Mér krossbrá Elín Hirst skrifar 4. september 2013 00:01 Marta Andreasen, Evrópuþingmaður breska Íhaldsflokksins, heimsótti Ísland nýlega. Marta varð víðfræg þegar hún var rekin úr toppstöðu sem fjármálastjóri framkvæmdastjórnar ESB fyrir nokkrum árum þegar hún neitaði að skrifa upp reikninga sambandsins. Henni blöskraði hvernig farið var með almannafé og þær aðferðir sem menn notuðu til að fegra myndina. Í því sambandi rifjaði hún upp að reikningar ESB hefðu ekki verið samþykktir síðastliðin 18 ár, því enginn endurskoðandi treysti sér til þess skrifa upp á þá. Mér hreinlega krossbrá þegar ég hlustaði á Evrópuþingmanninn ræða þessa hluti. Sjálf er ég á móti því að Ísland gangi í ESB en lýsingar Andreasen á sambandinu og vinnubrögðum þess við meðferð fjármuna skattgreiðenda eru með ólíkindum. Marta fullyrðir til að mynda að embættismannakerfið innan ESB sé gjörspillt og enginn viti í raun hvað verði um alla þá peninga sem um hendur þess fara. Eftir að Andreasen var rekin úr starfi sínu hjá framkvæmdastjórn ESB bauð hún sig fram til setu á Evrópuþinginu. Hún er eindregið þeirrar skoðunar að Bretar eigi að yfirgefa ESB, en það eru hins vegar mörg ljón á veginum. Marta segir auðvelt fyrir lönd eins og Ísland að fá inngöngu í ESB en erfitt og nær ómögulegt að yfirgefa sambandið. Íslendingar séu í raun afar heppnir að hafa aldrei villst inn í ESB. Í Bretlandi er allt regluverk sniðið eftir forskrift ESB og allir viðskipta- og milliríkjasamningar Breta tengjast ESB-aðildinni. Þá vinnu verði að fara í alveg upp á nýtt og muni taka Breta mörg ár, komi til þess að þeir hverfi úr sambandinu. Innan breska Íhaldsflokksins eru skiptar skoðanir um Bretland og ESB. David Cameron forsætisráðherra vill ekki yfirgefa sambandið, en vaxandi stuðningur er hins vegar innan flokksins við að segja bless við ESB, sem og meðal breskra kjósenda. Andreasen segir ríkisstjórn Íslands hafa gert hárrétt með því að hætta aðildarviðræðunum og hætta að þiggja styrki ESB í leiðinni. Hún varar Íslendinga hins vegar við að ESB muni reyna allt sem það getur til að fá Ísland inn í sambandið. ESB hafi yfir gríðarlegum fjármunum að ráða sem það muni nota óspart í áróðri sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Sjá meira
Marta Andreasen, Evrópuþingmaður breska Íhaldsflokksins, heimsótti Ísland nýlega. Marta varð víðfræg þegar hún var rekin úr toppstöðu sem fjármálastjóri framkvæmdastjórnar ESB fyrir nokkrum árum þegar hún neitaði að skrifa upp reikninga sambandsins. Henni blöskraði hvernig farið var með almannafé og þær aðferðir sem menn notuðu til að fegra myndina. Í því sambandi rifjaði hún upp að reikningar ESB hefðu ekki verið samþykktir síðastliðin 18 ár, því enginn endurskoðandi treysti sér til þess skrifa upp á þá. Mér hreinlega krossbrá þegar ég hlustaði á Evrópuþingmanninn ræða þessa hluti. Sjálf er ég á móti því að Ísland gangi í ESB en lýsingar Andreasen á sambandinu og vinnubrögðum þess við meðferð fjármuna skattgreiðenda eru með ólíkindum. Marta fullyrðir til að mynda að embættismannakerfið innan ESB sé gjörspillt og enginn viti í raun hvað verði um alla þá peninga sem um hendur þess fara. Eftir að Andreasen var rekin úr starfi sínu hjá framkvæmdastjórn ESB bauð hún sig fram til setu á Evrópuþinginu. Hún er eindregið þeirrar skoðunar að Bretar eigi að yfirgefa ESB, en það eru hins vegar mörg ljón á veginum. Marta segir auðvelt fyrir lönd eins og Ísland að fá inngöngu í ESB en erfitt og nær ómögulegt að yfirgefa sambandið. Íslendingar séu í raun afar heppnir að hafa aldrei villst inn í ESB. Í Bretlandi er allt regluverk sniðið eftir forskrift ESB og allir viðskipta- og milliríkjasamningar Breta tengjast ESB-aðildinni. Þá vinnu verði að fara í alveg upp á nýtt og muni taka Breta mörg ár, komi til þess að þeir hverfi úr sambandinu. Innan breska Íhaldsflokksins eru skiptar skoðanir um Bretland og ESB. David Cameron forsætisráðherra vill ekki yfirgefa sambandið, en vaxandi stuðningur er hins vegar innan flokksins við að segja bless við ESB, sem og meðal breskra kjósenda. Andreasen segir ríkisstjórn Íslands hafa gert hárrétt með því að hætta aðildarviðræðunum og hætta að þiggja styrki ESB í leiðinni. Hún varar Íslendinga hins vegar við að ESB muni reyna allt sem það getur til að fá Ísland inn í sambandið. ESB hafi yfir gríðarlegum fjármunum að ráða sem það muni nota óspart í áróðri sínum.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun