Rúnar Kára: Ég skammast mín ekki fyrir eina sekúndu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. nóvember 2013 08:30 Rúnar fer nú til félags þar sem hann fær að spila meira en hann hefur gert hjá Löwen. Hann fær því að sanna sig almennilega í vetur og veitir ekki af þar sem hann verður samningslaus næsta sumar. Mynd/Vilhelm „Hluti af þessu starfi er að hlutirnir breytast oft fljótt. Ég átti von á þessu en hélt samt að það myndi ekki gerast fyrr en í janúar,“ segir Rúnar Kárason sem mjög óvænt er orðinn leikmaður þýska úrvalsdeildarliðsins Hannover-Burgdorf. Hann fer þangað frá liði Guðmundar Guðmundssonar, Rhein-Neckar Löwen, en spilatíminn hjá Löwen var afar takmarkaður. „Þetta er mjög góð lending fyrir mig. Þetta er gott lið í sjöunda sæti deildarinnar og aðeins tveim sætum fyrir neðan Löwen. Hérna á ég möguleika á því að spila mun meira. Ég er því mjög sáttur.“ Rúnar fékk póst frá Hannover á föstudeginum og svo var búið að ganga frá skiptunum á sunnudag. Rúnar var á sínum tíma fenginn til þess að leysa Alexander Petersson af hólmi þar sem hann væri meiddur. Hann kom svo til baka. „Þegar Lexi kom til baka fékk umboðsmaðurinn minn þau skilaboð að þeir vildu losna við mig. Vildu ekki vera að greiða þremur mönnum sem spila sömu stöðu. Ég get alveg skilið það.“Ósáttur við fá tækifæri Spánverjinn Guardiola hefur aðallega verið í því að leysa Alexander af hólmi og það var Rúnar ekki sáttur við. „Gummi mat það þannig að ég væri síðri en Spánverjinn en ég er einstaklega ósammála honum þar. Mér fannst ég ekki fá þau tækifæri sem ég átti skilið að fá. Þegar ég síðan fékk að spila þá spilaði ég vel. Ég skammast mín ekki fyrir eina sekúndu sem ég spilaði fyrir Löwen. Auðvitað var svekkjandi að fá ekki fleiri tækifæri og ég er viss um að ef ég hefði fengið jafn mörg tækifæri og Guardiola þá hefði ég leyst það betur en hann,“ sagði Rúnar ákveðinn en hann er þrátt fyrir lítinn spilatíma alls ekkert ósáttur við Guðmund þjálfara. „Hann leyfði mér að fara og ég átti allt eins von á því að hann myndi ekki leyfa mér það. Hann yrði það stressaður að eitthvað myndi gerast með meiðsli leikmanna. Við skiljum í góðu. Hann var mjög fagmannlegur og greindi mér alltaf frá stöðu mála. Hann er góður þjálfari.“Tók Grétar Sigfinn á þetta Þegar Rúnar fékk ekki tækifæri ákvað hann að leggja harðar að sér í stað þess að leggjast niður og grenja. „Ég tók bara Grétar Sigfinn á þetta. Það var ekkert annað í stöðunni. Þeir sáu það, þjálfararnir, að það var meiri kraftur í mér. Ég æfði aukalega og það hjálpaði mér þegar ég fékk tækifæri næst. Ég hef svo haldið áfram að æfa svona vel. Mér leið mjög vel hjá Löwen og féll vel inn í hópinn. Þetta var virkilega skemmtilegur tími sem ég sé ekkert eftir.“ Skyttan örvhenta var samningsbundin Löwen til loka ársins. Hannover tekur við þeim samningi þannig að Rúnar er alltaf samningslaus næsta sumar. „Þarna fæ ég að spila mikið og get sýnt mig eitthvað í deildinni fyrir framhaldið. Þeir voru að missa tvo örvhenta leikmenn og eiga að spila fimm leiki á næstu fjórtán dögum. Það verður því nóg að gera. Ég er graður í að spila og hlakka bara til.“xx xx fréttablaðið/xxFlutt frítt í boði Löwen Rúnar er nýorðinn faðir og á um mánaðargamlan son. Hann þarf því að rífa fjölskylduna upp á nýjan leik. Sjálfur er hann kominn til Hannover en von er á konu hans og barni í næstu viku. „Þar sem Löwen vildi losna við mig þá munu þeir bera allan kostnað af flutningnum. Það koma því menn og pakka og taka svo allt upp á hinum staðnum.“ Það eru líka góð tíðindi fyrir landsliðið að Rúnar sé að fara að spila á fullu en of margir landsliðsmenn okkar eru að spila lítið. „Ég mun spila átta leiki fyrir jól en kem samt í góðu formi enda æfa allir vel hjá Gumma. Ég næ að stimpla mig inn fyrir landsliðið. Ég er mjög spenntur fyrir því og það var mjög leiðinlegt að missa af síðasta verkefni en þá var sonur minn að fæðast. Ég vona svo sannarlega að ég komist með liðinu á EM í janúar,“ segir Rúnar en hann spilar sinn fyrsta leik fyrir Hannover um næstu helgi. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
„Hluti af þessu starfi er að hlutirnir breytast oft fljótt. Ég átti von á þessu en hélt samt að það myndi ekki gerast fyrr en í janúar,“ segir Rúnar Kárason sem mjög óvænt er orðinn leikmaður þýska úrvalsdeildarliðsins Hannover-Burgdorf. Hann fer þangað frá liði Guðmundar Guðmundssonar, Rhein-Neckar Löwen, en spilatíminn hjá Löwen var afar takmarkaður. „Þetta er mjög góð lending fyrir mig. Þetta er gott lið í sjöunda sæti deildarinnar og aðeins tveim sætum fyrir neðan Löwen. Hérna á ég möguleika á því að spila mun meira. Ég er því mjög sáttur.“ Rúnar fékk póst frá Hannover á föstudeginum og svo var búið að ganga frá skiptunum á sunnudag. Rúnar var á sínum tíma fenginn til þess að leysa Alexander Petersson af hólmi þar sem hann væri meiddur. Hann kom svo til baka. „Þegar Lexi kom til baka fékk umboðsmaðurinn minn þau skilaboð að þeir vildu losna við mig. Vildu ekki vera að greiða þremur mönnum sem spila sömu stöðu. Ég get alveg skilið það.“Ósáttur við fá tækifæri Spánverjinn Guardiola hefur aðallega verið í því að leysa Alexander af hólmi og það var Rúnar ekki sáttur við. „Gummi mat það þannig að ég væri síðri en Spánverjinn en ég er einstaklega ósammála honum þar. Mér fannst ég ekki fá þau tækifæri sem ég átti skilið að fá. Þegar ég síðan fékk að spila þá spilaði ég vel. Ég skammast mín ekki fyrir eina sekúndu sem ég spilaði fyrir Löwen. Auðvitað var svekkjandi að fá ekki fleiri tækifæri og ég er viss um að ef ég hefði fengið jafn mörg tækifæri og Guardiola þá hefði ég leyst það betur en hann,“ sagði Rúnar ákveðinn en hann er þrátt fyrir lítinn spilatíma alls ekkert ósáttur við Guðmund þjálfara. „Hann leyfði mér að fara og ég átti allt eins von á því að hann myndi ekki leyfa mér það. Hann yrði það stressaður að eitthvað myndi gerast með meiðsli leikmanna. Við skiljum í góðu. Hann var mjög fagmannlegur og greindi mér alltaf frá stöðu mála. Hann er góður þjálfari.“Tók Grétar Sigfinn á þetta Þegar Rúnar fékk ekki tækifæri ákvað hann að leggja harðar að sér í stað þess að leggjast niður og grenja. „Ég tók bara Grétar Sigfinn á þetta. Það var ekkert annað í stöðunni. Þeir sáu það, þjálfararnir, að það var meiri kraftur í mér. Ég æfði aukalega og það hjálpaði mér þegar ég fékk tækifæri næst. Ég hef svo haldið áfram að æfa svona vel. Mér leið mjög vel hjá Löwen og féll vel inn í hópinn. Þetta var virkilega skemmtilegur tími sem ég sé ekkert eftir.“ Skyttan örvhenta var samningsbundin Löwen til loka ársins. Hannover tekur við þeim samningi þannig að Rúnar er alltaf samningslaus næsta sumar. „Þarna fæ ég að spila mikið og get sýnt mig eitthvað í deildinni fyrir framhaldið. Þeir voru að missa tvo örvhenta leikmenn og eiga að spila fimm leiki á næstu fjórtán dögum. Það verður því nóg að gera. Ég er graður í að spila og hlakka bara til.“xx xx fréttablaðið/xxFlutt frítt í boði Löwen Rúnar er nýorðinn faðir og á um mánaðargamlan son. Hann þarf því að rífa fjölskylduna upp á nýjan leik. Sjálfur er hann kominn til Hannover en von er á konu hans og barni í næstu viku. „Þar sem Löwen vildi losna við mig þá munu þeir bera allan kostnað af flutningnum. Það koma því menn og pakka og taka svo allt upp á hinum staðnum.“ Það eru líka góð tíðindi fyrir landsliðið að Rúnar sé að fara að spila á fullu en of margir landsliðsmenn okkar eru að spila lítið. „Ég mun spila átta leiki fyrir jól en kem samt í góðu formi enda æfa allir vel hjá Gumma. Ég næ að stimpla mig inn fyrir landsliðið. Ég er mjög spenntur fyrir því og það var mjög leiðinlegt að missa af síðasta verkefni en þá var sonur minn að fæðast. Ég vona svo sannarlega að ég komist með liðinu á EM í janúar,“ segir Rúnar en hann spilar sinn fyrsta leik fyrir Hannover um næstu helgi.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira