Það skiptir máli hverjir stjórna Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 26. apríl 2013 06:00 Senn lýkur einu viðburðaríkasta kjörtímabilinu í sögu lýðveldisins. Þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG tók við stjórn landsins blasti við afar dökk mynd af stöðu efnahagsmála; þjóðargjaldþrot var yfirvofandi. Fjármálamarkaðurinn var hruninn, verðbólga nálgaðist annan tug prósenta, atvinnuleysi, skuldir heimila og fyrirtækja og halli ríkissjóðs náðu fordæmalausum hæðum. Gjaldmiðill landsins og kjör almennings voru í frjálsu falli. Ísland var einangrað frá alþjóðlegum fjármálamarkaði, rúið trausti eins og lánshæfismat og skuldatryggingarálag ríkissjóðs sýndi. Að fjórum árum liðnum blasir við gjörbreytt mynd. Hagvöxtur hefur verið tvö ár samfleytt og er landsframleiðsla nú svipuð og hún var árið 2006. Hagvöxtur hefur verið meiri hér á landi en í okkar helstu samanburðarlöndum. Þrátt fyrir verri viðskiptakjör eru hagvaxtarspár talsvert jákvæðari fyrir Ísland en önnur Evrópuríki. Halli ríkissjóðs hefur minnkað úr 216 milljörðum í tæpa fjóra milljarða. Kaupmáttur hefur aukist þrjú ár í röð og hafa laun á hverja vinnustund ekki verið hærri frá hruni í samanburði við laun í helstu viðskiptalöndum okkar.Minni verðbólga og atvinnuleysi Verðbólgan er nú einungis þriðjungur af því sem hún var og atvinnuleysi hefur minnkað um tæpan helming. Eftir hrun var tæplega einn af hverjum tíu vinnufærum mönnum án vinnu. Nú er atvinnuleysi hið næstminnsta í allri Evrópu. Atvinnulausum hefur fækkað um meira en 12.000 og er það ekki síst aðgerðum stjórnvalda að þakka. Afkoma heimilanna og eignastaða hefur batnað jafnt og þétt undanfarin tvö ár. Gjaldþrotum fækkar og árangurslausum fjárnámum sömuleiðis. Frá miðju ári í fyrra hafa fleiri flutt til landsins en frá því. Góður afgangur er nú af utanríkisviðskiptum og ferðaþjónusta og hinar skapandi greinar eru í miklum vexti, ekki síst vegna stóraukins stuðnings stjórnvalda.300 milljarða lækkun skulda heimila Skuldir heimila og fyrirtækja hafa lækkað um tæpan helming frá haustinu 2008. Sé litið til alls kjörtímabilsins hafa skuldir heimila og fyrirtækja lækkað sem nemur tvöfaldri landsframleiðslu, um 3.000 milljarða króna. Skuldir heimilanna hafa lækkað um meira en 300 milljarða króna og er skuldastaða þeirra nú svipuð og árið 2006. Skuldir hins opinbera lækka einnig þrátt fyrir áföll hrunsins og eru þær nú svipaðar og í ýmsum öðrum iðnríkjum á borð við Bandaríkin, Belgíu og Írland. Við stöðvuðum skuldasöfnun hins opinbera og endurreistum traust alþjóðasamfélagsins á íslensku efnahagslífi. Skuldatryggingarálag ríkissjóðs hefur ekki verið jafn lágt síðan á miðju ári 2008 og hafa öll alþjóðlegu matsfyrirtækin sett Ísland í fjárfestingarflokk.Merkin sýna verkin Enn blasa við krefjandi verkefni. Ríkisstjórnin hefur stigið mikilvæg skref til að ýta undir aukna fjárfestingu í landinu. Þær aukast um fimmtung á þessu ári samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofunnar. Fjölmargir fjárfestingarsamningar hafa verið undirritaðir um lögfestar ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Gangi þau áform eftir til ársins 2017 væri um 2.200 ársverk að tefla í fjárfestingum fyrir meira en 290 milljarða króna. Sérstök þriggja ára fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar getur skapað 4.000 bein störf en á þessu ári verður yfir 10 milljörðum varið til verkefna vítt og breitt um landið í nafni hennar. Þá bind ég miklar vonir við það víðtæka samráð sem ég setti af stað á grunni skýrslu McKinsey um hvernig auka megi framleiðni og fjárfestingu á Íslandi.Sterk staða Íslands Efnahagslegur árangur ríkisstjórnarinnar hefur vakið heimsathygli enda tala tölurnar sínu máli. Það er einmitt á grunni þessa árangurs sem allir stjórnmálaflokkar landsins telja sig nú geta lofað auknum útgjöldum og skattalækkunum. Sterk staða Íslands til að leysa vandann sem við blasir vegna fjármagnshafta, snjóhengjunnar og uppgjörs vegna þrotabúa gömlu bankanna er einnig til komin vegna faglegrar vinnu ríkisstjórnarinnar og afdráttarlausrar lagasetningar sem kyrrsetti erlendar eignir kröfuhafanna í þrotabúum gömlu bankanna. Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Framsóknarflokkurinn studdu þá lagasetningu þótt þeir byggi nú stórkarlaleg kosningaloforð á þessari aðgerð ríkisstjórnarinnar og góðri stöðu Íslands.Kjósum öryggi í stað áhættu Ný ríkisstjórn getur glutrað niður þeim góða árangri sem þjóðin hefur náð á liðnu kjörtímabili með miklum fórnum allra landsmanna. Það skiptir því máli að þjóðin kjósi stjórnmálaflokka sem þeir geta treyst til að halda áfram uppbyggingarstarfi liðinna ára og sýna ábyrgð og festu í ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Aðeins á þeim grunni byggjum við velferð þessa lands. Munum að með stefnu sinni og aðgerðum, t.d. einkavæðingu bankanna, kölluðu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn skelfilegar afleiðingar hrunsins yfir íslensk heimili. Það voru líka þessir flokkar sem ollu hér meiri ójöfnuði en áður hafði sést. Það voru hins vegar jafnaðarmenn sem leiddu þjóðina út úr vandanum, komu Íslandi í hóp þeirra þjóða þar sem jafnrétti og jöfnuður eru hvað mest í heiminum og lögðu grunn að þeim eftirsóknarverðu tækifærum þjóðarinnar sem nú blasa við flestum. Kjósum öryggi í stað áhættu. Gleðilegt sumar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Senn lýkur einu viðburðaríkasta kjörtímabilinu í sögu lýðveldisins. Þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG tók við stjórn landsins blasti við afar dökk mynd af stöðu efnahagsmála; þjóðargjaldþrot var yfirvofandi. Fjármálamarkaðurinn var hruninn, verðbólga nálgaðist annan tug prósenta, atvinnuleysi, skuldir heimila og fyrirtækja og halli ríkissjóðs náðu fordæmalausum hæðum. Gjaldmiðill landsins og kjör almennings voru í frjálsu falli. Ísland var einangrað frá alþjóðlegum fjármálamarkaði, rúið trausti eins og lánshæfismat og skuldatryggingarálag ríkissjóðs sýndi. Að fjórum árum liðnum blasir við gjörbreytt mynd. Hagvöxtur hefur verið tvö ár samfleytt og er landsframleiðsla nú svipuð og hún var árið 2006. Hagvöxtur hefur verið meiri hér á landi en í okkar helstu samanburðarlöndum. Þrátt fyrir verri viðskiptakjör eru hagvaxtarspár talsvert jákvæðari fyrir Ísland en önnur Evrópuríki. Halli ríkissjóðs hefur minnkað úr 216 milljörðum í tæpa fjóra milljarða. Kaupmáttur hefur aukist þrjú ár í röð og hafa laun á hverja vinnustund ekki verið hærri frá hruni í samanburði við laun í helstu viðskiptalöndum okkar.Minni verðbólga og atvinnuleysi Verðbólgan er nú einungis þriðjungur af því sem hún var og atvinnuleysi hefur minnkað um tæpan helming. Eftir hrun var tæplega einn af hverjum tíu vinnufærum mönnum án vinnu. Nú er atvinnuleysi hið næstminnsta í allri Evrópu. Atvinnulausum hefur fækkað um meira en 12.000 og er það ekki síst aðgerðum stjórnvalda að þakka. Afkoma heimilanna og eignastaða hefur batnað jafnt og þétt undanfarin tvö ár. Gjaldþrotum fækkar og árangurslausum fjárnámum sömuleiðis. Frá miðju ári í fyrra hafa fleiri flutt til landsins en frá því. Góður afgangur er nú af utanríkisviðskiptum og ferðaþjónusta og hinar skapandi greinar eru í miklum vexti, ekki síst vegna stóraukins stuðnings stjórnvalda.300 milljarða lækkun skulda heimila Skuldir heimila og fyrirtækja hafa lækkað um tæpan helming frá haustinu 2008. Sé litið til alls kjörtímabilsins hafa skuldir heimila og fyrirtækja lækkað sem nemur tvöfaldri landsframleiðslu, um 3.000 milljarða króna. Skuldir heimilanna hafa lækkað um meira en 300 milljarða króna og er skuldastaða þeirra nú svipuð og árið 2006. Skuldir hins opinbera lækka einnig þrátt fyrir áföll hrunsins og eru þær nú svipaðar og í ýmsum öðrum iðnríkjum á borð við Bandaríkin, Belgíu og Írland. Við stöðvuðum skuldasöfnun hins opinbera og endurreistum traust alþjóðasamfélagsins á íslensku efnahagslífi. Skuldatryggingarálag ríkissjóðs hefur ekki verið jafn lágt síðan á miðju ári 2008 og hafa öll alþjóðlegu matsfyrirtækin sett Ísland í fjárfestingarflokk.Merkin sýna verkin Enn blasa við krefjandi verkefni. Ríkisstjórnin hefur stigið mikilvæg skref til að ýta undir aukna fjárfestingu í landinu. Þær aukast um fimmtung á þessu ári samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofunnar. Fjölmargir fjárfestingarsamningar hafa verið undirritaðir um lögfestar ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Gangi þau áform eftir til ársins 2017 væri um 2.200 ársverk að tefla í fjárfestingum fyrir meira en 290 milljarða króna. Sérstök þriggja ára fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar getur skapað 4.000 bein störf en á þessu ári verður yfir 10 milljörðum varið til verkefna vítt og breitt um landið í nafni hennar. Þá bind ég miklar vonir við það víðtæka samráð sem ég setti af stað á grunni skýrslu McKinsey um hvernig auka megi framleiðni og fjárfestingu á Íslandi.Sterk staða Íslands Efnahagslegur árangur ríkisstjórnarinnar hefur vakið heimsathygli enda tala tölurnar sínu máli. Það er einmitt á grunni þessa árangurs sem allir stjórnmálaflokkar landsins telja sig nú geta lofað auknum útgjöldum og skattalækkunum. Sterk staða Íslands til að leysa vandann sem við blasir vegna fjármagnshafta, snjóhengjunnar og uppgjörs vegna þrotabúa gömlu bankanna er einnig til komin vegna faglegrar vinnu ríkisstjórnarinnar og afdráttarlausrar lagasetningar sem kyrrsetti erlendar eignir kröfuhafanna í þrotabúum gömlu bankanna. Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Framsóknarflokkurinn studdu þá lagasetningu þótt þeir byggi nú stórkarlaleg kosningaloforð á þessari aðgerð ríkisstjórnarinnar og góðri stöðu Íslands.Kjósum öryggi í stað áhættu Ný ríkisstjórn getur glutrað niður þeim góða árangri sem þjóðin hefur náð á liðnu kjörtímabili með miklum fórnum allra landsmanna. Það skiptir því máli að þjóðin kjósi stjórnmálaflokka sem þeir geta treyst til að halda áfram uppbyggingarstarfi liðinna ára og sýna ábyrgð og festu í ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Aðeins á þeim grunni byggjum við velferð þessa lands. Munum að með stefnu sinni og aðgerðum, t.d. einkavæðingu bankanna, kölluðu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn skelfilegar afleiðingar hrunsins yfir íslensk heimili. Það voru líka þessir flokkar sem ollu hér meiri ójöfnuði en áður hafði sést. Það voru hins vegar jafnaðarmenn sem leiddu þjóðina út úr vandanum, komu Íslandi í hóp þeirra þjóða þar sem jafnrétti og jöfnuður eru hvað mest í heiminum og lögðu grunn að þeim eftirsóknarverðu tækifærum þjóðarinnar sem nú blasa við flestum. Kjósum öryggi í stað áhættu. Gleðilegt sumar!
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun