Apple kaupir Topsy Labs Óli Kristján Ármannsson skrifar 4. desember 2013 07:00 Hér má sjá meðal annars sjá flýtihneppingu í Twitter-appið á skjá iPhone-farsíma frá Apple. Fréttablaðið/AP Eftir kaup á sprotafyrirtækinu Topsy Labs öðlast tölvu- og farsímarisinn Apple aukna innsýn í andrúmsloftið á samfélagsmiðlinum Twitter á hverjum tíma. Að sögn fréttaveitu AP rýnir Topsy í umræðuþræði á Twitter og greinir bæði viðfangsefni og einstaklinga sem áhrif hafa á almenningsálit. Sprotafyrirtækið starfrækir líka ókeypis leitarvél á netinu og segist eiga á skrá allar færslur (tvít) á Twitter allt frá árinu 2006. Nokkuð sem Twitter býður ekki einu sinni notendum sínum upp á. Kristin Huguet, talsmaður Apple, staðfesti kaupin í byrjun vikunnar, án þess að orðlengja um fyrirætlanir Apple með greiningartækjum Topsy. Þá hefur kaupverðið ekki verið gefið upp. „Apple kaupir stöku sinnum smærri tæknifyrirtæki og alla jafna ræðum við hvorki ástæður okkar fyrir því eða fyrirætlanir,“ sagði hún. Vitað er að Apple hefur árum saman reynt að auka auglýsingatekjur úr fartækjum. Meiri þekking á vinsælustu viðfangsefnum á Twitter gæti hjálpað til við auglýsingasölu í iPhone-síma og iPad-tölvur. Eins gætu kaupin einfaldlega verið gerð með það fyrir augum að útbúa leitarvirkni í iPhone sem ekki er til staðar hjá símum helstu keppinauta, sem nota Android-stýrikerfi Google. Google hefur ekki náð viðlíka höfundarréttarsamningum og Topsy sem gefa myndi leitarvél fyrirtækisins fljótvirkari og dýpri aðgang að gögnum Twitter. Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Eftir kaup á sprotafyrirtækinu Topsy Labs öðlast tölvu- og farsímarisinn Apple aukna innsýn í andrúmsloftið á samfélagsmiðlinum Twitter á hverjum tíma. Að sögn fréttaveitu AP rýnir Topsy í umræðuþræði á Twitter og greinir bæði viðfangsefni og einstaklinga sem áhrif hafa á almenningsálit. Sprotafyrirtækið starfrækir líka ókeypis leitarvél á netinu og segist eiga á skrá allar færslur (tvít) á Twitter allt frá árinu 2006. Nokkuð sem Twitter býður ekki einu sinni notendum sínum upp á. Kristin Huguet, talsmaður Apple, staðfesti kaupin í byrjun vikunnar, án þess að orðlengja um fyrirætlanir Apple með greiningartækjum Topsy. Þá hefur kaupverðið ekki verið gefið upp. „Apple kaupir stöku sinnum smærri tæknifyrirtæki og alla jafna ræðum við hvorki ástæður okkar fyrir því eða fyrirætlanir,“ sagði hún. Vitað er að Apple hefur árum saman reynt að auka auglýsingatekjur úr fartækjum. Meiri þekking á vinsælustu viðfangsefnum á Twitter gæti hjálpað til við auglýsingasölu í iPhone-síma og iPad-tölvur. Eins gætu kaupin einfaldlega verið gerð með það fyrir augum að útbúa leitarvirkni í iPhone sem ekki er til staðar hjá símum helstu keppinauta, sem nota Android-stýrikerfi Google. Google hefur ekki náð viðlíka höfundarréttarsamningum og Topsy sem gefa myndi leitarvél fyrirtækisins fljótvirkari og dýpri aðgang að gögnum Twitter.
Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira