Lögregla egndi gildru fyrir súkkulaðikúgara Stígur Helgason skrifar 4. september 2013 00:01 Finni Geirssyni barst torkennilegt bréf í janúarlok í fyrra. Það innihélt meðal annars tvö súkkulaðistykki sem í hafði verið sprautað bremsuvökva. Ákæra á hendur tveimur mönnum sem er gefið að sök að hafa reynt að kúga fé út úr Nóa Síríusi var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Mennirnir tveir eru 24 og 23 ára. Málið kom upp í ársbyrjun í fyrra og hófst með því, að því er segir í ákærunni, að annar mannanna setti umslag inn um lúguna á heimili Finns Geirssonar, forstjóra Nóa Síríuss, að morgni 30. janúar. Í umslaginu var bréf sem hinn maðurinn hafði skrifað og tvö súkkulaðistykki framleidd af Nóa Síríusi, eitt Pipp með myntufyllingu og annað með karamellu, sem bremsuvökva hafði verið sprautað í. „Bréfið innihélt hótun um að ef Nói Síríus hf. greiddi þeim ekki kr. 10.000.000, færu samskonar súkkulaðistykki, sem innihéldu vökva sem gæti reynst banvænn, í umferð í tugatali, auk annarra framleiðsluvara fyrirtækisins sem sprautuð yrðu með sama vökva,“ segir í ákærunni. Ríkissaksóknari segir í ákærunni að hótunin hafi falið í sér að yrði ekki orðið við kröfum tvímenninganna yrði unnið verulegt tjón á orðspori fyrirtækisins með því að innkalla þyrfti vörur og sala mundi dragast saman. Mennirnir fylgdu hótununum eftir með símtölum til Finns 31. janúar, 2. febrúar og 7. febrúar. Í síðastnefnda símtalinu gáfu þeir fyrirmæli um afhendingu fjárins. Lögregla handtók þá svo í Hamrahlíð síðar hinn 7. febrúar, eftir að þeir höfðu sótt pakkningu í bíl fyrir utan Hús verslunarinnar, sem þeir töldu að innihéldi milljónirnar tíu í seðlum. Annar mannanna hefur hlotið dóm fyrir líkamsárás. Í yfirlýsingu frá Nóa Síríusi fyrir tveimur vikum var lítið gert úr fjárkúgunartilrauninni og henni lýst sem viðvaningslegri. Sagði Sigurð Inga hafa átt hugmyndina Komið hefur fram að Sigurður Ingi Þórðarson, sem varð þekktur fyrir tengsl sín við Wikileaks, var grunaður um aðild að málinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins bar annar hinna ákærðu að Sigurður Ingi hefði átt hugmyndina að öllu saman en ríkissaksóknari taldi ekki nægar sannanir fyrir hendi til að ákæra hann og felldi málið gagnvart honum niður. Það var raunar fyrir hans tilstilli sem málið rataði í fjölmiðla, eftir að hann birti bréfið frá ríkissaksóknara á Twitter-síðu sinni. Sigurður sat um skeið í gæsluvarðhaldi snemmsumars grunaður um fjársvik. Hann var sagður hafa svikið margar milljónir út úr fyrirtækjum með prókúru bókaforlags upp á vasann. Mál Sigga hakkara Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Ákæra á hendur tveimur mönnum sem er gefið að sök að hafa reynt að kúga fé út úr Nóa Síríusi var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Mennirnir tveir eru 24 og 23 ára. Málið kom upp í ársbyrjun í fyrra og hófst með því, að því er segir í ákærunni, að annar mannanna setti umslag inn um lúguna á heimili Finns Geirssonar, forstjóra Nóa Síríuss, að morgni 30. janúar. Í umslaginu var bréf sem hinn maðurinn hafði skrifað og tvö súkkulaðistykki framleidd af Nóa Síríusi, eitt Pipp með myntufyllingu og annað með karamellu, sem bremsuvökva hafði verið sprautað í. „Bréfið innihélt hótun um að ef Nói Síríus hf. greiddi þeim ekki kr. 10.000.000, færu samskonar súkkulaðistykki, sem innihéldu vökva sem gæti reynst banvænn, í umferð í tugatali, auk annarra framleiðsluvara fyrirtækisins sem sprautuð yrðu með sama vökva,“ segir í ákærunni. Ríkissaksóknari segir í ákærunni að hótunin hafi falið í sér að yrði ekki orðið við kröfum tvímenninganna yrði unnið verulegt tjón á orðspori fyrirtækisins með því að innkalla þyrfti vörur og sala mundi dragast saman. Mennirnir fylgdu hótununum eftir með símtölum til Finns 31. janúar, 2. febrúar og 7. febrúar. Í síðastnefnda símtalinu gáfu þeir fyrirmæli um afhendingu fjárins. Lögregla handtók þá svo í Hamrahlíð síðar hinn 7. febrúar, eftir að þeir höfðu sótt pakkningu í bíl fyrir utan Hús verslunarinnar, sem þeir töldu að innihéldi milljónirnar tíu í seðlum. Annar mannanna hefur hlotið dóm fyrir líkamsárás. Í yfirlýsingu frá Nóa Síríusi fyrir tveimur vikum var lítið gert úr fjárkúgunartilrauninni og henni lýst sem viðvaningslegri. Sagði Sigurð Inga hafa átt hugmyndina Komið hefur fram að Sigurður Ingi Þórðarson, sem varð þekktur fyrir tengsl sín við Wikileaks, var grunaður um aðild að málinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins bar annar hinna ákærðu að Sigurður Ingi hefði átt hugmyndina að öllu saman en ríkissaksóknari taldi ekki nægar sannanir fyrir hendi til að ákæra hann og felldi málið gagnvart honum niður. Það var raunar fyrir hans tilstilli sem málið rataði í fjölmiðla, eftir að hann birti bréfið frá ríkissaksóknara á Twitter-síðu sinni. Sigurður sat um skeið í gæsluvarðhaldi snemmsumars grunaður um fjársvik. Hann var sagður hafa svikið margar milljónir út úr fyrirtækjum með prókúru bókaforlags upp á vasann.
Mál Sigga hakkara Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira