Dómsvald Vegagerðarinnar Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 24. september 2013 06:00 Nú er unnið að því að leggja Álftanesveg í gegnum Gálgahraun. Vegagerðin hefur fyrirskipað Íslenskum aðalverktökum að ráðast í hraunið þrátt fyrir að fern náttúruverndarsamtök með Hraunavini í broddi fylkingar hafi höfðað mál til að skera úr um hvort framkvæmdin sé lögleg. Deilt er um gildi framkvæmdaleyfis og umhverfismats. Framkvæmdaleyfið var gefið út árið 2009 til eins árs og er því útrunnið. Þá er umhverfismatið orðið meira en ellefu ára gamalt. Tveir úrskurðir hafa gengið um málið á stjórnsýslustigi og hafa þeir snúist um formhlið málsins en ekki efni. Það þótti því nauðsynlegt að leita álits dómstóla á lögmæti framkvæmdarinnar og því var mál þess efnis þingfest í sumar. Í stað þess að sýna vandaða stjórnsýslu og bíða niðurstöðu dómstóla ákváðu forsvarsmenn Vegagerðarinnar að skrifa undir verksamning við Íslenska aðalverktaka tveimur vikum eftir þingfestinguna. Þeir þrýsta á verktakann að hefjast nú þegar handa við að ryðja hraunið. Með því brýtur stofnunin stjórnsýslulög og stjórnarskrárvarin réttindi almennings. Í 70. gr. stjórnarskrárinnar segir að allir eigi rétt á að fá úrlausn um réttindi sín með réttlátri málsmeðferð fyrir dómstólum. Í 12. gr. stjórnsýslulaga er fjallað um svonefnda meðalhófsreglu, en þar segir að stjórnvald skuli aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði verður ekki náð með öðru og vægara móti. Inntak meðalhófsreglunnar er m.a. að þegar val stendur um fleiri úrræði en eitt til þess að þjóna settu markmiði, skuli velja það úrræði sem minnstri röskun veldur. Í þessu ljósi ber Vegagerðinni að bíða niðurstöðu dómstóla áður en hún hefur óafturkræfar framkvæmdir í Gálgahrauni. Vegamálastjóri hefur engu að síður fullyrt í fjölmiðlum að stofnunin þurfi ekki að bíða niðurstöðu dómstóla og virðist þannig álíta að stofnunin sé þriðja dómstigið í landinu. Vegagerðin heyrir undir innanríkisráðherra. Sami ráðherra er yfirmaður dómsmála og á sem slíkur að gæta þess að almenningur njóti réttaröryggis gagnvart ríkisstofnunum. Því ber ráðherranum að sjá til þess að deilan um vegagerð í Gálgahrauni verði leyst fyrir dómstólum líkt og siðaðra manna er háttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Nú er unnið að því að leggja Álftanesveg í gegnum Gálgahraun. Vegagerðin hefur fyrirskipað Íslenskum aðalverktökum að ráðast í hraunið þrátt fyrir að fern náttúruverndarsamtök með Hraunavini í broddi fylkingar hafi höfðað mál til að skera úr um hvort framkvæmdin sé lögleg. Deilt er um gildi framkvæmdaleyfis og umhverfismats. Framkvæmdaleyfið var gefið út árið 2009 til eins árs og er því útrunnið. Þá er umhverfismatið orðið meira en ellefu ára gamalt. Tveir úrskurðir hafa gengið um málið á stjórnsýslustigi og hafa þeir snúist um formhlið málsins en ekki efni. Það þótti því nauðsynlegt að leita álits dómstóla á lögmæti framkvæmdarinnar og því var mál þess efnis þingfest í sumar. Í stað þess að sýna vandaða stjórnsýslu og bíða niðurstöðu dómstóla ákváðu forsvarsmenn Vegagerðarinnar að skrifa undir verksamning við Íslenska aðalverktaka tveimur vikum eftir þingfestinguna. Þeir þrýsta á verktakann að hefjast nú þegar handa við að ryðja hraunið. Með því brýtur stofnunin stjórnsýslulög og stjórnarskrárvarin réttindi almennings. Í 70. gr. stjórnarskrárinnar segir að allir eigi rétt á að fá úrlausn um réttindi sín með réttlátri málsmeðferð fyrir dómstólum. Í 12. gr. stjórnsýslulaga er fjallað um svonefnda meðalhófsreglu, en þar segir að stjórnvald skuli aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði verður ekki náð með öðru og vægara móti. Inntak meðalhófsreglunnar er m.a. að þegar val stendur um fleiri úrræði en eitt til þess að þjóna settu markmiði, skuli velja það úrræði sem minnstri röskun veldur. Í þessu ljósi ber Vegagerðinni að bíða niðurstöðu dómstóla áður en hún hefur óafturkræfar framkvæmdir í Gálgahrauni. Vegamálastjóri hefur engu að síður fullyrt í fjölmiðlum að stofnunin þurfi ekki að bíða niðurstöðu dómstóla og virðist þannig álíta að stofnunin sé þriðja dómstigið í landinu. Vegagerðin heyrir undir innanríkisráðherra. Sami ráðherra er yfirmaður dómsmála og á sem slíkur að gæta þess að almenningur njóti réttaröryggis gagnvart ríkisstofnunum. Því ber ráðherranum að sjá til þess að deilan um vegagerð í Gálgahrauni verði leyst fyrir dómstólum líkt og siðaðra manna er háttur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar