300 milljarðar Framsóknar Össur Skarphéðinsson skrifar 10. maí 2013 07:00 Framsókn vann hylli kjósenda með tveimur loforðum og formanni sem þjóðin taldi að hefði ærleg augu, inngróna staðfestu og væri trausts hennar verður. Fyrra loforðið var að afnema verðtrygginguna. Nefnd með fulltrúum allra flokka, með Eygló Harðardóttur, ritara Framsóknar, sem formann, hafði áður gefist upp á að finna brúklega leið. Sigmundur Davíð ítrekaði eigi að síður – fyrir og eftir kosningarnar – loforð Framsóknar um að afnema verðtryggingu kæmist hann í ríkisstjórn. Síðara loforðið var efnislega um að lækka verðtryggðar skuldir húsnæðiskaupenda um 300 milljarða. Það sló Sigmundur Davíð rækilega í gadda í hverjum einasta þætti sem hann kom fram í – og gaf heldur í eftir kosningarnar en hitt. Sigmundur Davíð kynnti nákvæma útfærslu á því sem hann lofaði að ríkissjóður myndi bæta skuldugum húsnæðiskaupendum. Það var hækkun á skuldum sem stafaði af muninum á milli verðbólguspár Seðlabankans fyrir hrun, og verðbólgunnar einsog hún þróaðist eftir hrunið. Þetta skilgreindi hann sem stökkbreytingu lána vegna forsendubrestsins. Framsókn sjálf mat þessa upphæð samtals um 300 milljarða. Það sem meira var – lækkun á höfuðstól skulda átti að koma nánast strax og ný ríkisstjórn væri komin til starfa. Þegar ég benti á að lesa mætti úr orðum forystumanna að flokkurinn ætlaði að greiða þetta á 20 árum steig Framsókn strax fram, bar það til baka, og útskýrði leið sem hún kvað tryggja að hægt væri að lækka höfuðstólinn strax um 300 milljarða. Guðni Ágústsson, samviska Framsóknar, hefur í hverjum þættinum eftir annan áréttað aftur og aftur að þessi skýru loforð geti Framsókn og Sigmundur Davíð ekki svikið. Guðni hefur bókstaflega sagt að þá verði bæði flokkur og formaður að ómerkingum. Það er erfitt að vera ósammála því. Sigmundur Davíð hefur gefið kjósendum skýrari og stærri loforð en nokkur stjórnmálamaður í sögu Íslands. Hann horfði í augu þjóðarinnar og hét henni að afnema verðtryggingu og lækka höfuðstól húsnæðisskulda um 300 milljarða – strax eftir kosningar. Hann getur ekki myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum um neitt minna. Kjósendur hafa gott minni. Hann hefur pólitískan heiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Sjá meira
Framsókn vann hylli kjósenda með tveimur loforðum og formanni sem þjóðin taldi að hefði ærleg augu, inngróna staðfestu og væri trausts hennar verður. Fyrra loforðið var að afnema verðtrygginguna. Nefnd með fulltrúum allra flokka, með Eygló Harðardóttur, ritara Framsóknar, sem formann, hafði áður gefist upp á að finna brúklega leið. Sigmundur Davíð ítrekaði eigi að síður – fyrir og eftir kosningarnar – loforð Framsóknar um að afnema verðtryggingu kæmist hann í ríkisstjórn. Síðara loforðið var efnislega um að lækka verðtryggðar skuldir húsnæðiskaupenda um 300 milljarða. Það sló Sigmundur Davíð rækilega í gadda í hverjum einasta þætti sem hann kom fram í – og gaf heldur í eftir kosningarnar en hitt. Sigmundur Davíð kynnti nákvæma útfærslu á því sem hann lofaði að ríkissjóður myndi bæta skuldugum húsnæðiskaupendum. Það var hækkun á skuldum sem stafaði af muninum á milli verðbólguspár Seðlabankans fyrir hrun, og verðbólgunnar einsog hún þróaðist eftir hrunið. Þetta skilgreindi hann sem stökkbreytingu lána vegna forsendubrestsins. Framsókn sjálf mat þessa upphæð samtals um 300 milljarða. Það sem meira var – lækkun á höfuðstól skulda átti að koma nánast strax og ný ríkisstjórn væri komin til starfa. Þegar ég benti á að lesa mætti úr orðum forystumanna að flokkurinn ætlaði að greiða þetta á 20 árum steig Framsókn strax fram, bar það til baka, og útskýrði leið sem hún kvað tryggja að hægt væri að lækka höfuðstólinn strax um 300 milljarða. Guðni Ágústsson, samviska Framsóknar, hefur í hverjum þættinum eftir annan áréttað aftur og aftur að þessi skýru loforð geti Framsókn og Sigmundur Davíð ekki svikið. Guðni hefur bókstaflega sagt að þá verði bæði flokkur og formaður að ómerkingum. Það er erfitt að vera ósammála því. Sigmundur Davíð hefur gefið kjósendum skýrari og stærri loforð en nokkur stjórnmálamaður í sögu Íslands. Hann horfði í augu þjóðarinnar og hét henni að afnema verðtryggingu og lækka höfuðstól húsnæðisskulda um 300 milljarða – strax eftir kosningar. Hann getur ekki myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum um neitt minna. Kjósendur hafa gott minni. Hann hefur pólitískan heiður.
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun