Fótbolti

Níu mörk og ekkert tap í síðustu fjórum útileikjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki tapað keppnisleik á útivelli í meira en eitt ár eða síðan liðið tapaði 0-1 á móti Kýpur í september í fyrra.

Síðan þá hafa íslensku strákarnir leikið fjóra útileiki í röð í undankeppni HM án þess að tapa (2 sigrar og 2 jafntefli). Íslenska liðið hefur einnig skorað í öllum þessum leikjum, samtals níu mörk.

Gylfi Þór Sigurðsson (til hægri) hefur komið að sex þessara marka (þrjú mörk og þrjár stoðsendingar) og Jóhann Berg Guðmundsson skoraði þrennu í 4-4 jafnteflinu í Sviss.

Íslenska liðið hefur lent í mótlæti í leikjunum, var til dæmis undir í samtals 84 mínútur í leikjunum í Slóveníu og Sviss en tókst samt að fá eitthvað út úr leikjunum – 2-1 sigur í Slóveníu og 4-4 jafntefli í Sviss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×