Klárum samningana! Össur Skarphéðinsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Mikill meirihluti af þeim sem tóku afstöðu í könnun Félagsvísindastofnunar vill ljúka samningum um aðild að Evrópusambandinu. Samningaviðræðurnar eru komnar langt áleiðis og glapræði væri að slíta þeim. Það gæti frestað möguleikum Íslendinga á að taka upp evru um 30-40 ár. Nú þegar er búið að opna til samninga 4/5 af þeim 33 köflum sem um þarf að semja. Samningum er lokið um þriðjung. Mestu skiptir að okkur hefur tekist að skapa góðan skilning á sérstöðu Íslands, ekki síst varðandi sjávarútveg, landbúnað og aðra mikilvæga þætti. Það kom t.d. fram á nýlegum fundi mínum með Stefan Fule, stækkunarstjóra sambandsins, sem lýsti fullum skilningi á mikilvægri kröfu Íslendinga um bann við innflutningi á lifandi dýrum. Framkvæmdastjóri orkumála, Oettinger, lýsti sömuleiðis yfir í tilkynningu eftir okkar fund að Íslendingar myndu halda bæði eignarhaldi og fullu forræði yfir orkulindum sínum. Fyrir liggur að reglur ESB tryggja að Íslendingar halda rétti sínum sem þeir hafa gagnvart fiskistofnum í hafi. Evrópuleiðin gerir Íslendingum kleift, ef þeir vilja, að skipta út krónunni, sem er þyngsti skatturinn á þjóðinni, og taka upp evru. Vextir myndu lækka, verðbólga myndi minnka og verðtryggingin hyrfi. Þarna liggur tækifæri Íslands til að öðlast efnahagslegan stöðugleika. Reynsla smárra þjóða sýnir líka að aðild stóreykur erlendar fjárfestingar, sem skapa störf og fjölbreytni í atvinnulífinu. Þeir sem vilja tryggja framhald viðræðna og halda möguleikum Íslands opnum gagnvart Evrópusambandinu stuðla best að því með því að greiða Samfylkingunni atkvæði sitt. Við erum sá flokkur sem bar málið fram á Alþingi og höfum sýnt mesta staðfestu og ábyrgð í Evrópuferlinu. Þeir sem vilja fá að kjósa um samning – þeir kjósa líka Samfylkinguna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Össur Skarphéðinsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti af þeim sem tóku afstöðu í könnun Félagsvísindastofnunar vill ljúka samningum um aðild að Evrópusambandinu. Samningaviðræðurnar eru komnar langt áleiðis og glapræði væri að slíta þeim. Það gæti frestað möguleikum Íslendinga á að taka upp evru um 30-40 ár. Nú þegar er búið að opna til samninga 4/5 af þeim 33 köflum sem um þarf að semja. Samningum er lokið um þriðjung. Mestu skiptir að okkur hefur tekist að skapa góðan skilning á sérstöðu Íslands, ekki síst varðandi sjávarútveg, landbúnað og aðra mikilvæga þætti. Það kom t.d. fram á nýlegum fundi mínum með Stefan Fule, stækkunarstjóra sambandsins, sem lýsti fullum skilningi á mikilvægri kröfu Íslendinga um bann við innflutningi á lifandi dýrum. Framkvæmdastjóri orkumála, Oettinger, lýsti sömuleiðis yfir í tilkynningu eftir okkar fund að Íslendingar myndu halda bæði eignarhaldi og fullu forræði yfir orkulindum sínum. Fyrir liggur að reglur ESB tryggja að Íslendingar halda rétti sínum sem þeir hafa gagnvart fiskistofnum í hafi. Evrópuleiðin gerir Íslendingum kleift, ef þeir vilja, að skipta út krónunni, sem er þyngsti skatturinn á þjóðinni, og taka upp evru. Vextir myndu lækka, verðbólga myndi minnka og verðtryggingin hyrfi. Þarna liggur tækifæri Íslands til að öðlast efnahagslegan stöðugleika. Reynsla smárra þjóða sýnir líka að aðild stóreykur erlendar fjárfestingar, sem skapa störf og fjölbreytni í atvinnulífinu. Þeir sem vilja tryggja framhald viðræðna og halda möguleikum Íslands opnum gagnvart Evrópusambandinu stuðla best að því með því að greiða Samfylkingunni atkvæði sitt. Við erum sá flokkur sem bar málið fram á Alþingi og höfum sýnt mesta staðfestu og ábyrgð í Evrópuferlinu. Þeir sem vilja fá að kjósa um samning – þeir kjósa líka Samfylkinguna.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar