Blæðingin stöðvuð Elín Hirst skrifar 3. október 2013 06:00 Staða ríkissjóðs minnir mig á sjúkling með alvarlega blæðingu. Verði blæðingin ekki stöðvuð er sjúklingurinn í bráðri hættu. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2014 gefur hins vegar fyrirheit um að skorist verði í leikinn og að sjúklingurinn nái fullri heilsu. Í ár munu 30 milljarðar, sem við eigum ekki til, renna úr ríkiskassanum. Eytt hefur verið um efni fram, eins og undanfarin fjögur ár. Peningana verður að taka að láni og ríkissjóður þarf að sjálfsögðu að greiða vexti og afborganir af þessu lánsfé. Vextirnir eru blóðpeningar, svo ég noti áfram sömu myndlíkingu, sem annars gætu farið í mikilvæg verkefni. Ríkissjóður greiðir nú um 70 milljarða í vexti af lánum sínum árlega. Það er eins og nýr Landspítali. Ríkisbókhaldið er í raun og veru ekkert öðruvísi en venjulegt heimilisbókhald. Hugsum okkur fjölskyldu sem eyðir um efni fram. Á hverju ári þarf hún að taka bankalán til þess að endar nái saman. Þessi snjóbolti er fljótur að stækka og stöðugt fer meira af heimilistekjunum í vexti og afborganir. En nú hefur fjölskyldan ákveðið að stokka upp spilin til að losna út úr þessum vítahring. Það er alls ekki sársaukalaust. Hugmyndir um að stækka sumarbústaðinn verður að leggja til hliðar, hinni árlegu utanlandsferð er slegið á frest og ýmislegt fleira er gert til að endar nái saman. En með því að ná jöfnuði í heimilisbókhaldinu fær fjölskyldan smátt og smátt meira fé til ráðstöfunar og getur veitt sér ýmsa hluti án þess að taka fyrir því lán. Ný fjárlög fyrir árið 2014 hafa nú verið kynnt. Markmiðið er skýrt, að ná hallalausum ríkisrekstri. Þetta er algjörlega nauðsynlegt að mínu mati. Hagvöxtur á Íslandi er of lítill og fjárfesting sömuleiðis. Hvort tveggja leggur grunn að betri lífskjörum til framtíðar. Núverandi ríkisstjórn er með það efst á blaði að snúa við þessari þróun. Við sem tilheyrum stjórnarliðinu höfum fjögur ár til stefnu til að virkja Ísland til framfara á nýjan leik. Þjóðin á það skilið að við skilum okkar verki vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Staða ríkissjóðs minnir mig á sjúkling með alvarlega blæðingu. Verði blæðingin ekki stöðvuð er sjúklingurinn í bráðri hættu. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2014 gefur hins vegar fyrirheit um að skorist verði í leikinn og að sjúklingurinn nái fullri heilsu. Í ár munu 30 milljarðar, sem við eigum ekki til, renna úr ríkiskassanum. Eytt hefur verið um efni fram, eins og undanfarin fjögur ár. Peningana verður að taka að láni og ríkissjóður þarf að sjálfsögðu að greiða vexti og afborganir af þessu lánsfé. Vextirnir eru blóðpeningar, svo ég noti áfram sömu myndlíkingu, sem annars gætu farið í mikilvæg verkefni. Ríkissjóður greiðir nú um 70 milljarða í vexti af lánum sínum árlega. Það er eins og nýr Landspítali. Ríkisbókhaldið er í raun og veru ekkert öðruvísi en venjulegt heimilisbókhald. Hugsum okkur fjölskyldu sem eyðir um efni fram. Á hverju ári þarf hún að taka bankalán til þess að endar nái saman. Þessi snjóbolti er fljótur að stækka og stöðugt fer meira af heimilistekjunum í vexti og afborganir. En nú hefur fjölskyldan ákveðið að stokka upp spilin til að losna út úr þessum vítahring. Það er alls ekki sársaukalaust. Hugmyndir um að stækka sumarbústaðinn verður að leggja til hliðar, hinni árlegu utanlandsferð er slegið á frest og ýmislegt fleira er gert til að endar nái saman. En með því að ná jöfnuði í heimilisbókhaldinu fær fjölskyldan smátt og smátt meira fé til ráðstöfunar og getur veitt sér ýmsa hluti án þess að taka fyrir því lán. Ný fjárlög fyrir árið 2014 hafa nú verið kynnt. Markmiðið er skýrt, að ná hallalausum ríkisrekstri. Þetta er algjörlega nauðsynlegt að mínu mati. Hagvöxtur á Íslandi er of lítill og fjárfesting sömuleiðis. Hvort tveggja leggur grunn að betri lífskjörum til framtíðar. Núverandi ríkisstjórn er með það efst á blaði að snúa við þessari þróun. Við sem tilheyrum stjórnarliðinu höfum fjögur ár til stefnu til að virkja Ísland til framfara á nýjan leik. Þjóðin á það skilið að við skilum okkar verki vel.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun