Orðsending til borgarstjórnar Auður Guðjónsdóttir skrifar 28. maí 2013 07:00 Borgarstjórn til upprifjunar birti ég hér hluta fyrstu greinar reglugerðar um ferðaþjónustu fatlaðs fólks í Reykjavík: Ferðaþjónusta fatlaðs fólks er ætluð til afnota fyrir þá íbúa Reykjavíkur sem uppfylla eitt eða fleiri eftirfarandi skilyrða: a) Hjólastólanotendur b) Blindir og geta eigi notað önnur farartæki c) Ófærir um að nota almenningsvagnaþjónustu vegna annarra langvarandi fötlunar og hafa ekki aðgang að eigin farartæki. Þeir sem hafa fengið styrk til bifreiðakaupa frá Tryggingastofnun ríkisins og þeir sem njóta bensínstyrks skulu alla jafna ekki njóta réttar til ferðaþjónustu samkvæmt reglum þessum. Fötluðum stillt upp við vegg Það vekur furðu mína að samkvæmt lögum og reglugerðum skuli fatlað fólk í Reykjavík ekki hafa jafnan aðgang og ófatlað að almannasamgöngum. Þrátt fyrir að úrræðið sé til staðar, þ.e. ferðaþjónusta fatlaðra, er fötluðu fólki meinaður aðgangur að þjónustunni samkvæmt ofangreindum reglum ef það nýtur tólf þúsund króna bensínstyrks á mánuði og styrks til bifreiðakaupa á einhverra ára fresti. Undantekningar eru gerðar tímabundið ef fólk getur sannað með læknisvottorði og öðrum rökstuðningi að það þurfi nauðsynlega á þjónustunni að halda. Margt ófatlað fólk nýtir Strætó í fastar ferðir, s.s. í og úr vinnu eða í skóla, en notar einkabifreið sína í öðrum erindagjörðum. Slíkt val hefur fatlað fólk ekki. Annaðhvort þiggur það bensínstyrkinn og fær ekki aðgang að ferðaþjónustunni nema í undantekningartilfellum eða afþakkar styrkinn og fær þá úthlutað vissum ferðum í mánuði. Að takmarka svo alvarlega aðgang fatlaðs fólks að sambærilegri opinberri þjónustu og ófatlaðir hafa óheftan aðgang að er óboðlegt og samrýmist ekki hugmyndum okkar Íslendinga um jafnrétti. Ég fer því vinsamlegast fram á það við borgarstjórn að hún nemi málsgreinina sem vitnað er í hér að ofan á brott úr reglugerð um ferðaþjónustu fatlaðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórn til upprifjunar birti ég hér hluta fyrstu greinar reglugerðar um ferðaþjónustu fatlaðs fólks í Reykjavík: Ferðaþjónusta fatlaðs fólks er ætluð til afnota fyrir þá íbúa Reykjavíkur sem uppfylla eitt eða fleiri eftirfarandi skilyrða: a) Hjólastólanotendur b) Blindir og geta eigi notað önnur farartæki c) Ófærir um að nota almenningsvagnaþjónustu vegna annarra langvarandi fötlunar og hafa ekki aðgang að eigin farartæki. Þeir sem hafa fengið styrk til bifreiðakaupa frá Tryggingastofnun ríkisins og þeir sem njóta bensínstyrks skulu alla jafna ekki njóta réttar til ferðaþjónustu samkvæmt reglum þessum. Fötluðum stillt upp við vegg Það vekur furðu mína að samkvæmt lögum og reglugerðum skuli fatlað fólk í Reykjavík ekki hafa jafnan aðgang og ófatlað að almannasamgöngum. Þrátt fyrir að úrræðið sé til staðar, þ.e. ferðaþjónusta fatlaðra, er fötluðu fólki meinaður aðgangur að þjónustunni samkvæmt ofangreindum reglum ef það nýtur tólf þúsund króna bensínstyrks á mánuði og styrks til bifreiðakaupa á einhverra ára fresti. Undantekningar eru gerðar tímabundið ef fólk getur sannað með læknisvottorði og öðrum rökstuðningi að það þurfi nauðsynlega á þjónustunni að halda. Margt ófatlað fólk nýtir Strætó í fastar ferðir, s.s. í og úr vinnu eða í skóla, en notar einkabifreið sína í öðrum erindagjörðum. Slíkt val hefur fatlað fólk ekki. Annaðhvort þiggur það bensínstyrkinn og fær ekki aðgang að ferðaþjónustunni nema í undantekningartilfellum eða afþakkar styrkinn og fær þá úthlutað vissum ferðum í mánuði. Að takmarka svo alvarlega aðgang fatlaðs fólks að sambærilegri opinberri þjónustu og ófatlaðir hafa óheftan aðgang að er óboðlegt og samrýmist ekki hugmyndum okkar Íslendinga um jafnrétti. Ég fer því vinsamlegast fram á það við borgarstjórn að hún nemi málsgreinina sem vitnað er í hér að ofan á brott úr reglugerð um ferðaþjónustu fatlaðra.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar