Þetta er búinn að vera smá rússíbani Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2013 09:00 Mynd/Arnþór Kristinn Jónsson var einn af fjórum Blikum sem klikkuðu á vítaspyrnum þegar Evrópuævintýri Blika endaði á Laugardalsvellinum á fimmtudaginn. Blikar voru grátlega nálægt því að komast áfram en góð spilamennska liðsins í sumar hefur ekki farið fram hjá landsliðsþjálfaranum sem valdi vinstri bakvörð liðsins í A-landsliðið í gær. „Ég er hrikalega stoltur og það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn í landsliðið,“ sagði Kristinn þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Hann var þá eins og aðrir aðeins nýbúinn að frétta að hann væri í landsliðshópi Lars Lagerbäck á móti Færeyjum.Mynd/ArnþórEnn þá í spennusjokki „Ég frétti þetta bara rétt áður en þetta var tilkynnt. Þetta er búið að vera upp og niður hjá manni síðustu klukkutímana og maður er enn þá í spennusjokki eftir gærdaginn,“ sagði Kristinn og bætti við: „Þetta bætir skapið að einhverju leyti en ég er enn þá hundfúll yfir gærdeginum,“ sagði Kristinn. Liðsfélagi hans og fyrirliði Breiðabliks, Finnur Orri Margeirsson, gladdist fyrir hönd félaga síns. „Ég er gífurlega ánægður með hann. Þetta er löngu orðið verðskuldað hjá honum og hann á þetta fyllilega skilið,“ sagði Finnur. „Þetta er mikið tækifæri fyrir mig til þess að sýna hvað í mér býr,“ sagði Kristinn en annar bakvörður úr Pepsi-deildinni, Stjörnumaðurinn Jóhann Laxdal, kom einnig inn í hópinn í gær. „Okkur leiðist ekkert að fara upp vænginn og sækja. Ég veit ekki alveg hvernig taktík þjálfarans er en það getur vel verið að hann sé að fara að horfa meira til þess að vera með sókndjarfa bakverði,“ segir Kristinn. „Ég mæti á æfingarnar, geri mitt besta og gef allt í þetta. Svo verður frábært ef ég fær einhverjar mínútur í leiknum,“ sagði Kristinn en það eru fjögur ár síðan hann spilaði sinn fyrsta og eina A-landsleikinn. „Ég spilaði æfingaleik á móti Færeyjum í Kórnum 2009. Ég man mjög vel eftir þessum fyrsta landsleik mínum. Þetta var reyndar tapleikur, sem var hálfleiðinlegt fyrir fyrsta landsleik,“ segir Kristinn.Mynd/ArnþórSmá rússíbani „Það hefur alltaf verið takmark í gegnum tíðina að komast í landsliðið en ég hef ekkert verið að einblína neitt sérstaklega á það núna heldur bara einbeita mér að því að spila vel hjá Breiðabliki og reyna að vekja einhvern áhuga erlendis,“ sagði Kristinn en hann þarf aðeins meiri tíma til að jafna sig á tapinu á móti Aktobe. „Ég sleiki sárin í dag og svo verð ég orðinn tilbúinn á morgun fyrir leikinn á sunnudaginn,“ sagði Kristinn, sem gleymir þessum sólarhring örugglega ekki í bráð. „Ætli það nokkuð. Þetta er búinn að vera smá rússíbani,“ sagði Kristinn að lokum. Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Sjá meira
Kristinn Jónsson var einn af fjórum Blikum sem klikkuðu á vítaspyrnum þegar Evrópuævintýri Blika endaði á Laugardalsvellinum á fimmtudaginn. Blikar voru grátlega nálægt því að komast áfram en góð spilamennska liðsins í sumar hefur ekki farið fram hjá landsliðsþjálfaranum sem valdi vinstri bakvörð liðsins í A-landsliðið í gær. „Ég er hrikalega stoltur og það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn í landsliðið,“ sagði Kristinn þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Hann var þá eins og aðrir aðeins nýbúinn að frétta að hann væri í landsliðshópi Lars Lagerbäck á móti Færeyjum.Mynd/ArnþórEnn þá í spennusjokki „Ég frétti þetta bara rétt áður en þetta var tilkynnt. Þetta er búið að vera upp og niður hjá manni síðustu klukkutímana og maður er enn þá í spennusjokki eftir gærdaginn,“ sagði Kristinn og bætti við: „Þetta bætir skapið að einhverju leyti en ég er enn þá hundfúll yfir gærdeginum,“ sagði Kristinn. Liðsfélagi hans og fyrirliði Breiðabliks, Finnur Orri Margeirsson, gladdist fyrir hönd félaga síns. „Ég er gífurlega ánægður með hann. Þetta er löngu orðið verðskuldað hjá honum og hann á þetta fyllilega skilið,“ sagði Finnur. „Þetta er mikið tækifæri fyrir mig til þess að sýna hvað í mér býr,“ sagði Kristinn en annar bakvörður úr Pepsi-deildinni, Stjörnumaðurinn Jóhann Laxdal, kom einnig inn í hópinn í gær. „Okkur leiðist ekkert að fara upp vænginn og sækja. Ég veit ekki alveg hvernig taktík þjálfarans er en það getur vel verið að hann sé að fara að horfa meira til þess að vera með sókndjarfa bakverði,“ segir Kristinn. „Ég mæti á æfingarnar, geri mitt besta og gef allt í þetta. Svo verður frábært ef ég fær einhverjar mínútur í leiknum,“ sagði Kristinn en það eru fjögur ár síðan hann spilaði sinn fyrsta og eina A-landsleikinn. „Ég spilaði æfingaleik á móti Færeyjum í Kórnum 2009. Ég man mjög vel eftir þessum fyrsta landsleik mínum. Þetta var reyndar tapleikur, sem var hálfleiðinlegt fyrir fyrsta landsleik,“ segir Kristinn.Mynd/ArnþórSmá rússíbani „Það hefur alltaf verið takmark í gegnum tíðina að komast í landsliðið en ég hef ekkert verið að einblína neitt sérstaklega á það núna heldur bara einbeita mér að því að spila vel hjá Breiðabliki og reyna að vekja einhvern áhuga erlendis,“ sagði Kristinn en hann þarf aðeins meiri tíma til að jafna sig á tapinu á móti Aktobe. „Ég sleiki sárin í dag og svo verð ég orðinn tilbúinn á morgun fyrir leikinn á sunnudaginn,“ sagði Kristinn, sem gleymir þessum sólarhring örugglega ekki í bráð. „Ætli það nokkuð. Þetta er búinn að vera smá rússíbani,“ sagði Kristinn að lokum.
Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Sjá meira