Höfnin hundrað ára Hjálmar Sveinsson skrifar 20. nóvember 2013 06:00 Áttunda mars árið 1913 kom Gufuskipið Edward Grieg til Reykjavíkur og flutti með sér járnbrautarteina, gufulyftara og eimreiðina Minör. Mánuði síðar fór Minör í sína fyrstu ferð í Öskjuhlíðina að sækja grjót. Þá var hafin hafnargerð í Reykjavík. Næstu fjögur árin var Grandagarður lagður út í Örfirisey og svo Ingólfsgarður og Norðurgarður sem mynda mynni gömlu hafnarinnar með gulum vitum á sitt hvorum enda. Kaupmenn og verslunarstjórar í Kvosinni höfðu um langan tíma hvatt til þess að ráðist yrði í hafnargerðina. Þeir vildu fá örugga höfn sem næst verslunarhúsum sínum og skemmum. Fyrsta áratuginn eftir að hafnargerðinni lauk fimmfaldaðist heildarlestafjöldi skipanna sem komu til Reykjavíkur og vörumagnið fjórfaldaðist. Hafnargerðin í Reykjavík 1913 til 1917 var aðgangsmiði borgarinnar að nútímanum. Sá nútími byggði og byggir umfram allt á iðnvæddri framleiðslu, öflugri verslun og skilvirkum samgöngum. Höfnin varð þungmiðja atvinnulífs í Reykjavík og um leið miðstöð verslunar og viðskipta í landinu. Skipafélög settu skemmur sínar og höfuðstöðvar niður við höfnina og mörg af stærstu útgerðarfélögum landsins gerðu út frá höfninni og starfræktu fiskvinnslu í stórum stíl. Enn í dag er „Gamla höfnin“ ein öflugasta sjávarútvegshöfn landsins. Við Vesturhöfnina á sér stað verðmætasköpun á heimsmælikvarða í krafti þekkingar, hugvits og hátæknivæddra framleiðslufyrirtækja. Á síðasta ári var um 108 000 tonnum af sjávarafla landað í Reykjavík. Sundahöfn hefur hins vegar tekið við hlutverki flutningahafnar með háþróaðri upp- og útskipunartækni og gríðarstórum vöruhótelum.Þríþætt starfsemi Segja má að hafnargerðinni í Reykjavík hafi aldrei lokið. Eftir 1917 var haldið áfram að koma upp viðleguköntum, byggja nýja bakka og bryggjur og útbúa svæði fyrir atvinnustarfsemi við hafnakantinn. Þannig er það enn þann dag í dag. Hafnarstarfsemin hefur á hverjum tíma þjónað samfélaginu og lagað sig að kröfum nýrra lífshátta og atvinnuhátta Í dag er starfsemin við höfnina þríþætt. Gegnt sjávarútvegsfyrirtækjunum í vesturhöfninni hefur Harpa risið, glæsilegasta tónleikahús landsins og þótt víðar væri leitað. En við suðurhluta hafnarinnar dafna ferðaþjónustufyrirtæki í kringum hvalaskoðunarferðir. Höfnin er því allt í senn sjávarútvegshöfn, ferðaþjónustuhöfn, afþreyingarhöfn og menningarhöfn. Eitt brýnasta verkefni hafnarstjórnarinnar er að tryggja að þetta skemmtilega sambýli fjölbreytilegrar hafnsækinnar starfsemi gangi sem best fyrir sig. Í skýrslu sem unnin var fyrr á þessu ári um þróun og atvinnustarfsemi í Gömlu höfninni kemur fram að 193 fyrirtæki eru starfrækt við höfnina. Mikil fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu undanfarna áratugi, stóraukinn innflutningur og útflutningur og efling iðnaðar hefur gert starfsemi hafnarinnar enn umfangsmeiri en áður og sérhæfðari. Fyrirtækið Faxaflóahafnir sf var stofnað 1. Janúar 2005. Það á og rekur fjórar hafnir: Reykjavíkurhöfn, Grundartangahöfn, Akraneshöfn og Borgarneshöfn. Fyrirtækið er sameignarfélag fimm sveitarfélaga: Reykjavíkurborgar, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar. Í tilefni þess að hundrað ár eru liðin síðan hafnargerðin hófst í Reykjavík samþykkti stjórn fyrirtækisins í ágúst 2011 að ráða Guðjón Friðriksson sagnfræðing til að skrifa sögu Faxaflóahafna. Sagan er nú komin út á bók í tveimur bindum, ríkulega skreyttum ljósmyndum, og heitir „Hér heilsast skipin“. Hún á erindi til allra sem hafa áhuga á verslunarsögu, samgöngusögu, sjávarútvegssögu, atvinnuháttassögu, verkalýðssögu og sögu Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Halldór 22.03.2025 Halldór Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt Skoðun Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon Skoðun Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfsblekkingin um íslenskt herleysi Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar Skoðun Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson skrifar Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðeins um undirskriftir G. Jökull Gíslason skrifar Skoðun Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Vannýttur vegkafli í G-dúr Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun „Stoltir af því að fórna píslarvottum“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Svar óskast Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar Skoðun Öll börn eiga rétt á öryggi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar Skoðun Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Áttunda mars árið 1913 kom Gufuskipið Edward Grieg til Reykjavíkur og flutti með sér járnbrautarteina, gufulyftara og eimreiðina Minör. Mánuði síðar fór Minör í sína fyrstu ferð í Öskjuhlíðina að sækja grjót. Þá var hafin hafnargerð í Reykjavík. Næstu fjögur árin var Grandagarður lagður út í Örfirisey og svo Ingólfsgarður og Norðurgarður sem mynda mynni gömlu hafnarinnar með gulum vitum á sitt hvorum enda. Kaupmenn og verslunarstjórar í Kvosinni höfðu um langan tíma hvatt til þess að ráðist yrði í hafnargerðina. Þeir vildu fá örugga höfn sem næst verslunarhúsum sínum og skemmum. Fyrsta áratuginn eftir að hafnargerðinni lauk fimmfaldaðist heildarlestafjöldi skipanna sem komu til Reykjavíkur og vörumagnið fjórfaldaðist. Hafnargerðin í Reykjavík 1913 til 1917 var aðgangsmiði borgarinnar að nútímanum. Sá nútími byggði og byggir umfram allt á iðnvæddri framleiðslu, öflugri verslun og skilvirkum samgöngum. Höfnin varð þungmiðja atvinnulífs í Reykjavík og um leið miðstöð verslunar og viðskipta í landinu. Skipafélög settu skemmur sínar og höfuðstöðvar niður við höfnina og mörg af stærstu útgerðarfélögum landsins gerðu út frá höfninni og starfræktu fiskvinnslu í stórum stíl. Enn í dag er „Gamla höfnin“ ein öflugasta sjávarútvegshöfn landsins. Við Vesturhöfnina á sér stað verðmætasköpun á heimsmælikvarða í krafti þekkingar, hugvits og hátæknivæddra framleiðslufyrirtækja. Á síðasta ári var um 108 000 tonnum af sjávarafla landað í Reykjavík. Sundahöfn hefur hins vegar tekið við hlutverki flutningahafnar með háþróaðri upp- og útskipunartækni og gríðarstórum vöruhótelum.Þríþætt starfsemi Segja má að hafnargerðinni í Reykjavík hafi aldrei lokið. Eftir 1917 var haldið áfram að koma upp viðleguköntum, byggja nýja bakka og bryggjur og útbúa svæði fyrir atvinnustarfsemi við hafnakantinn. Þannig er það enn þann dag í dag. Hafnarstarfsemin hefur á hverjum tíma þjónað samfélaginu og lagað sig að kröfum nýrra lífshátta og atvinnuhátta Í dag er starfsemin við höfnina þríþætt. Gegnt sjávarútvegsfyrirtækjunum í vesturhöfninni hefur Harpa risið, glæsilegasta tónleikahús landsins og þótt víðar væri leitað. En við suðurhluta hafnarinnar dafna ferðaþjónustufyrirtæki í kringum hvalaskoðunarferðir. Höfnin er því allt í senn sjávarútvegshöfn, ferðaþjónustuhöfn, afþreyingarhöfn og menningarhöfn. Eitt brýnasta verkefni hafnarstjórnarinnar er að tryggja að þetta skemmtilega sambýli fjölbreytilegrar hafnsækinnar starfsemi gangi sem best fyrir sig. Í skýrslu sem unnin var fyrr á þessu ári um þróun og atvinnustarfsemi í Gömlu höfninni kemur fram að 193 fyrirtæki eru starfrækt við höfnina. Mikil fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu undanfarna áratugi, stóraukinn innflutningur og útflutningur og efling iðnaðar hefur gert starfsemi hafnarinnar enn umfangsmeiri en áður og sérhæfðari. Fyrirtækið Faxaflóahafnir sf var stofnað 1. Janúar 2005. Það á og rekur fjórar hafnir: Reykjavíkurhöfn, Grundartangahöfn, Akraneshöfn og Borgarneshöfn. Fyrirtækið er sameignarfélag fimm sveitarfélaga: Reykjavíkurborgar, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar. Í tilefni þess að hundrað ár eru liðin síðan hafnargerðin hófst í Reykjavík samþykkti stjórn fyrirtækisins í ágúst 2011 að ráða Guðjón Friðriksson sagnfræðing til að skrifa sögu Faxaflóahafna. Sagan er nú komin út á bók í tveimur bindum, ríkulega skreyttum ljósmyndum, og heitir „Hér heilsast skipin“. Hún á erindi til allra sem hafa áhuga á verslunarsögu, samgöngusögu, sjávarútvegssögu, atvinnuháttassögu, verkalýðssögu og sögu Reykjavíkur.
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar
Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar
Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar
Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun