Esther Viktoría Ragnarsdóttir stóð sig frábærlega með Stjörnunni í úrslitakeppni N1 deildar kvenna og svo vel að hún spilaði sig inn í íslenska A-landsliðið. Ester er eini nýliðinn í 22 manna æfingarhópi Ágústs Jóhannssonar sem tilkynntur var í gær.
Ágúst valdi þennan hóp sem tekur þátt í undirbúningi fyrir umspilsleikina við Tékka sem fara fram í byrjun júní. Liðið fer á Netbuss Open í Svíþjóð dagana 23.-27. maí þar sem íslensku stelpurnar mæta Noregi, Svíþjóð og Serbíu, en mótið er liður í undirbúningi fyrir leikina í júní.
Esther skoraði 37 mörk í 11 leikjum Stjörnunnar í úrslitakeppninni, þar af 20 mörk í lokaúrslitunum á móti Fram. Hún vakti ekki síst athygli fyrir að taka oft af skarið í leikjunum, ekki síst þar sem hún var með mikla reynslubolta sér við hlið.
Valskonan Þorgerður Anna Atladóttir gefur ekki kost á sér vegna meiðsla en hún hefur verið í landsliðinu síðan í september í fyrra og forfallast í síðustu verkefni vegna bæði meiðsla og anna í skóla.
Esther eini nýliðinn í æfingahópi Ágústs
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn




Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn


