Var rúmliggjandi á tímabili og í uppgjafarhug Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. nóvember 2013 07:00 Ísland mun eiga skíðagöngumann á Vetrarólympíuleikunum í Sochi. Hér er Sævar Birgisson með gönguskíðin sín þegar hann var við æfingar í Austurríki á dögunum. Mynd/Úr einkasafni „Það er búið að snjóa töluvert og þetta er það besta sem maður kemst í á Norðurlöndunum eins og staðan er núna,“ segir skíðagöngukappinn Sævar Birgisson. Sævar hefur verið við æfingar í Hlíðarfjalli á Akureyri í vikunni ásamt Brynjari Leó Kristinssyni. Báðir stefna á þátttöku í Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi í febrúar. Þá verða tuttugu ár síðan Ísland átti síðast fulltrúa í skíðagöngukeppni leikanna. Síðan Daníel Jakobsson og Rögnvaldur Ingþórsson kepptu í Lillehammer 1994 hefur Ísland aðeins átt fulltrúa í alpagreinum. Sævar hefur þegar náð lágmarkinu fyrir leikana í sprettgöngu (skaut) og 15 kílómetra göngu með hefðbundinni aðferð. Brynjar Leó vinnur að því hörðum höndum. Sævar þekkir vel til í Lillehammer en þar gekk hann í skíðamenntaskóla á árunum 2005-2008. Sauðkrækingurinn uppaldi, sem varð 25 ára á árinu, ætlaði sér stóra hluti.xxxxRúmliggjandi um tíma „Fljótlega eftir að ég kláraði skólann varð ég hálfónýtur í nokkur tímabil,“ segir Sævar sem greindist með hryggikt. Hann segist hafa íhugað að hætta keppni. „Ég var eiginlega búinn að gefast upp á þessu. Á tímabili var ég rúmliggjandi,“ segir Sævar sem fékk lyf við gigtinni. Ekki tók betra við þegar hann fékk gat á magann í miðri keppni. Hann segir gigtina að einhverju leyti ættgenga en ekki hafi hjálpað til að hann gekk fram af sjálfum sér árin þrjú í Noregi. „Ég fékk ýmis einkenni og var greindur með hitt og þetta,“ segir Sævar og lýsir stöðu sinni í dag þannig að hann sé 95% góður. Hann hefur verið á lyfjum við gigtinni í þrjú ár en kaflaskil urðu þegar hann landaði Íslandsmeistaratitlinum árið 2011 eftir þrjú erfið ár á undan. Þá kviknaði áhugi á að taka skíðagönguna föstum tökum á nýjan leik. Þrjú ár voru í Vetrarólympíuleikana.Flutti til Noregs „Það var kannski meira draumur en markmið í fyrstu. En þegar æfingar gengu vel og líkaminn svaraði vel tók ég hlé frá námi mínu og flutti til Noregs,“ segir Sævar sem var byrjaður í námi við Háskólann á Bifröst. „Ég ákvað að gera þetta almennilega fyrst ég væri að þessu,“ segir Sævar og nú er hann á lokametrunum. Nú eru 98 dagar þar til eldurinn verður tendraður í Sochi og æfingar hafa verið stífar. Sævar er tiltölulega nýkominn úr tveggja vikna æfingabúðum í Austurríki. Þar höfðu þeir Brynjar Leó bækistöðvar í um 1.800 metra hæð og æfðu í 2.600 metra hæð. „Í Sochi verður keppt í 1.500 metrum svo að við þurfum að aðlagast því,“ segir Sævar sem heldur í næstu viku til Svíþjóðar og svo Noregs. Þeir Brynjar Leó hafa æft með sænsku félagi undanfarið ár enda í sérflokki íslenskra skíðagöngumanna sem stendur. Þeir eru hins vegar í þeirri stöðu að þurfa að berjast um eitt laust sæti sem Íslandi stendur til boða í skíðagöngukeppninni í Sochi.Enginn leiðindarígur „Það er ekkert atriði hjá okkur. Við æfum mikið saman og njótum góðs af því. Það þýðir ekkert að vera með leiðindaríg,“ segir Sævar. Hann bendir á að þeir hafi ekki haft neina æfingafélaga á Íslandi í mörg ár og því treyst hvor á annan. Sævar keppir á móti í Finnlandi um miðjan nóvember. Góður árangur gæti lyft honum upp á heimslistanum. Kæmist Sævar ofar en í 300. sæti á heimslistanum yrði það til þess að Ólympíulágmark myndi duga þeim báðum. Ekki þyrfti að velja á milli þeirra tveggja varðandi eitt laust sæti. „Við vonumst til þess að það verði svoleiðis.“ Íþróttir Mest lesið Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Í beinni: Pólland - Ísland | Mæta heimaliðinu í magnaðri stemningu Körfubolti Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslenski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Í beinni: Rayo Vallecano - Barcelona | Snúið próf fyrir Börsunga Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Í beinni: Fram - Valur | Tæp staða toppliðsins Í beinni: Víkingur - Breiðablik | Risaleikur í Fossvogi Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Í beinni: Pólland - Ísland | Mæta heimaliðinu í magnaðri stemningu Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslendingar hita upp í Katowice Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð HSÍ skiptir út merki sambandsins Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Feðgarnir slógust eftir leik Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Spilar á HM í rúgbý með stómapoka Sjá meira
„Það er búið að snjóa töluvert og þetta er það besta sem maður kemst í á Norðurlöndunum eins og staðan er núna,“ segir skíðagöngukappinn Sævar Birgisson. Sævar hefur verið við æfingar í Hlíðarfjalli á Akureyri í vikunni ásamt Brynjari Leó Kristinssyni. Báðir stefna á þátttöku í Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi í febrúar. Þá verða tuttugu ár síðan Ísland átti síðast fulltrúa í skíðagöngukeppni leikanna. Síðan Daníel Jakobsson og Rögnvaldur Ingþórsson kepptu í Lillehammer 1994 hefur Ísland aðeins átt fulltrúa í alpagreinum. Sævar hefur þegar náð lágmarkinu fyrir leikana í sprettgöngu (skaut) og 15 kílómetra göngu með hefðbundinni aðferð. Brynjar Leó vinnur að því hörðum höndum. Sævar þekkir vel til í Lillehammer en þar gekk hann í skíðamenntaskóla á árunum 2005-2008. Sauðkrækingurinn uppaldi, sem varð 25 ára á árinu, ætlaði sér stóra hluti.xxxxRúmliggjandi um tíma „Fljótlega eftir að ég kláraði skólann varð ég hálfónýtur í nokkur tímabil,“ segir Sævar sem greindist með hryggikt. Hann segist hafa íhugað að hætta keppni. „Ég var eiginlega búinn að gefast upp á þessu. Á tímabili var ég rúmliggjandi,“ segir Sævar sem fékk lyf við gigtinni. Ekki tók betra við þegar hann fékk gat á magann í miðri keppni. Hann segir gigtina að einhverju leyti ættgenga en ekki hafi hjálpað til að hann gekk fram af sjálfum sér árin þrjú í Noregi. „Ég fékk ýmis einkenni og var greindur með hitt og þetta,“ segir Sævar og lýsir stöðu sinni í dag þannig að hann sé 95% góður. Hann hefur verið á lyfjum við gigtinni í þrjú ár en kaflaskil urðu þegar hann landaði Íslandsmeistaratitlinum árið 2011 eftir þrjú erfið ár á undan. Þá kviknaði áhugi á að taka skíðagönguna föstum tökum á nýjan leik. Þrjú ár voru í Vetrarólympíuleikana.Flutti til Noregs „Það var kannski meira draumur en markmið í fyrstu. En þegar æfingar gengu vel og líkaminn svaraði vel tók ég hlé frá námi mínu og flutti til Noregs,“ segir Sævar sem var byrjaður í námi við Háskólann á Bifröst. „Ég ákvað að gera þetta almennilega fyrst ég væri að þessu,“ segir Sævar og nú er hann á lokametrunum. Nú eru 98 dagar þar til eldurinn verður tendraður í Sochi og æfingar hafa verið stífar. Sævar er tiltölulega nýkominn úr tveggja vikna æfingabúðum í Austurríki. Þar höfðu þeir Brynjar Leó bækistöðvar í um 1.800 metra hæð og æfðu í 2.600 metra hæð. „Í Sochi verður keppt í 1.500 metrum svo að við þurfum að aðlagast því,“ segir Sævar sem heldur í næstu viku til Svíþjóðar og svo Noregs. Þeir Brynjar Leó hafa æft með sænsku félagi undanfarið ár enda í sérflokki íslenskra skíðagöngumanna sem stendur. Þeir eru hins vegar í þeirri stöðu að þurfa að berjast um eitt laust sæti sem Íslandi stendur til boða í skíðagöngukeppninni í Sochi.Enginn leiðindarígur „Það er ekkert atriði hjá okkur. Við æfum mikið saman og njótum góðs af því. Það þýðir ekkert að vera með leiðindaríg,“ segir Sævar. Hann bendir á að þeir hafi ekki haft neina æfingafélaga á Íslandi í mörg ár og því treyst hvor á annan. Sævar keppir á móti í Finnlandi um miðjan nóvember. Góður árangur gæti lyft honum upp á heimslistanum. Kæmist Sævar ofar en í 300. sæti á heimslistanum yrði það til þess að Ólympíulágmark myndi duga þeim báðum. Ekki þyrfti að velja á milli þeirra tveggja varðandi eitt laust sæti. „Við vonumst til þess að það verði svoleiðis.“
Íþróttir Mest lesið Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Í beinni: Pólland - Ísland | Mæta heimaliðinu í magnaðri stemningu Körfubolti Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslenski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Í beinni: Rayo Vallecano - Barcelona | Snúið próf fyrir Börsunga Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Í beinni: Fram - Valur | Tæp staða toppliðsins Í beinni: Víkingur - Breiðablik | Risaleikur í Fossvogi Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Í beinni: Pólland - Ísland | Mæta heimaliðinu í magnaðri stemningu Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslendingar hita upp í Katowice Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð HSÍ skiptir út merki sambandsins Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Feðgarnir slógust eftir leik Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Spilar á HM í rúgbý með stómapoka Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki