

Góðar fréttir fyrir austurhverfin
Skipulagið markar tímamót. Með því er horfið frá bílmiðuðu skipulagi borgarinnar, sem hefur ríkt hér í 50 ár, og tekið upp skipulag sem setur manneskjuna í öndvegi. Hvers konar skipulag er það? Jú, þannig skipulag leggur ekki sífellt nýtt land undir byggð heldur þéttir byggðina sem fyrir er og styttir þannig vegalengdir í borginni. Það leggur áherslu á gatnakerfi þar sem vistvænir ferðamátar eru í fyrirrúmi. Það skapar meira öryggi og betri lýðheilsu. Það takmarkar hæðir húsa og verndar gamla borgarhluta. Það leggur áherslu á almenningsrými og mannlega mælikvarða. Það skapar meira skjól og samfelldari húsaraðir. Það verndar græn svæði.
Þetta eru góðar fréttir fyrir borgarbúa, ekki síst þá sem búa austast í borginni. Gert er ráð fyrir að á tímabilinu 2010 til 2030 fjölgi Reykvíkingum um rúmlega 20.000. Ef reist verða ný úthverfi á útivistarsvæðunum austan við núverandi byggð verður þrengt verulega að fólkinu sem býr nú þegar við borgarjaðarinn á mörkum náttúru og byggðar. Þá verða úthverfi að innhverfum og bílaumferðin á stofnbrautum borgarinnar austur og vestur kvölds og morgna margfaldast. Það mun lengja vegina í borginni, kalla á óhemju dýrar framkvæmdir við umferðarmannvirki, auka svifryksmengun og vinna gegn almenningssamgöngum, hagkvæmri nýtingu innviða og skynsamlegri landnýtingu. Það er algjörlega glatað.
Hinar góðu fréttirnar eru skýr fókus í aðalskipulaginu á sjálfbærari borgarhverfi. Fókusinn beinist að því hvernig hverfin geta sem best notið sín hvert á sinni forsendu og að því hvernig efla má þjónustu inni í hverfunum. Aðalskipulagið leggur til að mynda bann við því að matvöruverslanir verði opnaðar á athafnasvæðum utan við íbúabyggðina. Slíkt fyrirkomulag rústar hverfisþjónustunni.
Skoðun

A Genuinely Inclusive University
Giti Chandra skrifar

Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu
Einar Steingrímsson skrifar

Sjálfsblekkingin um íslenskt herleysi
Bjarni Már Magnússon skrifar

Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl
Vilhjálmur Hilmarsson skrifar

Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu?
Þorri Snæbjörnsson skrifar

Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda
Grace Achieng skrifar

Sokkar og Downs heilkenni
Guðmundur Ármann Pétursson skrifar

Heilsugæslan í vanda
Teitur Guðmundsson skrifar

Aðeins um undirskriftir
G. Jökull Gíslason skrifar

Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn
Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar

Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Vannýttur vegkafli í G-dúr
Jens Garðar Helgason skrifar

„Stoltir af því að fórna píslarvottum“
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Misþyrming mannanafna
Eiríkur Rögnvaldsson skrifar

Svar óskast
Hólmgeir Baldursson skrifar

Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu
Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar

Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna?
Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar

Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Misskilningur frú Sæland
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra!
Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar

Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja?
Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar

Strandveiðar - afvegaleidd umræða
Magnús Jónsson skrifar

Öll börn eiga rétt á öryggi
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi
Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar

Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur
Magnús Magnússon skrifar

Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin?
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar

Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar