Hversu margra lífa er listin virði? Kári Finnsson skrifar 7. september 2013 06:00 Fyrir tæpum tveimur mánuðum óskaði Detroit-borg í Bandaríkjunum eftir gjaldþrotaskiptum og fól sú beiðni í sér stærsta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna. Gjaldþrotið er metið eftir skuldum sem nema tæplega 20 milljörðum Bandaríkjadollara (til samanburðar er verg landsframleiðsla Íslands í kringum 14 milljarðar Bandaríkjadollara). Ljóst þykir að sækja þarf víða í innviði borgarinnar til að greiða upp skuldir hennar, en meðal eigna borgarinnar eru stórmerkileg listaverk í Detroit Institute of Art-safninu. Á meðal þeirra listaverka sem eru í eigu safnsins eru verðmæt málverk eftir Rembrandt, Matisse, van Gogh og Picasso – svo að örfáir listamenn séu nefndir – og það er álitið eitt af stærstu og mikilvægustu söfnum Bandaríkjanna. Safneignin hefur samkvæmt ýmsum heimildum verið metin á yfir milljarð Bandaríkjadollara og safnstjórinn, Graham Beal, hefur látið hafa eftir sér að sala á safneigninni jafngildi lokun safnsins. Engu að síður hafa ýmsir áhyggjufullir borgarbúar Detroit klórað sér í hausnum og spurt sig: „Hversu margra lífa virði er verk eftir Rembrandt?“ Vert er að hafa þessi vandamál Detroit-borgar í huga þegar við lesum nýlegt lesendabréf Kolbrúnar Halldórsdóttur, forseta Bandalags íslenskra listamanna, og ummæli Gríms Gíslasonar, formanns kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, um niðurskurð til menningarmála. Vandinn er í senn einfaldur og flókinn: Ríkið þarf að skera niður og megnið af menningarstarfsemi Íslands er háð ríkisstyrkjum.Umræða á villigötum Þau hafa bæði rangt fyrir sér. Grímur áttar sig ekki á því að þegar hann skellir sér á popptónleika þá hlustar hann yfirleitt á hljómsveitir sem eru styrktar af ríkinu með einum eða öðrum hætti, hvort sem það er í gegnum styrki til útflutnings eða upptöku á tónlist þeirra. Hann virðist einnig ekki skilja að ef listir eru alfarið háðar duttlungum markaðsafla þá er mjög takmarkaður vettvangur fyrir tilraunamennsku og nýsköpun í listum, sem er einmitt nákvæmlega það sem hefur gert íslenskar listir einstakar og eftirsóknarverðar. Kolbrún nefnir máli sínu til stuðnings að skapandi greinar velti í kringum 190 milljörðum króna, en þar eru meðtaldar greinar sem þurfa mismikinn stuðning frá ríkinu og skila að sama skapi afar mismiklum arði. Þótt þessi háa velta sé fagnaðarefni þá er hæpið að nota hana sem mælikvarða á velgengni lista og menningar á Íslandi í heild sinni. Ástæðan er sú að sumar skapandi greinar, líkt og til dæmis tölvuleikjagerð CCP (sem er stór hluti heildarveltunnar) þrífst mjög vel í markaðsumhverfi og getur skilað miklum arði á meðan aðrar greinar gera það ekki. Ef við skilyrðum styrkveitingu ríkisins til lista út frá veltu þeirra eða útflutningsverðmæti, þá er hætta á að listsköpun sem skilar litlum tekjum og öðlast ekki miklar vinsældir mæti afgangi og hljóti ekki þann stuðning sem hún þarf. Íslensk danslist ætti t.d. ekki auðvelt uppdráttar ef stuðningur við hana væri háður því að hún skilaði háum tekjum. Þessi hugsunarháttur, þótt hann geti jafnvel leitt af sér frekari styrki, gefur til kynna að markmiðið sé alltaf að auka tekjur þjóðarinnar. Möguleg arðsemi í listum og áhugi útlendinga á þeim geta óneitanlega verið ánægjulegir fylgifiskar listsköpunar – þau eru hins vegar ekki forsenda hennar.Niðurskurður er óumflýjanlegur Þótt Ísland sé ekki gjaldþrota eins og Detroit, þá hljóta atburðir síðustu ára að fá okkur til að hugsa tvisvar um fjárhagslega framtíð okkar. Niðurskurður er óumflýjanlegur, sama hvað okkur kann að finnast og ríkisstyrkir til lista ættu ekki að sleppa undan hnífnum frekar en aðrir liðir fjárlaga. Sama hvað ríkisstjórnin ákveður að gera, þá verður menningarlíf okkar að blómstra til framtíðar. Það mun ekki gerast með rifrildi um hvort ríkið ætti að leggja fé til menningar heldur með einbeittri umræðu um hvernig við getum tryggt öflugt menningarlíf á Íslandi. Við þurfum styrkjakerfi fyrir listir sem er síbreytilegt og í stöðugri endurskoðun en að sama skapi þurfum við kerfi sem er ekki háð því að stjórnmálamenn búi yfir ítarlegri þekkingu á starfsumhverfi Retro Stefsonar eða Ragnars Kjartanssonar. Því fyrir hverja Kolbrúnu Halldórsdóttur sem hefur starfað í menningargeiranum munum við alltaf hafa einhvern Grím Gíslason sem hefur mjög takmarkaða hugmynd um hvernig menning er starfrækt á Íslandi. Það er ekkert einfalt svar við spurningunni um hversu margra lífa listin er virði, enda er spurningin í senn vitlaus og ólíkleg til gefandi umræðna. Við verðum að búa til skýrt og áreiðanlegt styrkjakerfi fyrir listir – bæði með framlögum ríkis og einkaaðila – svo að við neyðumst ekki til að svara henni. Við eigum undarlega ríkan og sterkan menningararf sem við getum verið verulega stolt af. Sóum honum ekki í marklausan skotgrafahernað. Leiðrétting var gerð á nafni forseta Bandalags íslenskra listamanna að beiðni greinarhöfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Finnsson Mest lesið Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum tveimur mánuðum óskaði Detroit-borg í Bandaríkjunum eftir gjaldþrotaskiptum og fól sú beiðni í sér stærsta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna. Gjaldþrotið er metið eftir skuldum sem nema tæplega 20 milljörðum Bandaríkjadollara (til samanburðar er verg landsframleiðsla Íslands í kringum 14 milljarðar Bandaríkjadollara). Ljóst þykir að sækja þarf víða í innviði borgarinnar til að greiða upp skuldir hennar, en meðal eigna borgarinnar eru stórmerkileg listaverk í Detroit Institute of Art-safninu. Á meðal þeirra listaverka sem eru í eigu safnsins eru verðmæt málverk eftir Rembrandt, Matisse, van Gogh og Picasso – svo að örfáir listamenn séu nefndir – og það er álitið eitt af stærstu og mikilvægustu söfnum Bandaríkjanna. Safneignin hefur samkvæmt ýmsum heimildum verið metin á yfir milljarð Bandaríkjadollara og safnstjórinn, Graham Beal, hefur látið hafa eftir sér að sala á safneigninni jafngildi lokun safnsins. Engu að síður hafa ýmsir áhyggjufullir borgarbúar Detroit klórað sér í hausnum og spurt sig: „Hversu margra lífa virði er verk eftir Rembrandt?“ Vert er að hafa þessi vandamál Detroit-borgar í huga þegar við lesum nýlegt lesendabréf Kolbrúnar Halldórsdóttur, forseta Bandalags íslenskra listamanna, og ummæli Gríms Gíslasonar, formanns kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, um niðurskurð til menningarmála. Vandinn er í senn einfaldur og flókinn: Ríkið þarf að skera niður og megnið af menningarstarfsemi Íslands er háð ríkisstyrkjum.Umræða á villigötum Þau hafa bæði rangt fyrir sér. Grímur áttar sig ekki á því að þegar hann skellir sér á popptónleika þá hlustar hann yfirleitt á hljómsveitir sem eru styrktar af ríkinu með einum eða öðrum hætti, hvort sem það er í gegnum styrki til útflutnings eða upptöku á tónlist þeirra. Hann virðist einnig ekki skilja að ef listir eru alfarið háðar duttlungum markaðsafla þá er mjög takmarkaður vettvangur fyrir tilraunamennsku og nýsköpun í listum, sem er einmitt nákvæmlega það sem hefur gert íslenskar listir einstakar og eftirsóknarverðar. Kolbrún nefnir máli sínu til stuðnings að skapandi greinar velti í kringum 190 milljörðum króna, en þar eru meðtaldar greinar sem þurfa mismikinn stuðning frá ríkinu og skila að sama skapi afar mismiklum arði. Þótt þessi háa velta sé fagnaðarefni þá er hæpið að nota hana sem mælikvarða á velgengni lista og menningar á Íslandi í heild sinni. Ástæðan er sú að sumar skapandi greinar, líkt og til dæmis tölvuleikjagerð CCP (sem er stór hluti heildarveltunnar) þrífst mjög vel í markaðsumhverfi og getur skilað miklum arði á meðan aðrar greinar gera það ekki. Ef við skilyrðum styrkveitingu ríkisins til lista út frá veltu þeirra eða útflutningsverðmæti, þá er hætta á að listsköpun sem skilar litlum tekjum og öðlast ekki miklar vinsældir mæti afgangi og hljóti ekki þann stuðning sem hún þarf. Íslensk danslist ætti t.d. ekki auðvelt uppdráttar ef stuðningur við hana væri háður því að hún skilaði háum tekjum. Þessi hugsunarháttur, þótt hann geti jafnvel leitt af sér frekari styrki, gefur til kynna að markmiðið sé alltaf að auka tekjur þjóðarinnar. Möguleg arðsemi í listum og áhugi útlendinga á þeim geta óneitanlega verið ánægjulegir fylgifiskar listsköpunar – þau eru hins vegar ekki forsenda hennar.Niðurskurður er óumflýjanlegur Þótt Ísland sé ekki gjaldþrota eins og Detroit, þá hljóta atburðir síðustu ára að fá okkur til að hugsa tvisvar um fjárhagslega framtíð okkar. Niðurskurður er óumflýjanlegur, sama hvað okkur kann að finnast og ríkisstyrkir til lista ættu ekki að sleppa undan hnífnum frekar en aðrir liðir fjárlaga. Sama hvað ríkisstjórnin ákveður að gera, þá verður menningarlíf okkar að blómstra til framtíðar. Það mun ekki gerast með rifrildi um hvort ríkið ætti að leggja fé til menningar heldur með einbeittri umræðu um hvernig við getum tryggt öflugt menningarlíf á Íslandi. Við þurfum styrkjakerfi fyrir listir sem er síbreytilegt og í stöðugri endurskoðun en að sama skapi þurfum við kerfi sem er ekki háð því að stjórnmálamenn búi yfir ítarlegri þekkingu á starfsumhverfi Retro Stefsonar eða Ragnars Kjartanssonar. Því fyrir hverja Kolbrúnu Halldórsdóttur sem hefur starfað í menningargeiranum munum við alltaf hafa einhvern Grím Gíslason sem hefur mjög takmarkaða hugmynd um hvernig menning er starfrækt á Íslandi. Það er ekkert einfalt svar við spurningunni um hversu margra lífa listin er virði, enda er spurningin í senn vitlaus og ólíkleg til gefandi umræðna. Við verðum að búa til skýrt og áreiðanlegt styrkjakerfi fyrir listir – bæði með framlögum ríkis og einkaaðila – svo að við neyðumst ekki til að svara henni. Við eigum undarlega ríkan og sterkan menningararf sem við getum verið verulega stolt af. Sóum honum ekki í marklausan skotgrafahernað. Leiðrétting var gerð á nafni forseta Bandalags íslenskra listamanna að beiðni greinarhöfundar.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun