Hindrum ranglæti Toshiki Toma skrifar 15. maí 2013 06:00 Þann 6. maí sl. voru birtar fréttir af máli hælisleitanda frá Nígeríu, Martin. Hann flúði Nígeríu vegna þess að hann er samkynhneigður. Martin hafði sótt um hæli á Ítalíu og eytt níu árum í óvissu áður en hann kom til Íslands í leit að öðru tækifæri til mannlegs lífs. En Útlendingastofnun tók þá ákvörðun að senda hann aftur til Ítalíu vegna Dyflinnarreglugerðarinnar og innanríkisráðuneytið staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar. Eins og margir Íslendingar varð ég fyrir vonbrigðum með þessa frétt. Ég tel að það sé ástæða til að taka upp mál Martins á Íslandi, eins og hann hefur óskað eftir, fremur en að vísa honum úr landi. Helstu ástæðurnar eru að mínu mati: 1) Taka skuli tillit til níu ára biðar hans á Ítalíu við mat á málinu. 2) Á Ítalíu dvelja fleiri en 30.000 hælisleitendur og aðstæður þeirra virðast vera mjög slæmar. 3) Betri skilningur á samkynhneigð er til staðar á Íslandi. En það var eitthvað sem stakk hjarta mitt í þessu máli og vakti hjá mér sorg fremur en vonbrigði. Embættismenn hjá Útlendingastofnun eða í ráðuneytinu eru allir vel menntaðir í lögfræði, stjórnsýslufræði eða stjórnmálafræði. Þegar þeir hófu nám eða þegar þeir tóku við embætti hljóta þeir að hafa átt sér eigin draum eða eið, sem var líklega að vernda hið góða og hvetja til þess í samfélaginu, hindra ranglæti og losa okkur undan því. Þessi atriði má segja að séu sameiginleg ósk alls fólks og liggja til grundvallar í samfélagi okkar. Það er e.t.v. einfaldara að orða fyrrnefnd atriði en hugtakið mannréttindi, en án þeirrar óskar væri ekki hægt að stýra þróun samfélagsins til framtíðar. Engu að síður er raunveruleikinn sá að þessir vel menntuðu sérfræðingar virðast vera ánægðir með að senda saklausan einstakling til baka í vonlausa óvissu þar sem hann hefur nú þegar eytt níu árum. Ætti þetta að vera svona? Ég ætla alls ekki að fullyrða að starfsfólk Útlendingastofnunar eða ráðuneytisins sé vont fólk. En ef því finnst sjálfu að eitthvað eigi að vera leiðrétt hvað varðar ákvörðun um mál Martins, þá verður það að bera fram einhverja hugsun eða stefnutillögu fyrir samfélagið. Ég óska þess innilega að yfirvöld veiti okkur áþreifanleg og jákvæð viðbrögð við málinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Þann 6. maí sl. voru birtar fréttir af máli hælisleitanda frá Nígeríu, Martin. Hann flúði Nígeríu vegna þess að hann er samkynhneigður. Martin hafði sótt um hæli á Ítalíu og eytt níu árum í óvissu áður en hann kom til Íslands í leit að öðru tækifæri til mannlegs lífs. En Útlendingastofnun tók þá ákvörðun að senda hann aftur til Ítalíu vegna Dyflinnarreglugerðarinnar og innanríkisráðuneytið staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar. Eins og margir Íslendingar varð ég fyrir vonbrigðum með þessa frétt. Ég tel að það sé ástæða til að taka upp mál Martins á Íslandi, eins og hann hefur óskað eftir, fremur en að vísa honum úr landi. Helstu ástæðurnar eru að mínu mati: 1) Taka skuli tillit til níu ára biðar hans á Ítalíu við mat á málinu. 2) Á Ítalíu dvelja fleiri en 30.000 hælisleitendur og aðstæður þeirra virðast vera mjög slæmar. 3) Betri skilningur á samkynhneigð er til staðar á Íslandi. En það var eitthvað sem stakk hjarta mitt í þessu máli og vakti hjá mér sorg fremur en vonbrigði. Embættismenn hjá Útlendingastofnun eða í ráðuneytinu eru allir vel menntaðir í lögfræði, stjórnsýslufræði eða stjórnmálafræði. Þegar þeir hófu nám eða þegar þeir tóku við embætti hljóta þeir að hafa átt sér eigin draum eða eið, sem var líklega að vernda hið góða og hvetja til þess í samfélaginu, hindra ranglæti og losa okkur undan því. Þessi atriði má segja að séu sameiginleg ósk alls fólks og liggja til grundvallar í samfélagi okkar. Það er e.t.v. einfaldara að orða fyrrnefnd atriði en hugtakið mannréttindi, en án þeirrar óskar væri ekki hægt að stýra þróun samfélagsins til framtíðar. Engu að síður er raunveruleikinn sá að þessir vel menntuðu sérfræðingar virðast vera ánægðir með að senda saklausan einstakling til baka í vonlausa óvissu þar sem hann hefur nú þegar eytt níu árum. Ætti þetta að vera svona? Ég ætla alls ekki að fullyrða að starfsfólk Útlendingastofnunar eða ráðuneytisins sé vont fólk. En ef því finnst sjálfu að eitthvað eigi að vera leiðrétt hvað varðar ákvörðun um mál Martins, þá verður það að bera fram einhverja hugsun eða stefnutillögu fyrir samfélagið. Ég óska þess innilega að yfirvöld veiti okkur áþreifanleg og jákvæð viðbrögð við málinu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun