Pistillinn sem aldrei varð Sara MacMahon skrifar 28. maí 2013 07:00 Þessi pistill átti að fjalla um eitthvað allt annað. Hann átti að taka á samfélagsmeinum á hnyttinn og skemmtilegan hátt. En því miður gleymdi ég umfjöllunarefninu og get ómögulega munað það aftur. Það er nefnilega þannig að ég er orðin frekar gleymin með aldrinum. Skrifi ég hugmyndir ekki niður um leið og þeim lýstur í huga minn eru þær horfnar jafn skjótt og þær komu. Það sama á við um dagsverkin; þau þarf að skrá niður, annars gleymi ég að inna þau af hendi. Afmæli og stefnumót þarf ég líka að punkta niður í dagatalið. Það kemur ítrekað fyrir að ég sitji heima í stofu, standi þá skyndilega upp og rölti fram. Þegar fram er komið man ég ekki lengur hvert erindið var. Ætlaði ég ef til vill að ná í eitthvað? Kannski þurfti að kanna eitthvert hljóð? Á endanum neyðist ég þó til þess að snúa aftur á fyrri stað, einskis vísari um tilgang ferðarinnar. Undanfarið hef ég líka ítrekað gerst sek um að gleyma að slökkva undir eldavélarhellunum. Slíkt getur auðvitað verið stórhættulegt og veldur mér og sambýlingnum miklum áhyggjum. Þrátt fyrir ungan aldur pistilshöfunds fer minninu stöðugt hrakandi og suma daga er það svo slæmt að ég man ekki einu sinni eigið símanúmer. Líf mitt snýst um það að skrásetja allt svo engu sé gleymt. Dagatöl eru útkrotuð, handarbökin tvö líka, og síminn minn pípir reglulega með áminningar um yfirvofandi læknisheimsóknir. Hefði ég haft vit á að skrifa niður hina skemmtilegu hugmynd sem ég fékk fyrir nokkru værir þú, lesandi góður, núna að lesa eitthvað allt annað og skemmtilegra. Þess í stað situr þú uppi með þetta pistlaskrípi. En snúum okkur aftur að kjarna máls míns: gleymskunni. Friedrich Nietzsche sagði eitt sinn: „Kosturinn við slæmt minni er sá að maður nýtur mörgum sinnum sama góða hlutarins sem það væri í fyrsta sinn.“ Ég kýs að taka Nietzsche trúanlegan og í stað þess að gráta minnið ætla ég að einbeita mér að því að njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Aftur og aftur og aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Halldór 30.08.2025 Halldór Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Sjá meira
Þessi pistill átti að fjalla um eitthvað allt annað. Hann átti að taka á samfélagsmeinum á hnyttinn og skemmtilegan hátt. En því miður gleymdi ég umfjöllunarefninu og get ómögulega munað það aftur. Það er nefnilega þannig að ég er orðin frekar gleymin með aldrinum. Skrifi ég hugmyndir ekki niður um leið og þeim lýstur í huga minn eru þær horfnar jafn skjótt og þær komu. Það sama á við um dagsverkin; þau þarf að skrá niður, annars gleymi ég að inna þau af hendi. Afmæli og stefnumót þarf ég líka að punkta niður í dagatalið. Það kemur ítrekað fyrir að ég sitji heima í stofu, standi þá skyndilega upp og rölti fram. Þegar fram er komið man ég ekki lengur hvert erindið var. Ætlaði ég ef til vill að ná í eitthvað? Kannski þurfti að kanna eitthvert hljóð? Á endanum neyðist ég þó til þess að snúa aftur á fyrri stað, einskis vísari um tilgang ferðarinnar. Undanfarið hef ég líka ítrekað gerst sek um að gleyma að slökkva undir eldavélarhellunum. Slíkt getur auðvitað verið stórhættulegt og veldur mér og sambýlingnum miklum áhyggjum. Þrátt fyrir ungan aldur pistilshöfunds fer minninu stöðugt hrakandi og suma daga er það svo slæmt að ég man ekki einu sinni eigið símanúmer. Líf mitt snýst um það að skrásetja allt svo engu sé gleymt. Dagatöl eru útkrotuð, handarbökin tvö líka, og síminn minn pípir reglulega með áminningar um yfirvofandi læknisheimsóknir. Hefði ég haft vit á að skrifa niður hina skemmtilegu hugmynd sem ég fékk fyrir nokkru værir þú, lesandi góður, núna að lesa eitthvað allt annað og skemmtilegra. Þess í stað situr þú uppi með þetta pistlaskrípi. En snúum okkur aftur að kjarna máls míns: gleymskunni. Friedrich Nietzsche sagði eitt sinn: „Kosturinn við slæmt minni er sá að maður nýtur mörgum sinnum sama góða hlutarins sem það væri í fyrsta sinn.“ Ég kýs að taka Nietzsche trúanlegan og í stað þess að gráta minnið ætla ég að einbeita mér að því að njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Aftur og aftur og aftur.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun