Launalausir leikmenn standa vaktina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2013 08:00 "Við tókum stóra ákvörðun í vor að taka út allar launagreiðslur. Þá lá fyrir að leikmenn yrðu annaðhvort áfram og spiluðu launalaust eða myndu leita á önnur mið,” segir Alexander. Fréttablaðið/Vilhelm „Leikmannamarkaðurinn er frekar þunnur og ekki margir sem eru tilbúnir að koma og spila frítt,“ segir Alexander Arnarson, varaformaður handknattleiksdeildar HK. Fjölmargir sterkir leikmenn hafa yfirgefið liðið að undanförnu, en aðeins rúmt ár er síðan HK fagnaði Íslandsmeistaratitlinum. Tandri Már Konráðsson er farinn í atvinnumennsku líkt og Bjarki Már Gunnarsson. Þá leikur hornamaðurinn Bjarki Már Elísson með FH á næstu leiktíð og Arnór Freyr Stefánsson er farinn í ÍR, svo helstu nöfnin séu nefnd. „Arnór fór aftur heim í ÍR, sem var viðbúið, og Bjarki Már Elísson er auðvitað frábær leikmaður og kannski ekki alveg tilbúinn í þetta. Átti auðvitað inni laun hjá okkur þannig að maður skilur þreytu í leikmönnum.“ Alexander segir veturinn hafa verið erfiðan fjárhagslega. Enn sé verið að glíma við gamla drauga frá þeim tíma þegar hrunið skall á. Þá voru sjö erlendir leikmenn á mála hjá félaginu sem þurfti að greiða laun. „Þá vorum við með erlenda leikmenn sem voru með 3.000 evrur á mánuði,“ segir Alexander. Í kjölfar hrunsins hafi sú upphæð svo til tvöfaldast í íslenskum krónum. Fór úr um 250 þúsund krónum í nærri hálfa milljón. „Þetta hefur haft áhrif á reksturinn og við höfum reynt að finna leiðir. Þar af leiðandi ákváðum við að leggja meiri metnað í umgjörð og þjálfun,“ segir Alexander. Þeir séu samt bjartsýnir og hópurinn sé ágætur þótt hann sé vissulega ekki breiður. „Við erum með ágætan hóp og vonandi getum við byggt á þessum hópi og eflt hann til muna. Við erum ennþá stærsta handknattleiksdeildin á landinu þó svo að nokkrir leikmenn yfirgefi okkur.“ Hann segir þá leikmenn sem voru á launaskrá í vetur eiga laun inni en upphæðirnar séu misháar. Erfitt sé að sjá á eftir strákunum. „Þetta eru strákar sem urðu Íslandsmeistarar fyrir árið 2012 og félagið á þeim mikið að þakka. Við vonum bara að þeir geri góða hluti hvar sem þeir eru.“ Handbolti Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
„Leikmannamarkaðurinn er frekar þunnur og ekki margir sem eru tilbúnir að koma og spila frítt,“ segir Alexander Arnarson, varaformaður handknattleiksdeildar HK. Fjölmargir sterkir leikmenn hafa yfirgefið liðið að undanförnu, en aðeins rúmt ár er síðan HK fagnaði Íslandsmeistaratitlinum. Tandri Már Konráðsson er farinn í atvinnumennsku líkt og Bjarki Már Gunnarsson. Þá leikur hornamaðurinn Bjarki Már Elísson með FH á næstu leiktíð og Arnór Freyr Stefánsson er farinn í ÍR, svo helstu nöfnin séu nefnd. „Arnór fór aftur heim í ÍR, sem var viðbúið, og Bjarki Már Elísson er auðvitað frábær leikmaður og kannski ekki alveg tilbúinn í þetta. Átti auðvitað inni laun hjá okkur þannig að maður skilur þreytu í leikmönnum.“ Alexander segir veturinn hafa verið erfiðan fjárhagslega. Enn sé verið að glíma við gamla drauga frá þeim tíma þegar hrunið skall á. Þá voru sjö erlendir leikmenn á mála hjá félaginu sem þurfti að greiða laun. „Þá vorum við með erlenda leikmenn sem voru með 3.000 evrur á mánuði,“ segir Alexander. Í kjölfar hrunsins hafi sú upphæð svo til tvöfaldast í íslenskum krónum. Fór úr um 250 þúsund krónum í nærri hálfa milljón. „Þetta hefur haft áhrif á reksturinn og við höfum reynt að finna leiðir. Þar af leiðandi ákváðum við að leggja meiri metnað í umgjörð og þjálfun,“ segir Alexander. Þeir séu samt bjartsýnir og hópurinn sé ágætur þótt hann sé vissulega ekki breiður. „Við erum með ágætan hóp og vonandi getum við byggt á þessum hópi og eflt hann til muna. Við erum ennþá stærsta handknattleiksdeildin á landinu þó svo að nokkrir leikmenn yfirgefi okkur.“ Hann segir þá leikmenn sem voru á launaskrá í vetur eiga laun inni en upphæðirnar séu misháar. Erfitt sé að sjá á eftir strákunum. „Þetta eru strákar sem urðu Íslandsmeistarar fyrir árið 2012 og félagið á þeim mikið að þakka. Við vonum bara að þeir geri góða hluti hvar sem þeir eru.“
Handbolti Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni