Kínversk borg byggð í Hvíta-Rússlandi Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 10. júní 2013 06:00 Alexander Lukashenko, forseti Hvíta Rússlands, hefur leitað eftir nánara samstarfi við ríki utan Evrópu. Myndin er frá heimsókn hans til Kína árið 2008 en með honum er Hu Jintao, þáverandi forseti Kína.NordicPhotos/AFP Kínversk ríkisfyrirtæki munu á næstunni hefja uppbyggingu á borg í skóglendi nærri Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Hugmyndin er að nota borgina sem stökkpall fyrir kínverska framleiðendur sem vilja hasla sér völl í Evrópu. „Þetta er algjörlega einstakt verkefni,“ sagði Gong Jianwie, sendiherra Kína í Hvíta-Rússlandi við fréttastofu Bloomberg. „Iðnaðarsvæðið í borginni mun ekki eiga sinn líka í Evrópu.“ Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands frá 1994, hefur samþykkt áformin og hefur svæði á stærð við eina og hálfa Manhattan-eyju verið eyrnamerkt framkvæmdunum. Stendur til að byggja þar stórt iðnaðarsvæði og húsnæði fyrir 155 þúsund manns. Er áætlað að framkvæmdirnar kosti jafngildi 610 milljarða króna og lýkur ekki fyrr en árið 2030. Í Hvíta-Rússlandi búa 9,5 milljónir manns en það er í hópi fátækustu ríkja Evrópu. Þá hefur landið glímt við efnahagserfiðleika síðustu ár og þurft að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hefur stjórn Lukashenkos því ákaft leitað eftir kínversku fjármagni til þess að koma hagkerfinu aftur af stað. Þá hafa stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi leitað eftir nánara samstarfi við ríki utan Evrópu eftir að Evrópusambandið (ESB) herti refsiaðgerðir gegn landinu árið 2010. Reyndi ESB þannig að bregðast við fangelsun pólitískra andstæðinga Lukashenkos. Kallaði Guido Westerwelle, samkynhneigður utanríkisráðherra Þýskalands, Lukahsenko þá síðasta einræðisherra Evrópu en Lukashenko svaraði á þá leið að hann vildi frekar vera einræðisherra en samkynhneigður. Á iðnaðarsvæðinu munu kínversk fyrirtæki geta komið sér fyrir í aðeins 275 kílómetra fjarlægð frá landamærum ESB-ríkja. Þá munu þau hafa tollfrjálsan aðgang að mörkuðum Rússlands og Kasakstans. Borgin er markaðssett undir nafninu „Hin nútímalega borg Evrasíu.“ Hún verður byggð við hraðbraut sem tengir saman Moskvu og Berlín en fer í gegnum Hvíta-Rússland og Pólland. Þá verður byggð hraðlest milli alþjóðaflugvallarins í Minsk og borgarinnar. Kínversk stjórnvöld fjármagna uppbygginguna á hagstæðum kjörum en samkvæmt samkomulagi skal helmingur kostnaðar hið minnsta koma til vegna kaupa á kínverskum aðföngum. Þá munu þau kínversku fyrirtæki sem koma sér upp starfsstöð í borginni fá ríflega skattaafslætti. Erlent Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Sjá meira
Kínversk ríkisfyrirtæki munu á næstunni hefja uppbyggingu á borg í skóglendi nærri Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Hugmyndin er að nota borgina sem stökkpall fyrir kínverska framleiðendur sem vilja hasla sér völl í Evrópu. „Þetta er algjörlega einstakt verkefni,“ sagði Gong Jianwie, sendiherra Kína í Hvíta-Rússlandi við fréttastofu Bloomberg. „Iðnaðarsvæðið í borginni mun ekki eiga sinn líka í Evrópu.“ Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands frá 1994, hefur samþykkt áformin og hefur svæði á stærð við eina og hálfa Manhattan-eyju verið eyrnamerkt framkvæmdunum. Stendur til að byggja þar stórt iðnaðarsvæði og húsnæði fyrir 155 þúsund manns. Er áætlað að framkvæmdirnar kosti jafngildi 610 milljarða króna og lýkur ekki fyrr en árið 2030. Í Hvíta-Rússlandi búa 9,5 milljónir manns en það er í hópi fátækustu ríkja Evrópu. Þá hefur landið glímt við efnahagserfiðleika síðustu ár og þurft að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hefur stjórn Lukashenkos því ákaft leitað eftir kínversku fjármagni til þess að koma hagkerfinu aftur af stað. Þá hafa stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi leitað eftir nánara samstarfi við ríki utan Evrópu eftir að Evrópusambandið (ESB) herti refsiaðgerðir gegn landinu árið 2010. Reyndi ESB þannig að bregðast við fangelsun pólitískra andstæðinga Lukashenkos. Kallaði Guido Westerwelle, samkynhneigður utanríkisráðherra Þýskalands, Lukahsenko þá síðasta einræðisherra Evrópu en Lukashenko svaraði á þá leið að hann vildi frekar vera einræðisherra en samkynhneigður. Á iðnaðarsvæðinu munu kínversk fyrirtæki geta komið sér fyrir í aðeins 275 kílómetra fjarlægð frá landamærum ESB-ríkja. Þá munu þau hafa tollfrjálsan aðgang að mörkuðum Rússlands og Kasakstans. Borgin er markaðssett undir nafninu „Hin nútímalega borg Evrasíu.“ Hún verður byggð við hraðbraut sem tengir saman Moskvu og Berlín en fer í gegnum Hvíta-Rússland og Pólland. Þá verður byggð hraðlest milli alþjóðaflugvallarins í Minsk og borgarinnar. Kínversk stjórnvöld fjármagna uppbygginguna á hagstæðum kjörum en samkvæmt samkomulagi skal helmingur kostnaðar hið minnsta koma til vegna kaupa á kínverskum aðföngum. Þá munu þau kínversku fyrirtæki sem koma sér upp starfsstöð í borginni fá ríflega skattaafslætti.
Erlent Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Sjá meira