Regnbogalisti í vor Stefán Jón Hafstein skrifar 2. nóvember 2013 06:00 Á einum degi breyttust stjórnmálin í höfuðborginni. Stórt óvissugap tók við þar sem áður stóð skrifað að Besti flokkurinn undir forystu Jóns Gnarr stæði sterkastur allra. Enginn augljós kraftur fyllir þetta tóm sjálfkrafa. Nú er veður til að skapa.Skylda félagshyggjuafla Með því að sameinast um framboð í borginni munu VG, Samfylking og Björt framtíð brjóta af sér tilvistarkreppuna sem kjósendur skópu þeim í alþingiskosningunum í vor. Verði inntakið rétt. Framboð um bætt lýðræði, umhverfi, jafnrétti og batnandi borg á mikla möguleika í vor. Sé það ekki byggt á niðurnjörvuðum hugmyndum um „flokkasamstarf“ heldur einlægum vilja til að bjóða borgarbúum öllum (sem upp til hópa eru ekki í stjórnmálaflokki) til uppbyggilegrar samræðu og samráðs um hvert beri að stefna. Og skapa til þess tæki sem dugar út næsta kjörtímabil og áfram. Nú hafa félagshyggjuflokkarnir tækifæri til að læra af útreiðinni í síðustu borgarstjórnarkosningum og aftur í vor leið þegar þeim var hafnað í alþingiskosningum. Umbreyta sjálfum sér og endurheimta traust og umboð til góðra verka.Ef ekki núna – þá hvenær? Ég horfði á „kappræður“ forystumanna kvöldið fyrir kosningar í vor. Kata Jak, Árni Páll, Gummi Steingríms. Hvers vegna keppir þetta fólk hvert við annað þegar svo margt sameinar þau? Bætum við Lýðræðisvaktinni, Dögun og Pírötum auk nokkurra í viðbót og við höfum breiða fylkingu samfélagslega þenkjandi fólks sem í pólitísku eðli sínu er hugsjónafólk fyrir almannahagsmunum, jafnræði og frjálslyndu samfélagi sem byggir á jöfnuði. Ólíkt fólk, vissulega. Já, en, þúsundir atkvæða falla dauð, fleiri en nokkru sinni fyrr vegna þess að hin ýmsu framborðsform eru yfirsterkari inntakinu. Þetta er móðgun við allt félagslega þenkjandi fólk. Nú bíður borgin eftir breyttu mynstri.Reykjavíkurlisti – Regnbogalisti? Í vor verða 20 ár frá því ég tók þátt í að skapa Reykjavíkurlista, ásamt hundruðum manna innan fjögurra flokka og utan. Sögulegur sigur fór í hönd og þrjú kjörtímabil sem breyttu borginni. Tveimur árum eftir sigur Reykjavíkurlistans bauð kjarni þess hóps fram sundraður í alþingiskosningum og beið afhroð sem er svipað því sem álíka öfl fengu í vor leið. Endalaus ríkisstjórn Framsóknar og íhalds tók við. Er ekki lærdómur í þessu fólginn? Erum við dæmd til að endurtaka stöðugt sömu mistökin og einkenndu nánast alla tuttugustu öldina á þeirri tuttugustu og fyrstu? Regnbogalistinn bíður þess að verða borinn fram í vor.Hvernig? Ég vil ekki eyðileggja hugmyndina með því að útfæra hana. Segi aðeins að þessir þrír flokkar eigi að ákveða framboð og bjóða fleirum með sér að því frágengnu. Breiða út faðm, brosa og boða nýja tíð. Laða fram það besta í öllum og sýna örlæti við hvert annað. Samkvæmt nýjstu skoðanakönnun á landsvísu hafa Samfylking, VG, BF og Píratar samtals um 50% fylgi. Ég mæli af talsverðri reynslu þegar ég fullyrði að þessu sé hægt að breyta í 55-60% fylgi í borgarstjórnarkosningum. Ekki með því að leggja saman rýran höfuðstól hvers og eins heldur með því að skapa nýja heild sem er stærri en summan af pörtunum. Af því að það er það sem fólkið vill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á einum degi breyttust stjórnmálin í höfuðborginni. Stórt óvissugap tók við þar sem áður stóð skrifað að Besti flokkurinn undir forystu Jóns Gnarr stæði sterkastur allra. Enginn augljós kraftur fyllir þetta tóm sjálfkrafa. Nú er veður til að skapa.Skylda félagshyggjuafla Með því að sameinast um framboð í borginni munu VG, Samfylking og Björt framtíð brjóta af sér tilvistarkreppuna sem kjósendur skópu þeim í alþingiskosningunum í vor. Verði inntakið rétt. Framboð um bætt lýðræði, umhverfi, jafnrétti og batnandi borg á mikla möguleika í vor. Sé það ekki byggt á niðurnjörvuðum hugmyndum um „flokkasamstarf“ heldur einlægum vilja til að bjóða borgarbúum öllum (sem upp til hópa eru ekki í stjórnmálaflokki) til uppbyggilegrar samræðu og samráðs um hvert beri að stefna. Og skapa til þess tæki sem dugar út næsta kjörtímabil og áfram. Nú hafa félagshyggjuflokkarnir tækifæri til að læra af útreiðinni í síðustu borgarstjórnarkosningum og aftur í vor leið þegar þeim var hafnað í alþingiskosningum. Umbreyta sjálfum sér og endurheimta traust og umboð til góðra verka.Ef ekki núna – þá hvenær? Ég horfði á „kappræður“ forystumanna kvöldið fyrir kosningar í vor. Kata Jak, Árni Páll, Gummi Steingríms. Hvers vegna keppir þetta fólk hvert við annað þegar svo margt sameinar þau? Bætum við Lýðræðisvaktinni, Dögun og Pírötum auk nokkurra í viðbót og við höfum breiða fylkingu samfélagslega þenkjandi fólks sem í pólitísku eðli sínu er hugsjónafólk fyrir almannahagsmunum, jafnræði og frjálslyndu samfélagi sem byggir á jöfnuði. Ólíkt fólk, vissulega. Já, en, þúsundir atkvæða falla dauð, fleiri en nokkru sinni fyrr vegna þess að hin ýmsu framborðsform eru yfirsterkari inntakinu. Þetta er móðgun við allt félagslega þenkjandi fólk. Nú bíður borgin eftir breyttu mynstri.Reykjavíkurlisti – Regnbogalisti? Í vor verða 20 ár frá því ég tók þátt í að skapa Reykjavíkurlista, ásamt hundruðum manna innan fjögurra flokka og utan. Sögulegur sigur fór í hönd og þrjú kjörtímabil sem breyttu borginni. Tveimur árum eftir sigur Reykjavíkurlistans bauð kjarni þess hóps fram sundraður í alþingiskosningum og beið afhroð sem er svipað því sem álíka öfl fengu í vor leið. Endalaus ríkisstjórn Framsóknar og íhalds tók við. Er ekki lærdómur í þessu fólginn? Erum við dæmd til að endurtaka stöðugt sömu mistökin og einkenndu nánast alla tuttugustu öldina á þeirri tuttugustu og fyrstu? Regnbogalistinn bíður þess að verða borinn fram í vor.Hvernig? Ég vil ekki eyðileggja hugmyndina með því að útfæra hana. Segi aðeins að þessir þrír flokkar eigi að ákveða framboð og bjóða fleirum með sér að því frágengnu. Breiða út faðm, brosa og boða nýja tíð. Laða fram það besta í öllum og sýna örlæti við hvert annað. Samkvæmt nýjstu skoðanakönnun á landsvísu hafa Samfylking, VG, BF og Píratar samtals um 50% fylgi. Ég mæli af talsverðri reynslu þegar ég fullyrði að þessu sé hægt að breyta í 55-60% fylgi í borgarstjórnarkosningum. Ekki með því að leggja saman rýran höfuðstól hvers og eins heldur með því að skapa nýja heild sem er stærri en summan af pörtunum. Af því að það er það sem fólkið vill.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar