Íslendingar snúa heim Steingrímur J. Sigfússon skrifar 20. apríl 2013 06:00 Umtalsvert fleiri fluttu til landsins en frá því á 1. fjórðungi 2013 samkvæmt tölum Hagstofunnar og er það annan ársfjórðunginn í röð. Þetta eru mikil og góð umskipti frá árum fyrst eftir hrun, einkum frá árinu 2009. Að sjálfsögðu gleðitíðindi og staðfesta aukna bjartsýni og trú á framtíðina á Íslandi. Bati á vinnumarkaði á hlut að máli og ríma þessar tölur um jákvæðan flutningsjöfnuð ágætlega við tölur um lækkun atvinnuleysis og fjölgun starfa. Fleira fólk flytur heim því meiri vinnu er að hafa.Jákvæður jöfnuður á 1. fjórðungi Á fyrsta fjórðungi í ár fluttu 520 fleiri til landsins en frá því. Stór hluti (+485) þessa hóps var erlendir ríkisborgarar. Aðfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru þó einnig fleiri (+35) en brottfluttir. Á síðasta ársfjórðungi liðins árs fluttu einnig lítillega fleiri Íslendingar til landsins en frá því. Þetta ásamt mun fleiri fæðingum en nemur fjölda þeirra sem falla frá veldur því að þjóðinni fjölgar nú myndarlega á nýjan leik (rúmlega 1.000 manns á fyrsta ársfjórðungi). Vissulega fluttu margir frá Íslandi, einkum á árinu 2009 eins og áður sagði, en þar munaði mest um mikinn fjölda fólks af erlendum uppruna sem hingað hafði komið til vinnu á þenslu- og vitleysistímanum fyrir hrun. Landsmönnum fækkaði lítillega á árinu 2009 í fyrsta skipti í heila öld, en þegar upp er staðið gerðist það aðeins á því eina ári. Þróunin nú er mjög jákvæð séð í því sögulega ljósi að á löngum árabilum hefur flutningsjöfnuður íslenskra ríkisborgara haft tilhneigingu til að vera neikvæður án þess að nokkuð efnahagshrun kæmi til.Atvinnuleysi á niðurleið Margir andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa gert mikið úr fólksflóttanum fram undir hið síðasta og notað stór orð. Samband ungra sjálfstæðismanna ályktaði sérstaklega um þessa búferlaþróun fyrir ríflega ári með yfirfyrirsögninni „Landflótti áfellisdómur yfir ríkisstjórninni“. Morgunblaðið birti greinaflokka um hið sama, einmitt þegar málin voru augljóslega að færast til betri vegar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bar fólksflutningana frá Íslandi saman við flutningana til Vesturheims fyrir um 120 árum í ræðu á Alþingi árið 2011. Fyrirliggjandi staðreyndir sýna hversu fjarstæðukenndur allur samanburður er við hina stórfelldu fólksflutninga á Vesturfaratímanum. Nei, atvinnuleysistölur síðustu missera og fólksfjöldatölurnar nú afsanna slíkt svartsýnistal. Atvinnuástand síðustu misserin hefur farið batnandi. Þetta er augljóst þegar vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar og skráð atvinnuleysi Vinnumálastofnunar er skoðað. Atvinnuleysið hefur minnkað um allt land og nam 5,3% samkvæmt Vinnumálastofnun í mars samanborið við 7,1% í mars í fyrra. Það stefnir því í að skráð atvinnuleysi verði á bilinu 3-4% á háannatímanum síðsumars. Þessar batnandi horfur hafa áhrif á ákvarðanir fólks um flutninga milli landa. Þær vísbendingar sjást vel í búferlaflutningstölum Hagstofunnar.Ísland stendur vel Eins og fram kom hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) fljótlega eftir hrun taldi hann að búast mætti við 3-4% fólksfækkun miðað við þáverandi spá um samdrátt efnahagslífsins. Það hefðu orðið þungbærar tölur. Nú liggur hins vegar fyrir að fækkunin varð hverfandi og stóð stutt. Í samanburði við kreppuna í Færeyjum árið 1990 hefur Ísland sloppið ótrúlega vel. Í kjölfar kreppunnar í Færeyjum fluttu um 10-12% Færeyinga af landi brott. Raunar er Færeyingum enn að fækka nú síðustu tvö árin jafnvel þótt hagkerfi þeirra hafi farið mun betur út úr fjármálakreppunni en okkar. Staðan á Írlandi, í Portúgal, á Spáni og svo ekki sé nú talað um í Grikklandi er hins vegar mjög alvarleg. Þar flytur fólk, ekki síst ungt fólk, unnvörpum burt jafnvel í veikri voninni einni saman um eitthvað betra annars staðar. Hér hefur hins vegar greinilega tekist það vel til á þennan mælikvarða mælt að fleiri snúa nú heim en fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Umtalsvert fleiri fluttu til landsins en frá því á 1. fjórðungi 2013 samkvæmt tölum Hagstofunnar og er það annan ársfjórðunginn í röð. Þetta eru mikil og góð umskipti frá árum fyrst eftir hrun, einkum frá árinu 2009. Að sjálfsögðu gleðitíðindi og staðfesta aukna bjartsýni og trú á framtíðina á Íslandi. Bati á vinnumarkaði á hlut að máli og ríma þessar tölur um jákvæðan flutningsjöfnuð ágætlega við tölur um lækkun atvinnuleysis og fjölgun starfa. Fleira fólk flytur heim því meiri vinnu er að hafa.Jákvæður jöfnuður á 1. fjórðungi Á fyrsta fjórðungi í ár fluttu 520 fleiri til landsins en frá því. Stór hluti (+485) þessa hóps var erlendir ríkisborgarar. Aðfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru þó einnig fleiri (+35) en brottfluttir. Á síðasta ársfjórðungi liðins árs fluttu einnig lítillega fleiri Íslendingar til landsins en frá því. Þetta ásamt mun fleiri fæðingum en nemur fjölda þeirra sem falla frá veldur því að þjóðinni fjölgar nú myndarlega á nýjan leik (rúmlega 1.000 manns á fyrsta ársfjórðungi). Vissulega fluttu margir frá Íslandi, einkum á árinu 2009 eins og áður sagði, en þar munaði mest um mikinn fjölda fólks af erlendum uppruna sem hingað hafði komið til vinnu á þenslu- og vitleysistímanum fyrir hrun. Landsmönnum fækkaði lítillega á árinu 2009 í fyrsta skipti í heila öld, en þegar upp er staðið gerðist það aðeins á því eina ári. Þróunin nú er mjög jákvæð séð í því sögulega ljósi að á löngum árabilum hefur flutningsjöfnuður íslenskra ríkisborgara haft tilhneigingu til að vera neikvæður án þess að nokkuð efnahagshrun kæmi til.Atvinnuleysi á niðurleið Margir andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa gert mikið úr fólksflóttanum fram undir hið síðasta og notað stór orð. Samband ungra sjálfstæðismanna ályktaði sérstaklega um þessa búferlaþróun fyrir ríflega ári með yfirfyrirsögninni „Landflótti áfellisdómur yfir ríkisstjórninni“. Morgunblaðið birti greinaflokka um hið sama, einmitt þegar málin voru augljóslega að færast til betri vegar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bar fólksflutningana frá Íslandi saman við flutningana til Vesturheims fyrir um 120 árum í ræðu á Alþingi árið 2011. Fyrirliggjandi staðreyndir sýna hversu fjarstæðukenndur allur samanburður er við hina stórfelldu fólksflutninga á Vesturfaratímanum. Nei, atvinnuleysistölur síðustu missera og fólksfjöldatölurnar nú afsanna slíkt svartsýnistal. Atvinnuástand síðustu misserin hefur farið batnandi. Þetta er augljóst þegar vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar og skráð atvinnuleysi Vinnumálastofnunar er skoðað. Atvinnuleysið hefur minnkað um allt land og nam 5,3% samkvæmt Vinnumálastofnun í mars samanborið við 7,1% í mars í fyrra. Það stefnir því í að skráð atvinnuleysi verði á bilinu 3-4% á háannatímanum síðsumars. Þessar batnandi horfur hafa áhrif á ákvarðanir fólks um flutninga milli landa. Þær vísbendingar sjást vel í búferlaflutningstölum Hagstofunnar.Ísland stendur vel Eins og fram kom hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) fljótlega eftir hrun taldi hann að búast mætti við 3-4% fólksfækkun miðað við þáverandi spá um samdrátt efnahagslífsins. Það hefðu orðið þungbærar tölur. Nú liggur hins vegar fyrir að fækkunin varð hverfandi og stóð stutt. Í samanburði við kreppuna í Færeyjum árið 1990 hefur Ísland sloppið ótrúlega vel. Í kjölfar kreppunnar í Færeyjum fluttu um 10-12% Færeyinga af landi brott. Raunar er Færeyingum enn að fækka nú síðustu tvö árin jafnvel þótt hagkerfi þeirra hafi farið mun betur út úr fjármálakreppunni en okkar. Staðan á Írlandi, í Portúgal, á Spáni og svo ekki sé nú talað um í Grikklandi er hins vegar mjög alvarleg. Þar flytur fólk, ekki síst ungt fólk, unnvörpum burt jafnvel í veikri voninni einni saman um eitthvað betra annars staðar. Hér hefur hins vegar greinilega tekist það vel til á þennan mælikvarða mælt að fleiri snúa nú heim en fara.
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar