Vegna viðtals um kampavínsklúbba Steinunn Gyðu- og Guðjónsson skrifar 25. júlí 2013 07:00 Þann 19. júlí sl. var birt á forsíðu Fréttablaðsins frétt undir fyrirsögninni „Bera mörg merki mansals“ þar sem m.a. er vitnað í orð mín. Því miður er viðtalið eins og það birtist ónákvæmt og beinar tilvitnanir í mig ekki réttar. Það sem mér og blaðakonu fór á milli er rakið hér. Þann 18. júlí sl. hringdi blaðakona Fréttablaðsins í mig til að kanna hvort ég hefði séð nýlega umfjöllun blaðsins um starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba í Reykjavík og spurði hvað ég hefði um þessa umfjöllun að segja út frá starfi mínu í Kristínarhúsi. Umfjöllunina hafði ég séð og svaraði því til að kampavínsklúbbarnir hefðu ekki komið til umræðu í Kristínarhúsi og ég vissi því ekkert meira um þá en það sem ég hafði lesið á vef Vísis. Innt eftir viðbrögðum við umfjölluninni sagði ég að fyrst og fremst þætti mér að blaðið ætti að hafa samband við lögreglu, sem eftirlitsaðila með starfseminni, og óska eftir viðbrögðum hennar. Vegna starfa minna þekki ég vel til þekktra einkenna mansals og vændis og ýmissa vísbendinga sem geta bent til þess að slíkt eigi sér stað. Ég sagði blaðakonu almennt frá einkennum vændis og mansals og benti á ákveðnar hliðstæður sem hægt var að sjá með lýsingu Fréttablaðsins á starfsemi hinna svonefndu kampavínsklúbba og þekktra vísbendinga um vændi og mansal. Fullyrti ekki um vændi eða mansal Þar ber fyrst að nefna að skv. umfjöllun blaðsins væri hægt að fara afsíðis með konu í tíu mínútur fyrir 20.000 krónur. Ég benti á að það væri vel þekkt gangverð fyrir vændi á Íslandi í dag. Þá hjó ég eftir því í umfjölluninni að starfskonur að minnsta kosti annars klúbbsins væru flestar erlendar og hefðu aðeins verið í mjög stuttan tíma á Íslandi. Ég benti á að það væru þekkt einkenni mansals að staða kvenna sem standa höllum fæti væri misnotuð og að konur sem seldar væru mansali væru oft á eilífu flakki milli landa. Í umfjöllun Fréttablaðsins hafði auk þess komið fram að konurnar virtust lúta stjórn einnar konu inni á staðnum og byggju allar á sama stað utan vinnu. Aftur benti ég á að þekkt vísbending um mansal er skertur yfirráðaréttur yfir eigin lífi, m.a. búsetu, auk þess sem konur geta stýrt mansali og gert út aðrar konur líkt og karlar. Í lok viðtals ítrekaði ég mikilvægi þess að kalla eftir viðbrögðum lögreglu. Ég fullyrti hins vegar ekki í viðtalinu að á umræddum stöðum væri stundað vændi og/eða mansal. Þau einkenni mansals og vændis sem ég tiltók eru öll vel þekkt og í samræmi við alþjóðlegar skilgreiningar og gátlista um mansal. Ég þekki ekki persónulega til starfsemi kampavínsklúbbanna og gat því ekki fullyrt um hvers kyns starfsemi fer þar fram. Því byggðust svör mín einvörðungu á því að bera saman þekktar vísbendingar um mansal við lýsingar blaðamanns á starfseminni án þess að draga ályktanir af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þann 19. júlí sl. var birt á forsíðu Fréttablaðsins frétt undir fyrirsögninni „Bera mörg merki mansals“ þar sem m.a. er vitnað í orð mín. Því miður er viðtalið eins og það birtist ónákvæmt og beinar tilvitnanir í mig ekki réttar. Það sem mér og blaðakonu fór á milli er rakið hér. Þann 18. júlí sl. hringdi blaðakona Fréttablaðsins í mig til að kanna hvort ég hefði séð nýlega umfjöllun blaðsins um starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba í Reykjavík og spurði hvað ég hefði um þessa umfjöllun að segja út frá starfi mínu í Kristínarhúsi. Umfjöllunina hafði ég séð og svaraði því til að kampavínsklúbbarnir hefðu ekki komið til umræðu í Kristínarhúsi og ég vissi því ekkert meira um þá en það sem ég hafði lesið á vef Vísis. Innt eftir viðbrögðum við umfjölluninni sagði ég að fyrst og fremst þætti mér að blaðið ætti að hafa samband við lögreglu, sem eftirlitsaðila með starfseminni, og óska eftir viðbrögðum hennar. Vegna starfa minna þekki ég vel til þekktra einkenna mansals og vændis og ýmissa vísbendinga sem geta bent til þess að slíkt eigi sér stað. Ég sagði blaðakonu almennt frá einkennum vændis og mansals og benti á ákveðnar hliðstæður sem hægt var að sjá með lýsingu Fréttablaðsins á starfsemi hinna svonefndu kampavínsklúbba og þekktra vísbendinga um vændi og mansal. Fullyrti ekki um vændi eða mansal Þar ber fyrst að nefna að skv. umfjöllun blaðsins væri hægt að fara afsíðis með konu í tíu mínútur fyrir 20.000 krónur. Ég benti á að það væri vel þekkt gangverð fyrir vændi á Íslandi í dag. Þá hjó ég eftir því í umfjölluninni að starfskonur að minnsta kosti annars klúbbsins væru flestar erlendar og hefðu aðeins verið í mjög stuttan tíma á Íslandi. Ég benti á að það væru þekkt einkenni mansals að staða kvenna sem standa höllum fæti væri misnotuð og að konur sem seldar væru mansali væru oft á eilífu flakki milli landa. Í umfjöllun Fréttablaðsins hafði auk þess komið fram að konurnar virtust lúta stjórn einnar konu inni á staðnum og byggju allar á sama stað utan vinnu. Aftur benti ég á að þekkt vísbending um mansal er skertur yfirráðaréttur yfir eigin lífi, m.a. búsetu, auk þess sem konur geta stýrt mansali og gert út aðrar konur líkt og karlar. Í lok viðtals ítrekaði ég mikilvægi þess að kalla eftir viðbrögðum lögreglu. Ég fullyrti hins vegar ekki í viðtalinu að á umræddum stöðum væri stundað vændi og/eða mansal. Þau einkenni mansals og vændis sem ég tiltók eru öll vel þekkt og í samræmi við alþjóðlegar skilgreiningar og gátlista um mansal. Ég þekki ekki persónulega til starfsemi kampavínsklúbbanna og gat því ekki fullyrt um hvers kyns starfsemi fer þar fram. Því byggðust svör mín einvörðungu á því að bera saman þekktar vísbendingar um mansal við lýsingar blaðamanns á starfseminni án þess að draga ályktanir af því.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun