Dómsvald Vegagerðarinnar Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 24. september 2013 06:00 Nú er unnið að því að leggja Álftanesveg í gegnum Gálgahraun. Vegagerðin hefur fyrirskipað Íslenskum aðalverktökum að ráðast í hraunið þrátt fyrir að fern náttúruverndarsamtök með Hraunavini í broddi fylkingar hafi höfðað mál til að skera úr um hvort framkvæmdin sé lögleg. Deilt er um gildi framkvæmdaleyfis og umhverfismats. Framkvæmdaleyfið var gefið út árið 2009 til eins árs og er því útrunnið. Þá er umhverfismatið orðið meira en ellefu ára gamalt. Tveir úrskurðir hafa gengið um málið á stjórnsýslustigi og hafa þeir snúist um formhlið málsins en ekki efni. Það þótti því nauðsynlegt að leita álits dómstóla á lögmæti framkvæmdarinnar og því var mál þess efnis þingfest í sumar. Í stað þess að sýna vandaða stjórnsýslu og bíða niðurstöðu dómstóla ákváðu forsvarsmenn Vegagerðarinnar að skrifa undir verksamning við Íslenska aðalverktaka tveimur vikum eftir þingfestinguna. Þeir þrýsta á verktakann að hefjast nú þegar handa við að ryðja hraunið. Með því brýtur stofnunin stjórnsýslulög og stjórnarskrárvarin réttindi almennings. Í 70. gr. stjórnarskrárinnar segir að allir eigi rétt á að fá úrlausn um réttindi sín með réttlátri málsmeðferð fyrir dómstólum. Í 12. gr. stjórnsýslulaga er fjallað um svonefnda meðalhófsreglu, en þar segir að stjórnvald skuli aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði verður ekki náð með öðru og vægara móti. Inntak meðalhófsreglunnar er m.a. að þegar val stendur um fleiri úrræði en eitt til þess að þjóna settu markmiði, skuli velja það úrræði sem minnstri röskun veldur. Í þessu ljósi ber Vegagerðinni að bíða niðurstöðu dómstóla áður en hún hefur óafturkræfar framkvæmdir í Gálgahrauni. Vegamálastjóri hefur engu að síður fullyrt í fjölmiðlum að stofnunin þurfi ekki að bíða niðurstöðu dómstóla og virðist þannig álíta að stofnunin sé þriðja dómstigið í landinu. Vegagerðin heyrir undir innanríkisráðherra. Sami ráðherra er yfirmaður dómsmála og á sem slíkur að gæta þess að almenningur njóti réttaröryggis gagnvart ríkisstofnunum. Því ber ráðherranum að sjá til þess að deilan um vegagerð í Gálgahrauni verði leyst fyrir dómstólum líkt og siðaðra manna er háttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er unnið að því að leggja Álftanesveg í gegnum Gálgahraun. Vegagerðin hefur fyrirskipað Íslenskum aðalverktökum að ráðast í hraunið þrátt fyrir að fern náttúruverndarsamtök með Hraunavini í broddi fylkingar hafi höfðað mál til að skera úr um hvort framkvæmdin sé lögleg. Deilt er um gildi framkvæmdaleyfis og umhverfismats. Framkvæmdaleyfið var gefið út árið 2009 til eins árs og er því útrunnið. Þá er umhverfismatið orðið meira en ellefu ára gamalt. Tveir úrskurðir hafa gengið um málið á stjórnsýslustigi og hafa þeir snúist um formhlið málsins en ekki efni. Það þótti því nauðsynlegt að leita álits dómstóla á lögmæti framkvæmdarinnar og því var mál þess efnis þingfest í sumar. Í stað þess að sýna vandaða stjórnsýslu og bíða niðurstöðu dómstóla ákváðu forsvarsmenn Vegagerðarinnar að skrifa undir verksamning við Íslenska aðalverktaka tveimur vikum eftir þingfestinguna. Þeir þrýsta á verktakann að hefjast nú þegar handa við að ryðja hraunið. Með því brýtur stofnunin stjórnsýslulög og stjórnarskrárvarin réttindi almennings. Í 70. gr. stjórnarskrárinnar segir að allir eigi rétt á að fá úrlausn um réttindi sín með réttlátri málsmeðferð fyrir dómstólum. Í 12. gr. stjórnsýslulaga er fjallað um svonefnda meðalhófsreglu, en þar segir að stjórnvald skuli aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði verður ekki náð með öðru og vægara móti. Inntak meðalhófsreglunnar er m.a. að þegar val stendur um fleiri úrræði en eitt til þess að þjóna settu markmiði, skuli velja það úrræði sem minnstri röskun veldur. Í þessu ljósi ber Vegagerðinni að bíða niðurstöðu dómstóla áður en hún hefur óafturkræfar framkvæmdir í Gálgahrauni. Vegamálastjóri hefur engu að síður fullyrt í fjölmiðlum að stofnunin þurfi ekki að bíða niðurstöðu dómstóla og virðist þannig álíta að stofnunin sé þriðja dómstigið í landinu. Vegagerðin heyrir undir innanríkisráðherra. Sami ráðherra er yfirmaður dómsmála og á sem slíkur að gæta þess að almenningur njóti réttaröryggis gagnvart ríkisstofnunum. Því ber ráðherranum að sjá til þess að deilan um vegagerð í Gálgahrauni verði leyst fyrir dómstólum líkt og siðaðra manna er háttur.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar