Spurning um trúverðugleika Ólafur Þ. Stephensen skrifar 12. júlí 2013 06:00 Fréttablaðið fjallaði í gær um þá staðreynd að engar sérstakar hæfiskröfur eru gerðar til þeirra sem Alþingi kýs í bankaráð Seðlabanka Íslands. Flestir nýkjörinna bankaráðsmanna uppfylla, alltént við fyrstu sýn, þau hæfisskilyrði sem gerð eru til stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum en á því er undantekning; menntun og reynsla varaþingmannsins Björns Vals Gíslasonar uppfyllir engan veginn þær kröfur. Margir þeirra sem setið hafa í bankaráðinu undanfarin ár hafa heldur ekki uppfyllt slík skilyrði. Ómar H. Kristmundsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagði í samtali við blaðið að það væri „fullkomlega eðlilegt“ að þeir sem sætu í bankaráði Seðlabankans uppfylltu sömu kröfur og gerðar væru til þeirra sem sitja í stjórnum fjármálafyrirtækja. Ómar sagðist telja að skýringuna á því að ekki væru gerðar sömu kröfur mætti hugsanlega rekja til þess að lögin um Seðlabankann væru frá 2001, en kröfur til stjórnenda fjármálafyrirtækja hefðu verið hertar á síðasta kjörtímabili. Þess vegna ætti að stefna að því að gera sams konar kröfur við endurskoðun laga um Seðlabankann, en fram að því ættu alþingismenn að miða við reglur um fjármálafyrirtæki þegar þeir veldu fólk í bankaráðið. Þessar mismunandi kröfur skjóta þó einmitt ekki sízt skökku við vegna þess að síðasta ríkisstjórn beitti sér fyrir breytingu á lögum um Seðlabankann til þess að tryggja faglegri ráðningu bankastjóra hans og taka fyrir ráðningar flokksgæðinga sem höfðu tíðkazt áratugum saman. Þá hefði að sjálfsögðu átt að gera í leiðinni sömu kröfur til stjórnarmanna og gerðar eru í öðrum fjármálastofnunum. Það er ekkert óeðlilegt við að þeir séu flokkspólitískt valdir eins og fulltrúar í öðrum stjórnum sem þingið kýs, en þeir þurfa að hafa hæfni og þekkingu til að sinna þeim störfum sem þeir eru valdir til. Í greinargerð með frumvarpi til laga, sem hertu á hæfisskilyrðum stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum sagði: „Eru lögð til þrengri og skýrari ákvæði um fjárhagsstöðu, menntun, starfsreynslu og starfsferil stjórnarmanna og framkvæmdastjóra, auk þess sem gert er ráð fyrir að bæði stjórnarmenn sem framkvæmdastjórar fari í sérstakt hæfismat hjá Fjármálaeftirlitinu. Er það m.a. lagt til í tilefni af því að í frumvarpinu er víða að finna ríkari kröfur til stjórnarmanna og að þeir geri sér fulla grein fyrir þeirri persónulegu ábyrgð sem þeir bera á meðan þeir sitja í stjórn.“ Það er meiriháttar þversögn í því fólgin að Alþingi skuli setja slík lög um fjármálafyrirtæki, en láta hjá líða að gera sömu kröfur til þeirra sem það skipar sjálft í bankaráð Seðlabankans. Ekki sízt af því að bankinn fer með mikilvægt eftirlitshlutverk gagnvart fjármálafyrirtækjunum og fjármálamarkaðnum í heild. Það er óhætt að segja að bæði Seðlabankinn og Alþingi yrðu trúverðugri ef þetta misræmi væri lagfært og sömu reglur látnar gilda um Seðlabankann og aðrar fjármálastofnanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun
Fréttablaðið fjallaði í gær um þá staðreynd að engar sérstakar hæfiskröfur eru gerðar til þeirra sem Alþingi kýs í bankaráð Seðlabanka Íslands. Flestir nýkjörinna bankaráðsmanna uppfylla, alltént við fyrstu sýn, þau hæfisskilyrði sem gerð eru til stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum en á því er undantekning; menntun og reynsla varaþingmannsins Björns Vals Gíslasonar uppfyllir engan veginn þær kröfur. Margir þeirra sem setið hafa í bankaráðinu undanfarin ár hafa heldur ekki uppfyllt slík skilyrði. Ómar H. Kristmundsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagði í samtali við blaðið að það væri „fullkomlega eðlilegt“ að þeir sem sætu í bankaráði Seðlabankans uppfylltu sömu kröfur og gerðar væru til þeirra sem sitja í stjórnum fjármálafyrirtækja. Ómar sagðist telja að skýringuna á því að ekki væru gerðar sömu kröfur mætti hugsanlega rekja til þess að lögin um Seðlabankann væru frá 2001, en kröfur til stjórnenda fjármálafyrirtækja hefðu verið hertar á síðasta kjörtímabili. Þess vegna ætti að stefna að því að gera sams konar kröfur við endurskoðun laga um Seðlabankann, en fram að því ættu alþingismenn að miða við reglur um fjármálafyrirtæki þegar þeir veldu fólk í bankaráðið. Þessar mismunandi kröfur skjóta þó einmitt ekki sízt skökku við vegna þess að síðasta ríkisstjórn beitti sér fyrir breytingu á lögum um Seðlabankann til þess að tryggja faglegri ráðningu bankastjóra hans og taka fyrir ráðningar flokksgæðinga sem höfðu tíðkazt áratugum saman. Þá hefði að sjálfsögðu átt að gera í leiðinni sömu kröfur til stjórnarmanna og gerðar eru í öðrum fjármálastofnunum. Það er ekkert óeðlilegt við að þeir séu flokkspólitískt valdir eins og fulltrúar í öðrum stjórnum sem þingið kýs, en þeir þurfa að hafa hæfni og þekkingu til að sinna þeim störfum sem þeir eru valdir til. Í greinargerð með frumvarpi til laga, sem hertu á hæfisskilyrðum stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum sagði: „Eru lögð til þrengri og skýrari ákvæði um fjárhagsstöðu, menntun, starfsreynslu og starfsferil stjórnarmanna og framkvæmdastjóra, auk þess sem gert er ráð fyrir að bæði stjórnarmenn sem framkvæmdastjórar fari í sérstakt hæfismat hjá Fjármálaeftirlitinu. Er það m.a. lagt til í tilefni af því að í frumvarpinu er víða að finna ríkari kröfur til stjórnarmanna og að þeir geri sér fulla grein fyrir þeirri persónulegu ábyrgð sem þeir bera á meðan þeir sitja í stjórn.“ Það er meiriháttar þversögn í því fólgin að Alþingi skuli setja slík lög um fjármálafyrirtæki, en láta hjá líða að gera sömu kröfur til þeirra sem það skipar sjálft í bankaráð Seðlabankans. Ekki sízt af því að bankinn fer með mikilvægt eftirlitshlutverk gagnvart fjármálafyrirtækjunum og fjármálamarkaðnum í heild. Það er óhætt að segja að bæði Seðlabankinn og Alþingi yrðu trúverðugri ef þetta misræmi væri lagfært og sömu reglur látnar gilda um Seðlabankann og aðrar fjármálastofnanir.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun