Bakarinn á Nørregade Halldór Halldórsson skrifar 10. maí 2013 12:00 Ég hafði gaman af dönsku í grunnskóla. Mál og menning þjóðarinnar lagðist vel í mig, mamma hlýddi mér yfir og yfirleitt fékk ég hæstu einkunnirnar í dönsku. Þetta dönsku-lán elti mig svo í framhaldsskóla. Eftir stúdentspróf í dönsku bætti ég við mig fleiri áföngum. TókH.C Andersen áfanga – danska 403. Þar var aðeins ég og krakkar sem höfðu búið í Danmörku og smitast af danska yfirlætinu. Öll kennslan fór fram á dönsku og yfirleitt leið mér eins og ég væri innflytjandinn í bekknum. Samttala ég glataða dönsku. Þrátt fyrir að ferðast um það bil tvisvar á ári til Kaupmannahafnar. Alltaf jafn vongóður um að nú muni þeir skilja mig. Mesta sjokkið kom eiginlega síðasta sumar þegar við í Mið-Íslandi fórum út til Hafnar (eins og Fjölnismenn) að vinna grín með einhverjum Dönum. Bláeygðir reyndum að tala þeirra tungu og ganga í augun á þeim en allt kom fyrir ekki. Þeir hlógu upp í opið geðið á okkur þegar við reyndum að tala við þá. Svona eins og þeir væru að horfa á hund sem einhver hafði sett á derhúfu. Og við móðguðumst svo að samstarfið fór aldrei á flug. Seinna, þegar við leituðum skjóls uppi á hóteli, þá stoppaði hótelstýran okkur. Við enduðum á að spjalla við hana í 45 mínútur – og það á dönsku. Hún var 75 ára. Við lærum nefnilega ekki nútímadönsku á Íslandi. Við lærum einhverja Tívolí – Matador dönsku. Dönsku sem var töluð miklu hægar og skýrar en hún er gerð í dag. Þess vegna svimar okkur þegar við horfum á Borgen án texta. Danskan sem við lærum var töluð af ligeglad Dönum, sem er næstum útdauður stofn. Við lærum síldardönsku, ekki sushi-dönsku. Svo í guðanna bænum hættið að kenna íslenskum ungmennum að það sé bakari á Nørregade sem bakar kringlur og jólakökur því hann er farinn. Þar eru í mesta lagi tveir útskúffaðir innflytjendur, framagjörn bissnesskona og hipster með pirrandi hárgreiðslu og tattúeraða framhandleggi. Og hann skilur ekki orð af því sem þú segir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson, Dóri DNA Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun
Ég hafði gaman af dönsku í grunnskóla. Mál og menning þjóðarinnar lagðist vel í mig, mamma hlýddi mér yfir og yfirleitt fékk ég hæstu einkunnirnar í dönsku. Þetta dönsku-lán elti mig svo í framhaldsskóla. Eftir stúdentspróf í dönsku bætti ég við mig fleiri áföngum. TókH.C Andersen áfanga – danska 403. Þar var aðeins ég og krakkar sem höfðu búið í Danmörku og smitast af danska yfirlætinu. Öll kennslan fór fram á dönsku og yfirleitt leið mér eins og ég væri innflytjandinn í bekknum. Samttala ég glataða dönsku. Þrátt fyrir að ferðast um það bil tvisvar á ári til Kaupmannahafnar. Alltaf jafn vongóður um að nú muni þeir skilja mig. Mesta sjokkið kom eiginlega síðasta sumar þegar við í Mið-Íslandi fórum út til Hafnar (eins og Fjölnismenn) að vinna grín með einhverjum Dönum. Bláeygðir reyndum að tala þeirra tungu og ganga í augun á þeim en allt kom fyrir ekki. Þeir hlógu upp í opið geðið á okkur þegar við reyndum að tala við þá. Svona eins og þeir væru að horfa á hund sem einhver hafði sett á derhúfu. Og við móðguðumst svo að samstarfið fór aldrei á flug. Seinna, þegar við leituðum skjóls uppi á hóteli, þá stoppaði hótelstýran okkur. Við enduðum á að spjalla við hana í 45 mínútur – og það á dönsku. Hún var 75 ára. Við lærum nefnilega ekki nútímadönsku á Íslandi. Við lærum einhverja Tívolí – Matador dönsku. Dönsku sem var töluð miklu hægar og skýrar en hún er gerð í dag. Þess vegna svimar okkur þegar við horfum á Borgen án texta. Danskan sem við lærum var töluð af ligeglad Dönum, sem er næstum útdauður stofn. Við lærum síldardönsku, ekki sushi-dönsku. Svo í guðanna bænum hættið að kenna íslenskum ungmennum að það sé bakari á Nørregade sem bakar kringlur og jólakökur því hann er farinn. Þar eru í mesta lagi tveir útskúffaðir innflytjendur, framagjörn bissnesskona og hipster með pirrandi hárgreiðslu og tattúeraða framhandleggi. Og hann skilur ekki orð af því sem þú segir.