VG og framtíðin! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 8. maí 2013 07:00 Nú rúmri viku bak kosningum og meðan vöfflubakstur stendur yfir á vegum framsóknar- og sjálfstæðismanna er ekki úr vegi að tjá hug sinn til kosningaúrslitanna. Hitt bíður betri tíma að óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar og mun ekki af veita, hver sem hún verður. Sú ríkisstjórn mun njóta góðs af þeim ótvíræða árangri sem náðst hefur í efnahagslegri endurreisn landsins frá hruni. Himinn og haf eru milli aðstæðna nú og þeirra fordæmalausu erfiðleika sem við blöstu á öndverðu ári 2009. Mörg stór og vandasöm úrlausnarefni eru engu að síður fram undan og efnahagsóáran í mestallri Evrópu smitar í vaxandi mæli hingað heim. Við þurfum því áfram að vanda okkur. Eins og yfirleitt féllu úrslit nálægt síðustu skoðanakönnunum fyrir kosningar en þó vörðum við Vinstri græn stöðu okkar ívið betur en flestar spár höfðu gert ráð fyrir. Það rímaði vel við það andrúmsloft sem maður varð áskynja á lokasprettinum. Við komum standandi niður eftir vel útfærða og málefnalega kosningabaráttu og engin óábyrg loforð munu þvælast fyrir okkur í framhaldinu. Formaður VG, Katrín Jakobsdóttir, var að mati undirritaðs og að öllum öðrum ólöstuðum sigurvegari þessarar kosningabaráttu. Skýr, málefnaleg og traust framkoma hennar skoraði meðal þjóðarinnar langt út fyrir raðir þeirra sem að lokum kusu hreyfinguna.Komin til að vera Vinstrihreyfingin grænt framboð verður svo sannarlega hluti af framtíðinni og er fyrir löngu komin til að vera í íslenskum stjórnmálum. Með tæplega 11% fylgi í þessum kosningum og sjö þingmenn er okkur ekkert að vanbúnaði að leggja upp í nýtt kjörtímabil hvað sem það ber í skauti sínu og hvaða verkefni sem það færir okkur í hendur. Verði hlutskipti okkar stjórnarandstaða gefst á nýjan leik meiri tími og hægari aðstæður til að sinna innra flokksstarfi, til að uppfæra og efla málefnastarf og sinna ýmsu því sem annríki björgunarstarfsins í ríkisstjórn í á fimmta ár skammtaði nauman tíma. Vissulega getur átt eftir að reyna á styrk okkar í stjórnarandstöðu ef afturhvarf til stefnu og stjórnarhátta fyrirhrunsáranna verður veruleiki stjórnmálanna á Íslandi á nýjan leik. En þá verður það uppbyggilegt aðhald en ekki einhliða eyðileggingarstarf í anda fráfarandi stjórnarandstöðu. Að sama skapi erum við reynslunni ríkari og öflugri eftir eldskírn í ríkisstjórn við fordæmalaust erfiðar aðstæður komi til okkar kasta á þeim vettvangi. Nú, rétt eins og í upphafi árs 2009, er það mín sannfæring að við Vinstri græn eigum að hlýða kalli ef skyldan bíður og við trúum því að það verði landi og þjóð til góðs.Glaðbeitt á vit framtíðarinnar Með öðrum orðum, við getum lagt glaðbeitt upp í nýhafið kjörtímabil. Á fundum og í samtölum við liðsmenn Vinstri grænna undanfarna daga eftir kosningar skynja ég samstöðu, bjartsýni og baráttuhug. Við getum verið og eigum að vera stolt af verkum okkar undanfarin ár, þó það hafi vissulega verið ár erfiðra verkefna og fórna. En hvort tveggja er að stjórnmál snúast ekki um það að hafa það huggulegt fyrir sjálfan sig eða flokk sinn og hitt að menn leggja nú ýmislegt á sig fyrir minna en að bjarga landi sínu frá þjóðargjaldþroti. Okkur Vinstri grænum eru allir vegir færir úr núverandi stöðu og sama gildir um Ísland verði málum þess ekki klúðrað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Nú rúmri viku bak kosningum og meðan vöfflubakstur stendur yfir á vegum framsóknar- og sjálfstæðismanna er ekki úr vegi að tjá hug sinn til kosningaúrslitanna. Hitt bíður betri tíma að óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar og mun ekki af veita, hver sem hún verður. Sú ríkisstjórn mun njóta góðs af þeim ótvíræða árangri sem náðst hefur í efnahagslegri endurreisn landsins frá hruni. Himinn og haf eru milli aðstæðna nú og þeirra fordæmalausu erfiðleika sem við blöstu á öndverðu ári 2009. Mörg stór og vandasöm úrlausnarefni eru engu að síður fram undan og efnahagsóáran í mestallri Evrópu smitar í vaxandi mæli hingað heim. Við þurfum því áfram að vanda okkur. Eins og yfirleitt féllu úrslit nálægt síðustu skoðanakönnunum fyrir kosningar en þó vörðum við Vinstri græn stöðu okkar ívið betur en flestar spár höfðu gert ráð fyrir. Það rímaði vel við það andrúmsloft sem maður varð áskynja á lokasprettinum. Við komum standandi niður eftir vel útfærða og málefnalega kosningabaráttu og engin óábyrg loforð munu þvælast fyrir okkur í framhaldinu. Formaður VG, Katrín Jakobsdóttir, var að mati undirritaðs og að öllum öðrum ólöstuðum sigurvegari þessarar kosningabaráttu. Skýr, málefnaleg og traust framkoma hennar skoraði meðal þjóðarinnar langt út fyrir raðir þeirra sem að lokum kusu hreyfinguna.Komin til að vera Vinstrihreyfingin grænt framboð verður svo sannarlega hluti af framtíðinni og er fyrir löngu komin til að vera í íslenskum stjórnmálum. Með tæplega 11% fylgi í þessum kosningum og sjö þingmenn er okkur ekkert að vanbúnaði að leggja upp í nýtt kjörtímabil hvað sem það ber í skauti sínu og hvaða verkefni sem það færir okkur í hendur. Verði hlutskipti okkar stjórnarandstaða gefst á nýjan leik meiri tími og hægari aðstæður til að sinna innra flokksstarfi, til að uppfæra og efla málefnastarf og sinna ýmsu því sem annríki björgunarstarfsins í ríkisstjórn í á fimmta ár skammtaði nauman tíma. Vissulega getur átt eftir að reyna á styrk okkar í stjórnarandstöðu ef afturhvarf til stefnu og stjórnarhátta fyrirhrunsáranna verður veruleiki stjórnmálanna á Íslandi á nýjan leik. En þá verður það uppbyggilegt aðhald en ekki einhliða eyðileggingarstarf í anda fráfarandi stjórnarandstöðu. Að sama skapi erum við reynslunni ríkari og öflugri eftir eldskírn í ríkisstjórn við fordæmalaust erfiðar aðstæður komi til okkar kasta á þeim vettvangi. Nú, rétt eins og í upphafi árs 2009, er það mín sannfæring að við Vinstri græn eigum að hlýða kalli ef skyldan bíður og við trúum því að það verði landi og þjóð til góðs.Glaðbeitt á vit framtíðarinnar Með öðrum orðum, við getum lagt glaðbeitt upp í nýhafið kjörtímabil. Á fundum og í samtölum við liðsmenn Vinstri grænna undanfarna daga eftir kosningar skynja ég samstöðu, bjartsýni og baráttuhug. Við getum verið og eigum að vera stolt af verkum okkar undanfarin ár, þó það hafi vissulega verið ár erfiðra verkefna og fórna. En hvort tveggja er að stjórnmál snúast ekki um það að hafa það huggulegt fyrir sjálfan sig eða flokk sinn og hitt að menn leggja nú ýmislegt á sig fyrir minna en að bjarga landi sínu frá þjóðargjaldþroti. Okkur Vinstri grænum eru allir vegir færir úr núverandi stöðu og sama gildir um Ísland verði málum þess ekki klúðrað.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun