið sem gerir þeim kleift að loka þorpið af hvenær sem er. Enn eitt vopnið sem herinn notar er svokallað skúnk-vatn, mjög illalyktandi skólp sem sprautað er á íbúana úr vatnsfallbyssum. Lyktin er svo óþolandi að ómögulegt er annað en að flýja hana. Hins vegar loðir óþverrinn við, þannig að í næstu vætu eða rigningu gýs óþefurinn upp að nýju. Þannig finnur herinn upp á nýjum og nýjum aðferðum til að freista þess að brjóta íbúana á bak aftur. En það dugir ekki. Þrátt fyrir allt þetta er An Nabi Saleh sá staður á Vesturbakkanum þar sem baráttan gegn hernáminu er virkust. Fylgjast má með fréttum þaðan á hlekknum nabisalehsolidarity.wordpress.com. Ég skora á lesendur að taka þátt í bréfamaraþoni Amnesty International dagana 6.-16. desember, til stuðnings íbúum An Nabi Saleh. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Sjá meira
Þorpið An Nabi Saleh er lítið, en á sér gott og fallegt landbúnaðarsvæði sem landræningjar í landtökubyggðinni Hallamish hafa að verulegu leyti svipt íbúana, sem eru aðeins um 500 talsins og tilheyra allir Tamimi stórfjölskyldunni. Landtökubyggðin hefur verið reist á palestínsku landi, þétt við þorpið, og er að sjálfsögðu ólögleg samkvæmt alþjóðalögum. Íbúarnir hafa vakið heimsathygli fyrir að gefast ekki upp gagnvart ofbeldi og kúgun sem þeir eru beittir á hverjum degi af hálfu árásargjarnra landræningja og Ísraselshers. Ein alvarlegasta hlið ofbeldisins hefur verið að svipta íbúana aðgangi að vatnslind sinni en landræningjarnir í Hallamish halda því fram að vatnslindin sé á heilögum stað í sögu Ísraelsríkis til forna. Hermenn tóku að hindra aðgang Palestínumanna að vatninu og settu síðan upp útvistarsvæði fyrir fjölskyldur úr landtökubyggðinni. Um leið og lokað var fyrir vatnið til akra Palestínumanna var ráðist á þá er þeir komu til starfa á ökrum sínum. Síðan fór herinn að hindra fólk í vinnu sinni á ökrunum. Löng hefð er komin á andstöðu og mótmæli þorpsbúa gegn hernáminu. Þau hófust veturinn 2009. Síðan þá hafa verið mótmæli alla föstudaga auk einstakra aðgerða. Viðbrögð hersins hafa verið aukin kúgun. Ráðist er inn á heimilin og allir karlmenn myndaðir og staðsettir. Þetta auðveldar síðan handtökur og hefur fjöldi ungra manna verið handtekinn og þeir ákærðir fyrir að kasta grjóti og taka þátt í ólöglegum mótmælaaðgerðum.Skora á lesendur Í einum mótmælunum var ungur strákur, Ibrahim Tamimi, handtekinn af hernum og haldið í fangelsi í marga mánuði og síðan settur í stofufangelsi. Í þessum vikulegu mótmælum er fólk sært með skotum, verður fyrir táragaseitrun en hylkjum er jafnvel skotið inn á heimili þar sem smábörn eru fyrir. Margir verða fyrir táragashylkjunum, aðrir fyrir gúmmíhúðuðum stálkúlum sem geta valdið miklum skaða, meðal annars á augum og mjúkvef líkamans. Tveir hafa látist í árásum hersins. Annar þeirra var Mustafa Tamimi sem var skotinn í höfuðið úr stuttri fjarlægð. Við útför hans var ráðist á syrgjendur og fjöldi manns varð fyrir sárum af völdum gúmmístálkúla og táragaseitrun. Daglegt líf fólksins í An Nabi Saleh stjórnast af nærveru hersins. Í desember 2010 reisti herinn stóran eftirlitsturn við innkeyrslu í þorpið og setti upp hlið sem gerir þeim kleift að loka þorpið af hvenær sem er. Enn eitt vopnið sem herinn notar er svokallað skúnk-vatn, mjög illalyktandi skólp sem sprautað er á íbúana úr vatnsfallbyssum. Lyktin er svo óþolandi að ómögulegt er annað en að flýja hana. Hins vegar loðir óþverrinn við, þannig að í næstu vætu eða rigningu gýs óþefurinn upp að nýju. Þannig finnur herinn upp á nýjum og nýjum aðferðum til að freista þess að brjóta íbúana á bak aftur. En það dugir ekki. Þrátt fyrir allt þetta er An Nabi Saleh sá staður á Vesturbakkanum þar sem baráttan gegn hernáminu er virkust. Fylgjast má með fréttum þaðan á hlekknum nabisalehsolidarity.wordpress.com. Ég skora á lesendur að taka þátt í bréfamaraþoni Amnesty International dagana 6.-16. desember, til stuðnings íbúum An Nabi Saleh.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar